Viðskipti innlent

Búvörusamningurinn „rækilega verðtryggður“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Greiðslur samningsins samkvæmt samningnum verða á næsta ári 13,8 milljarðar króna. Gera þarf ráð fyrir verðlagsleiðréttingum á upphæðunum í fjárlögum hvers árs sem lögð eru fram af fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson er núverandi fjármálaráðherra.
Greiðslur samningsins samkvæmt samningnum verða á næsta ári 13,8 milljarðar króna. Gera þarf ráð fyrir verðlagsleiðréttingum á upphæðunum í fjárlögum hvers árs sem lögð eru fram af fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson er núverandi fjármálaráðherra. Vísir
Búvörusamningurinn er með einskonar tvöfaldri verðtryggingu, að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Fjallað er um samninginn í Hagsjá, fréttabréfi hagfræðideildarinnar. „Samningurinn er rækilega verðtryggður,“ segir þar um samninginn.

Vísir fjallaði um verðtryggingu samningsins í gær en ákvæði í rammasamningi vegna búvörusamningsins kemur fram að upphæðir í honum uppfærist árlega miðað við forsendur fjárlaga auk þess sem leiðrétta á mismun verðlagsforsenda fjárlaganna og meðaltals vísitölu neysluverðs.

Fjárlög, sem lögð eru fram af fjármálaráðherra á hverju ári, taka árlegum breytingum í samræmi við verðlag. Þessi verðlagsuppfærsla endurspeglar hins vegar ekki endilega raunbreytingar á verðlagi en samningurinn tryggir að það muni ekki hafa áhrif á upphæð greiðslna miðað við vísitöluna.

Greiðslur samningsins samkvæmt samningnum verða á næsta ári 13,8 milljarðar króna en enda í 12,7 milljörðum árið 2026, í lok samningstímans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×