Bíó og sjónvarp

Mikið fjör á Eddunni - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ævar Vísindamaður fór heim með Eddur.
Ævar Vísindamaður fór heim með Eddur. vísir/jóhanna
Kvikmyndin Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, var ótvíræður sigurvegari Edduverðlaunanna sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gærkvöld. Myndin hlaut ellefu verðlaun m.a. annars sem kvikmynd ársins, leikstjórn ársins, leikara í aðal og aukahlutverki.

Myndin var tilnefnd alls til þrettán verðlauna en hlaut ekki verðlaun fyrir tónlist ársins og brellur ársins. Fyrrnefndu verðlaunin féllu í skaut Jóhanns Jóhannssonar, Hildar Guðnadóttur og Rutger Hoedemækers fyrir Ófærð en þau síðarnefndu hlutu Sigurjón F. Garðarsson og RVX Studios einnig fyrir Ófærð.

Ófærð hlaut næstflest verðlaun eða þrjú talsins. Auk verðlaunanna tveggja sem áður hafa verið nefnd var þátturinn valinn leikið sjónvarpsefni ársins.

Réttur hlaut tvenn verðlaun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var valin besta leikkona í aðalhlutverki og Birna Rún Eiríksdóttir besta leikkona í aukahlutverki. Mikið fjör var á Eddunni í gær og fangaði Jóhanna Andrésdóttir, ljósmyndari 365, stemninguna en hér að ofan má sjá skemmtilegar myndir frá Eddunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×