Stefnt að annarri söngkeppni sem færi fram í Hofi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2016 18:49 Ekki eru allir skólar ánægðir með fyrirkomulagið í ár. „Við höfum verið í viðræðum í tengslum við nýja keppni en það er ekkert staðfest ennþá. Eins og staðan er núna þá stefna þessir skólar að því að halda sína eigin keppni í Hofi í apríl,“ segir Fjölnir Brynjarsson inspector Menntaskólans á Akureyri í samtali við Vísi. MA er einn sex skóla sem ákveðið hefur að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið.Fjölnir BrynjarssonHinir skólarnir sem hætt hafa við þátttöku eru Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Laugum. Þessir fimm skólar sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi að fyrirkomulagið mismuni skólum eftir landfræðilegri legu. Að sögn Fjölnis eru fleiri skólar að íhuga að sniðganga aðalkeppnina í ár. „Það er hins vegar rétt að taka það fram að okkur langar ekki í neina samkeppni við SÍF [Samband íslenskra framhaldsskólanema] eða þeirra keppni. Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður og okkur finnst hafa dalað að undanförnu.“ Fjölnir segir að skólarnir telji ekki rétt að aðeins fulltrúar tólf skóla fái að láta ljós sitt skína á aðalkeppninni. Hagur keppenda eigi að vera í fyrirrúmi og þeir eigi allir að fá tækifæri til að stíga á svið. Að auki felist í nýja fyrirkomulaginu kostnaður fyrir skóla. „Allir skólar þurfa að greiða þátttökugjald og þeir sem komast í sjónvarpið fá eingöngu tuttugu miða. Það fylgir því vesen að fara með svo lítinn hóp á milli landshluta og getur verið kostnaðarsamt fyrir litla skóla.“ Söngkeppni framhaldsskólana fór síðast fram á Akureyri árið 2014 og þá í Hofi. Árin á undan hafði hún farið fram í Höllinni. Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Við höfum verið í viðræðum í tengslum við nýja keppni en það er ekkert staðfest ennþá. Eins og staðan er núna þá stefna þessir skólar að því að halda sína eigin keppni í Hofi í apríl,“ segir Fjölnir Brynjarsson inspector Menntaskólans á Akureyri í samtali við Vísi. MA er einn sex skóla sem ákveðið hefur að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið.Fjölnir BrynjarssonHinir skólarnir sem hætt hafa við þátttöku eru Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Laugum. Þessir fimm skólar sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi að fyrirkomulagið mismuni skólum eftir landfræðilegri legu. Að sögn Fjölnis eru fleiri skólar að íhuga að sniðganga aðalkeppnina í ár. „Það er hins vegar rétt að taka það fram að okkur langar ekki í neina samkeppni við SÍF [Samband íslenskra framhaldsskólanema] eða þeirra keppni. Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður og okkur finnst hafa dalað að undanförnu.“ Fjölnir segir að skólarnir telji ekki rétt að aðeins fulltrúar tólf skóla fái að láta ljós sitt skína á aðalkeppninni. Hagur keppenda eigi að vera í fyrirrúmi og þeir eigi allir að fá tækifæri til að stíga á svið. Að auki felist í nýja fyrirkomulaginu kostnaður fyrir skóla. „Allir skólar þurfa að greiða þátttökugjald og þeir sem komast í sjónvarpið fá eingöngu tuttugu miða. Það fylgir því vesen að fara með svo lítinn hóp á milli landshluta og getur verið kostnaðarsamt fyrir litla skóla.“ Söngkeppni framhaldsskólana fór síðast fram á Akureyri árið 2014 og þá í Hofi. Árin á undan hafði hún farið fram í Höllinni.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13