Aukin harka hlaupin í deiluna í Straumsvík Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 18:43 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Rannveig Rist, forstjóri ISAL, í Straumsvík í dag. mynd/así Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að fara verði aftur til Bandaríkjanna í kringum árið 1930 til að finna svipaðar aðstæður og nú ríki í álverinu í Straumsvík. Verkfallsverðir stoppuðu yfirmenn sem reyndu að skipa út áli í morgun í trássi við útflutningsbann. Útflutningsbann tók gildi í álverinu í Straumsvík á miðnætti úrskurð félagsdóms í gær um að sú aðgerð væri lögleg. Í morgun gengu síðan yfirmenn í álverinu í störf þeirra sem alla jafna skipa áli út frá fyrirtækinu. Um tuttugu yfirmenn hófu að flytja ál á hafnarbakkann og byrjuðu síðan að hífa það um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. „Það var búið að senda okkar hafnarverkamenn heim af því Ísal taldi að þeir væru í verkfalli. Sem ég tel kannski skrýtið vegna þess að það hefði verið hægt að nýta starfsmennina til annarra starfa. Vegna þess að dómurinn sem féll í gær er bara um útflutningsbann á áli. Annað er hægt að vinna við,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formðaur verkalýðsfélagsins Hlífar. Verkfallsverðir þráttuðu við yfirmennina og forseti Alþýðusambandsins ásamt lögmanni sambandsins mættu á svæðið til að leggja þeim lið. Að lokum létu yfirmennirnir undan.En hafið þið náð að stoppa þetta varanlega, eða þurfið þið að standa vaktina á meðan á útflutningsbanninu stendur? „Ég tel að við séum búin að stoppa þetta núna varanlega. Þetta verði þá bara okkar menn sem komi annarri vöru um borð í skipið. En það verður ekki skipað út áli þessa dagana fyrr en niðurstaða liggur þá fyrir. En ég reikna með að þetta verði jafnvel að fara fyrir dóm aftur,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélagið telji að enginn nema forstjórinn og yfirmaður hafnarsvæðisins megi ganga í störf hafnarverkamannanna. En ljóst sé að tvær manneskjur ráði ekki við svo flókna útskipun. „Aðrir stjórnendur eiga ekki að koma að þessari vinnu vegna þess að þá eru þeir að ganga inn í störf verkamanna hér við höfnina og það teljum við vera brot,“ segir formaðurinn.Er þetta til marks um hörkuna í þessari deilu? „Manni sýnist það miðað við hvernig menn eru að stilla þessu upp hér, að þá held ég að við getum farið aftur til Bandaríkjanna árið 1930 og séð svona svipaðar aðstæður,“ segir Kolbeinn. Samningafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag og lauk án niðurstöðu nítíu mínútum síðar. En eftir átökin í Straumsvíkurhöfn er staðan í viðræðunum síst betri. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir fyrirtækið bjóða sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið og halda fast í meginkröfu sína um aukna verktöku. „Á því máli, verktökumálinu, hefur öll þessi deila strandað, allan tímann. Þar erum við einungis að fara fram á sama rétt og öll önnur fyrirtæki hafa. Engin önnur fyrirtæki búa við neitt viðlíka hömlur og hvað þetta varðar. Þannig að okkar krafa er mjög sanngjörn og við bíðum eftir að menn séu til viðræðu um hana,“ segir Ólafur Teitur. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að fara verði aftur til Bandaríkjanna í kringum árið 1930 til að finna svipaðar aðstæður og nú ríki í álverinu í Straumsvík. Verkfallsverðir stoppuðu yfirmenn sem reyndu að skipa út áli í morgun í trássi við útflutningsbann. Útflutningsbann tók gildi í álverinu í Straumsvík á miðnætti úrskurð félagsdóms í gær um að sú aðgerð væri lögleg. Í morgun gengu síðan yfirmenn í álverinu í störf þeirra sem alla jafna skipa áli út frá fyrirtækinu. Um tuttugu yfirmenn hófu að flytja ál á hafnarbakkann og byrjuðu síðan að hífa það um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. „Það var búið að senda okkar hafnarverkamenn heim af því Ísal taldi að þeir væru í verkfalli. Sem ég tel kannski skrýtið vegna þess að það hefði verið hægt að nýta starfsmennina til annarra starfa. Vegna þess að dómurinn sem féll í gær er bara um útflutningsbann á áli. Annað er hægt að vinna við,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formðaur verkalýðsfélagsins Hlífar. Verkfallsverðir þráttuðu við yfirmennina og forseti Alþýðusambandsins ásamt lögmanni sambandsins mættu á svæðið til að leggja þeim lið. Að lokum létu yfirmennirnir undan.En hafið þið náð að stoppa þetta varanlega, eða þurfið þið að standa vaktina á meðan á útflutningsbanninu stendur? „Ég tel að við séum búin að stoppa þetta núna varanlega. Þetta verði þá bara okkar menn sem komi annarri vöru um borð í skipið. En það verður ekki skipað út áli þessa dagana fyrr en niðurstaða liggur þá fyrir. En ég reikna með að þetta verði jafnvel að fara fyrir dóm aftur,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélagið telji að enginn nema forstjórinn og yfirmaður hafnarsvæðisins megi ganga í störf hafnarverkamannanna. En ljóst sé að tvær manneskjur ráði ekki við svo flókna útskipun. „Aðrir stjórnendur eiga ekki að koma að þessari vinnu vegna þess að þá eru þeir að ganga inn í störf verkamanna hér við höfnina og það teljum við vera brot,“ segir formaðurinn.Er þetta til marks um hörkuna í þessari deilu? „Manni sýnist það miðað við hvernig menn eru að stilla þessu upp hér, að þá held ég að við getum farið aftur til Bandaríkjanna árið 1930 og séð svona svipaðar aðstæður,“ segir Kolbeinn. Samningafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag og lauk án niðurstöðu nítíu mínútum síðar. En eftir átökin í Straumsvíkurhöfn er staðan í viðræðunum síst betri. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir fyrirtækið bjóða sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið og halda fast í meginkröfu sína um aukna verktöku. „Á því máli, verktökumálinu, hefur öll þessi deila strandað, allan tímann. Þar erum við einungis að fara fram á sama rétt og öll önnur fyrirtæki hafa. Engin önnur fyrirtæki búa við neitt viðlíka hömlur og hvað þetta varðar. Þannig að okkar krafa er mjög sanngjörn og við bíðum eftir að menn séu til viðræðu um hana,“ segir Ólafur Teitur.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38
Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“