Innlent

Fyrsta hlaupársbarnið kom í heiminn á áttunda tímanum í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Fastlega má búast við að 29. febrúar sé óalgengasti afmælisdagurinn.
Fastlega má búast við að 29. febrúar sé óalgengasti afmælisdagurinn. Vísir/Vilhelm

Fyrsta hlaupársbarnið kom í heiminn á áttunda tímanum í morgun á Landspítalanum í Reykjavík. 



Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri kom barn í heiminn þar klukkan 8:51.



Ekkert barn hafði fæðst á fæðingarvaktinni á heilbrigðisstofnunum á Selfossi, Akranesi, Ísafirði og Neskaupsstað klukkan 10 í morgun.



Hlaupár eru ár þar sem degi er bætt við almanaksár til að leiðrétta skekkju í tímatali en nánar má lesa um hvaða reglur gilda um slíkt á vef Almanaks Háskóla Íslands.



Á meðal frægra manna sem hafa fæðst á þessum merka degi er bandaríski söngvarinn Ja Rule.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×