Af hverju nýja stjórnarskrá? Hildur Þórðardóttir skrifar 24. febrúar 2016 21:30 Ef þú ætlar að búa til nýja flík er miklu betra að kaupa nýtt efni og sníða flíkina frá grunni heldur en að taka gamla flík og reyna að fá út úr henni eitthvað í líkingu við það sem þú vilt fá. Nýja flíkin verður aldrei eins og þú vildir helst hafa hana. Það er eins með stjórnarskrána. Þegar búa skal til ný lög, borgar sig ekki að taka gömlu lögin og reyna að aðlaga þau nýjum hugmyndum, heldur er miklu betra að byrja með hreint blað og spyrja: Hvað vil ég hafa í nýju lögunum? Gamla stjórnarskráin hefur aldrei verið fullkomin frá því að við báðum kóng um slíkt plagg í afmælisgjöf 1874 vegna þess að útséð var um að Íslendingar fengju sjálfir að semja eigin stjórnarskrá. Við höfum margoft lappað upp á hana, breytt kóngi í forseta, rýmkað kosningarétt, fjölgað þingmönnum og bætt við mannréttindum. En hún er orðin eins og margbætt flík. Til dæmis er ekki skýrt kveðið á um aðskilnað milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Eins og staðan er nú er ríkisstjórn með alræði og þingmenn virðast valdalausir. Segja má að ríkisstjórnin sé með Alþingi í gíslingu. Þrískipting valdsins er nauðsynleg til að tryggja að ríkisstjórn brjóti ekki gegn réttindum fólksins. Í nýju stjórnarskránni er skýrt kveðið á um þennan aðskilnað, ríkisstjórn situr ekki á þingi og ætti því ekki hafa jafn sterkt tangarhald á þinginu. Þó er aldrei að vita á meðan hér ríkir flokksræði. Í gömlu stjórnarskránni fær forsetaembættið allt of mikið púður. Vald forseta er skilgreint strax í 3. gr. og alveg til 30. gr. Þá fyrst er fjallað um Alþingi og störf þess. Eðlilega vildi konungur hafa sig fyrstan í röðinni, þar sem stjórnarskráin var samin af ráðgjöfum hans. Þegar konungi var breytt í forseta var ekki hróflað við uppbyggingu stjórnarskrárinnar, þótt forseti hefði miklu minni völd en konungur. Í nýju stjórnarskránni er kaflinn um forseta fyrir aftan mannréttindi og Alþingi sem sýnir hvar vald hans liggur. Áður en Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kom fram var ekkert fjallað um mannréttindi í stjórnarskrá. Nú gætum við ekki hugsað okkur stjórnarskrá án mannréttinda. Eftir því sem mannréttindi þróuðust var þeim bætt inn, en eins og að reyna að stagbæta flík, varð útkoman aldrei nógu góð. Til dæmis var 2. kynslóðar mannréttindum, þ.e. félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum réttindum, aldrei gerð nógu góð skil í hinni stagbættu stjórnarskrá. Þriðju kynslóðar réttindi, svokölluð hóparéttindi, komust ekki einu sinni á blað. Í nýju stjórnarskránni er líka kveðið á um meira vald til fólksins. Að lýðræði verði loksins virkt. Hvort sem það þarf 10% eða 15% kosningabærra manna til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur skiptir ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er þetta tækifæri sem fólk hefur til að mótmæla gerræðislegum vinnubrögðum Alþingis þegar ákvarðanir þings ganga bersýnilega á skjön við vilja þjóðarinnar. Menn eru hræddir við að þá verði ekki starfhæft á þinginu fyrir endalausum undirskriftum. En þetta eru kannski 1-2 mál á hverju kjörtímabili, eftir því hversu gerræðisleg stjórnin er. Fólk er ekki að skrifa undir nema það sem því liggur hvað brýnast á hjarta. Íslenskir stjórnmálamenn hafa vitað í áratugi að þeir væru ófærir um að semja nýja stjórnarskrá og þess vegna kom reglulega fram krafa um stjórnlagaþing. Loksins þegar það gekk eftir, kusum við hæft fólk til að inna verkið af hendi. Það hefði verið farsælla að gefa þeim meiri tíma til að skila fullmótuðu verki sem þjóðin hefði síðan kosið um. Eins og staðan er í dag eru alþingismenn að tefja gildistöku nýju stjórnarskrárinnar. Þeir leitast við að breyta þeim leikreglum sem þjóðin vill setja þeim og gefa sér góðan tíma til þess. Stjórnarskrá er ekki greypt í stein og það er hverju samfélagi hollt að endurskoða hana oft og reglulega. Hún á að endurspegla gildi samfélagsins, vera nokkurs konar siðferðislegur sáttmáli samfélags og fylgja þróun samfélagsins eftir því sem það þroskast og vitkast. Stjórnarskráin á ekki síst að vera tæki þjóðar til að takmarka frítt spil ríkisstjórnar og Alþingis, þannig að þau geti ekki sett lög sem stangast á við stjórnarskrá. Þess vegna þurfum við að koma nýju stjórnarskránni í gegn núna. Það er allt í lagi að hún sé ekki fullkomin. Eftir nokkra áratugi munum við aftur endurskoða stjórnarskrána og jafnvel endurskrifa hana. Þá verður komin reynsla á hana og þá getum við bætt inn því sem okkur finnst vanta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Ef þú ætlar að búa til nýja flík er miklu betra að kaupa nýtt efni og sníða flíkina frá grunni heldur en að taka gamla flík og reyna að fá út úr henni eitthvað í líkingu við það sem þú vilt fá. Nýja flíkin verður aldrei eins og þú vildir helst hafa hana. Það er eins með stjórnarskrána. Þegar búa skal til ný lög, borgar sig ekki að taka gömlu lögin og reyna að aðlaga þau nýjum hugmyndum, heldur er miklu betra að byrja með hreint blað og spyrja: Hvað vil ég hafa í nýju lögunum? Gamla stjórnarskráin hefur aldrei verið fullkomin frá því að við báðum kóng um slíkt plagg í afmælisgjöf 1874 vegna þess að útséð var um að Íslendingar fengju sjálfir að semja eigin stjórnarskrá. Við höfum margoft lappað upp á hana, breytt kóngi í forseta, rýmkað kosningarétt, fjölgað þingmönnum og bætt við mannréttindum. En hún er orðin eins og margbætt flík. Til dæmis er ekki skýrt kveðið á um aðskilnað milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Eins og staðan er nú er ríkisstjórn með alræði og þingmenn virðast valdalausir. Segja má að ríkisstjórnin sé með Alþingi í gíslingu. Þrískipting valdsins er nauðsynleg til að tryggja að ríkisstjórn brjóti ekki gegn réttindum fólksins. Í nýju stjórnarskránni er skýrt kveðið á um þennan aðskilnað, ríkisstjórn situr ekki á þingi og ætti því ekki hafa jafn sterkt tangarhald á þinginu. Þó er aldrei að vita á meðan hér ríkir flokksræði. Í gömlu stjórnarskránni fær forsetaembættið allt of mikið púður. Vald forseta er skilgreint strax í 3. gr. og alveg til 30. gr. Þá fyrst er fjallað um Alþingi og störf þess. Eðlilega vildi konungur hafa sig fyrstan í röðinni, þar sem stjórnarskráin var samin af ráðgjöfum hans. Þegar konungi var breytt í forseta var ekki hróflað við uppbyggingu stjórnarskrárinnar, þótt forseti hefði miklu minni völd en konungur. Í nýju stjórnarskránni er kaflinn um forseta fyrir aftan mannréttindi og Alþingi sem sýnir hvar vald hans liggur. Áður en Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kom fram var ekkert fjallað um mannréttindi í stjórnarskrá. Nú gætum við ekki hugsað okkur stjórnarskrá án mannréttinda. Eftir því sem mannréttindi þróuðust var þeim bætt inn, en eins og að reyna að stagbæta flík, varð útkoman aldrei nógu góð. Til dæmis var 2. kynslóðar mannréttindum, þ.e. félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum réttindum, aldrei gerð nógu góð skil í hinni stagbættu stjórnarskrá. Þriðju kynslóðar réttindi, svokölluð hóparéttindi, komust ekki einu sinni á blað. Í nýju stjórnarskránni er líka kveðið á um meira vald til fólksins. Að lýðræði verði loksins virkt. Hvort sem það þarf 10% eða 15% kosningabærra manna til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur skiptir ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er þetta tækifæri sem fólk hefur til að mótmæla gerræðislegum vinnubrögðum Alþingis þegar ákvarðanir þings ganga bersýnilega á skjön við vilja þjóðarinnar. Menn eru hræddir við að þá verði ekki starfhæft á þinginu fyrir endalausum undirskriftum. En þetta eru kannski 1-2 mál á hverju kjörtímabili, eftir því hversu gerræðisleg stjórnin er. Fólk er ekki að skrifa undir nema það sem því liggur hvað brýnast á hjarta. Íslenskir stjórnmálamenn hafa vitað í áratugi að þeir væru ófærir um að semja nýja stjórnarskrá og þess vegna kom reglulega fram krafa um stjórnlagaþing. Loksins þegar það gekk eftir, kusum við hæft fólk til að inna verkið af hendi. Það hefði verið farsælla að gefa þeim meiri tíma til að skila fullmótuðu verki sem þjóðin hefði síðan kosið um. Eins og staðan er í dag eru alþingismenn að tefja gildistöku nýju stjórnarskrárinnar. Þeir leitast við að breyta þeim leikreglum sem þjóðin vill setja þeim og gefa sér góðan tíma til þess. Stjórnarskrá er ekki greypt í stein og það er hverju samfélagi hollt að endurskoða hana oft og reglulega. Hún á að endurspegla gildi samfélagsins, vera nokkurs konar siðferðislegur sáttmáli samfélags og fylgja þróun samfélagsins eftir því sem það þroskast og vitkast. Stjórnarskráin á ekki síst að vera tæki þjóðar til að takmarka frítt spil ríkisstjórnar og Alþingis, þannig að þau geti ekki sett lög sem stangast á við stjórnarskrá. Þess vegna þurfum við að koma nýju stjórnarskránni í gegn núna. Það er allt í lagi að hún sé ekki fullkomin. Eftir nokkra áratugi munum við aftur endurskoða stjórnarskrána og jafnvel endurskrifa hana. Þá verður komin reynsla á hana og þá getum við bætt inn því sem okkur finnst vanta.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun