Fótbolti

James Rodríguez gæti verið á förum frá Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James hefur átt erfitt uppdráttar í vetur.
James hefur átt erfitt uppdráttar í vetur. vísir/getty
Svo gæti farið að Real Madrid myndi selja Kólumbíumanninn James Rodríguez til að fjármagna leikmannakaup í framtíðinni. Þetta segir Guillem Balague, sérfræðingur Sky Sports um spænskan fótbolta.

Balague situr vikulega fyrir svörum á heimasíðu Sky Sports en lesendur geta sent inn spurningar á Twitter undir myllumerkinu #AskGuillem.

Balague var m.a. spurður hvort það væri eitthvað hæft í þeim sögusögnum að Real Madrid vildi selja James sem kom til félagsins frá Monaco sumarið 2014.

Balague segir að þar sem ekkert lið finnist sem vill kaupa Cristiano Ronaldo, þá gæti Real Madrid brugðið á það ráð að selja James til að fjármagna kaup á nýjum leikmönnum.

Sjá einnig: Zidane vill senda James Rodríguez til sálfræðings

James, sem sló í gegn á HM í Brasilíu 2014, spilaði vel á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid en hefur ekki náð sér jafn vel á strik í ár. Kólumbíumaðurinn hefur þó skorað fimm mörk og átt sex stoðsendingar í 16 leikjum í spænsku deildinni á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×