Innlent

Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vísir/pjetur
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi en vildi að öðru leyti ekki tjá sig. Fyrst var greint frá þessu á vef Fréttatímans.

Þorgerður Katrín er lögfræðingur að mennt en hún sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1999 til 2013 og gegndi embætti menntamálaráðherra frá 2003 til 2009. Þá var hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005 til 2010.

Forsetakosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. Nokkrir hafa lýst yfir framboði, þar á meðal Þorgrímur Þráinsson, Ástþór Magnússon og Hildur Þórðardóttir.


Tengdar fréttir

Baldur ætlar ekki fram

Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×