Enski boltinn

World Soccer: Gylfi, Kolbeinn og Birkir eru mikilvægustu leikmenn Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á listanum en hér fagna þeir sæti Íslands á EM.
Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á listanum en hér fagna þeir sæti Íslands á EM. Vísir/Vilhelm
Þrír íslenskir knattspyrnumenn komast á lista yfir 500. mikilvægustu knattspyrnumenn heims að mati breska knattspyrnutímaritsins World Soccer.

Það eru landsliðsmennirnir Gylfi Þór Sigurðsson hjá velska liðinu Swansea City, Kolbeinn Sigþórsson hjá Nantes í Frakklandi og Birkir Bjarnason hjá Basel í Sviss sem komast inn á listann að þessu sinni.

Kolbeinn og Birkir eru nýir inn á listann en Gylfi var á honum í fyrra ásamt Ara Frey Skúlasyni.

Argentína á flesta leikmenn á listanum eða 46 en í næstu sætum koma Spánn (39), Þýskaland (34) og Brasilíu (34).

Flestir af mikilvægustu leikmönnum heims spila í Englandi en þó eru aðeins tólf Englendingar inn á topp 500 listanum í ár.

Ensku leikmennirnir sem komast á listann eru þeir Dele Ali Hjá Tottenham, Ross Barkley hjá Everton, Jack Harrisson hjá New York City, Joe Hart hjá Manchester City, Harry Kane hjá Tottenham, Wayne Rooney hjá Manchester United, Jack Wilshere hjá Arsenal, Dominic Solanke hjá Vitesse, Raheem Sterling hjá Manchester City, John Stones hjá Everton, Jamie Vardy hjá Leicester City og Theo Valcott hjá Arsenal.

Ísland á þrisvar sinnum fleiri leikmenn en Norðmenn en eini Norðmaðurinn sem kemst á listann er Marcus Hendriksen hjá AZ Alkmaar í Hollandi.

Svíar eiga flesta leikmenn af Norðurlandaþjóðunum eða sjö talsins en á listanum eru fimm Danir.

Það er hægt að finna allan 500 manna listann með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×