Fótbolti

Zidane vill senda James Rodriguez til sálfræðings

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Rodriguez.
James Rodriguez. Vísir/Getty
Zinedine Zidane, þjálfari stórliðs Real Madrid, hefur áhyggjur af andlegu ástandi eins stærstu stjörnu liðsins samkvæmt frétt í spænska blaðinu Sport.

Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og Zidane er sannfærður um að vandamálið sé andlegt.

Zidane er svo óánægður með hugarfar og lítið framlag hjá James Rodriguez að hann vill núna senda leikmanninn til sálfræðings samkvæmt heimildum blaðamanns Sport.

Frammistaða James Rodriguez undir stjórn bæði Rafael Benitez og Zinedine Zidane er langt frá því að vera í sama flokki og þegar hann sló í gegn á HM í Brasilíu sumarið 2014.

Zinedine Zidane hefur lítið notað James Rodriguez frá því að hann tók við liði Real Madrid í janúar og flott frammistaða Jese er ekki að auðvelda James að vinna sér aftur sæti í byrjunarliðinu.

James Rodriguez hefur ekki aðeins átt í vandmálum inn á vellinum því hann var tekinn fyrir ofsaakstur á dögunum þar sem hann reyndi að stinga lögregluna af.

James Rodriguez hefur líka verið duglegur að stunda næturlífið í Madrid og hann hefur einnig bætt við sig nokkrum kílóum sem er ekki að hjálpa honum mikið inn á vellinum.

Þetta hefur allt samt leitt til þess að Zidane er nú sannfærður um það að James þurfi á sálfræðihjálp að ræða.

Zinedine Zidane og James Rodriguez.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×