Fengu glaðning frá toppliðinu eftir góðan árangur í stærðfræði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. febrúar 2016 22:19 Lið Leicester stærðfræðinnar með fánann góða eftir 9-4 sigur á Norwich City, frá vinstri: Kári Freyr Þorsteinsson, Tómas Ingi Magnússon, Aron Örn Hákonarson, Valur Þór Hákonarson og Stefán Jón Friðriksson. mynd/heiðarskóli „Strákarnir eru miklir fótboltagarpar og þessi hugmynd kom upp í kollinn á mér. Það verður að segjast að þeir hafa svarað þessari aðferð ágætlega,“ segir Eysteinn Húni Hauksson í samtali við Vísi. Eysteinn hefur að undanförnu kennt drengjum í 6. bekk Heiðarskóla með óvenjulegri aðferð sem vakið hefur lukku. Í fyrsta tíma ákváðu drengirnir að þeir ætluðu sér að vera „Leicester stærðfræðinnar“ og koma öllum á óvart með miklum dugnaði og framförum. Þar eiga þeir við refina frá Leicester en liðið trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að flestir hafi spáð þeim erfiðu gengi fyrir tímabilið. Í hverjum tíma bregða nemendurnir sér í hlutverk Leicester og etja kappi við annað lið í úrvalsdeildinni. Kennarinn leggur fyrir þá ákveðið verkefni sem þeir þurfa á leysa úr innan ákveðins tímaramma. Strákarnir sem um ræðir eru fæddir árið 2004 og æfa með 5. flokki Keflavíkur. „Þeir þurfa að bera saman bækur sínar og spá í hlutunum. Þeir reikna úr dæminu og verða að ræða saman og spá aðeins í þessu til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Á endanum verða þeir að sættast á eitt svar og sé það rétt fær Leicester eitt stig á töfluna. Sé svarið hins vegar rangt fær hitt liðið stig,“ segir Eysteinn. Hann bætir því við að andstæðingarnir fái einnig stig ef nemendurnir eru að ræða hluti sem tengjast ekki námsefninu eða að sóa tíma á annan hátt.Fengu sendan glaðning að utan Samkvæmt frétt á vef skólans hefur aðferðin virkað feyki vel. Leicester, undir stjórn strákanna, hefur til að mynda sigrað Liverpool, Norwich, Arsenal sem og stórlið Real Madrid í vináttuleik. Jafntefli náðist gegn Tottenham en eina tapið kom eftir hörkurimmu við Manchester United. „Þetta með fánann var síðan önnur hugmynd sem ég ákvað að láta reyna á,“ segir Eysteinn. „Mér datt í hug að Leicester liðið gæti haft gaman af einhverju svona svo ég ákvað að senda línu á netfang sem ég rakst á. Þar spurði ég hvort þá langaði ekki að senda strákunum einhverja litla hvatningu.“ Sú bón skilaði í aðeins meiru en Eysteinn átti von á því fyrir skemmstu barst honum fáni með merki liðsins sem var áritaður af öllum leikmönnum þess. Hann mætti síðan með fánann í tíma og hangir hann nú í kennslustofunni. Til stendur einnig að mynd af strákunum birtist í leikskrá liðsins fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni. „Það er frábært að fulltrúi félagsins hafi gefið sér tíma til að gleðja nokkra stráka á Íslandi. Þegar þú hugsar út í það þá er Leicester, eins og staðan er í dag, eitt af bestu liðum heimsins. Þetta er toppliðið í ensku deildinni. Það hefur verið gaman að fylgjast með því og sjá að það er enn smá rómantík í fótboltanum sem snýst að allt of miklu leyti um peninga.“ „Þetta var í upphafi til gamans gert en þetta hefur eflt strákana og hvatt þá áfram. Ég tel þó ólíklegt að þessi aðferð virki nema nemendurnir hafi brennandi áhuga á knattspyrnu,“ segir Eysteinn að lokum. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ulloa hetja Leicester gegn Norwich | Sjáðu markið Leonardo Ulloa var hetja Leicester í naumum 1-0 sigri toppliðsins á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag en Ulloa skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. 27. febrúar 2016 16:45 Eriksson: Vona að Leicester verði Englandsmeistari Sven-Göran Eriksson hefur trú á því að Leicester City, hans gamla félag, geti orðið Englandsmeistari. 25. febrúar 2016 08:57 Leicester gladdi syrgjandi níu ára dreng Drengurinn missti móður sína aðeins tveim dögum áður. 24. febrúar 2016 10:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
„Strákarnir eru miklir fótboltagarpar og þessi hugmynd kom upp í kollinn á mér. Það verður að segjast að þeir hafa svarað þessari aðferð ágætlega,“ segir Eysteinn Húni Hauksson í samtali við Vísi. Eysteinn hefur að undanförnu kennt drengjum í 6. bekk Heiðarskóla með óvenjulegri aðferð sem vakið hefur lukku. Í fyrsta tíma ákváðu drengirnir að þeir ætluðu sér að vera „Leicester stærðfræðinnar“ og koma öllum á óvart með miklum dugnaði og framförum. Þar eiga þeir við refina frá Leicester en liðið trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að flestir hafi spáð þeim erfiðu gengi fyrir tímabilið. Í hverjum tíma bregða nemendurnir sér í hlutverk Leicester og etja kappi við annað lið í úrvalsdeildinni. Kennarinn leggur fyrir þá ákveðið verkefni sem þeir þurfa á leysa úr innan ákveðins tímaramma. Strákarnir sem um ræðir eru fæddir árið 2004 og æfa með 5. flokki Keflavíkur. „Þeir þurfa að bera saman bækur sínar og spá í hlutunum. Þeir reikna úr dæminu og verða að ræða saman og spá aðeins í þessu til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Á endanum verða þeir að sættast á eitt svar og sé það rétt fær Leicester eitt stig á töfluna. Sé svarið hins vegar rangt fær hitt liðið stig,“ segir Eysteinn. Hann bætir því við að andstæðingarnir fái einnig stig ef nemendurnir eru að ræða hluti sem tengjast ekki námsefninu eða að sóa tíma á annan hátt.Fengu sendan glaðning að utan Samkvæmt frétt á vef skólans hefur aðferðin virkað feyki vel. Leicester, undir stjórn strákanna, hefur til að mynda sigrað Liverpool, Norwich, Arsenal sem og stórlið Real Madrid í vináttuleik. Jafntefli náðist gegn Tottenham en eina tapið kom eftir hörkurimmu við Manchester United. „Þetta með fánann var síðan önnur hugmynd sem ég ákvað að láta reyna á,“ segir Eysteinn. „Mér datt í hug að Leicester liðið gæti haft gaman af einhverju svona svo ég ákvað að senda línu á netfang sem ég rakst á. Þar spurði ég hvort þá langaði ekki að senda strákunum einhverja litla hvatningu.“ Sú bón skilaði í aðeins meiru en Eysteinn átti von á því fyrir skemmstu barst honum fáni með merki liðsins sem var áritaður af öllum leikmönnum þess. Hann mætti síðan með fánann í tíma og hangir hann nú í kennslustofunni. Til stendur einnig að mynd af strákunum birtist í leikskrá liðsins fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni. „Það er frábært að fulltrúi félagsins hafi gefið sér tíma til að gleðja nokkra stráka á Íslandi. Þegar þú hugsar út í það þá er Leicester, eins og staðan er í dag, eitt af bestu liðum heimsins. Þetta er toppliðið í ensku deildinni. Það hefur verið gaman að fylgjast með því og sjá að það er enn smá rómantík í fótboltanum sem snýst að allt of miklu leyti um peninga.“ „Þetta var í upphafi til gamans gert en þetta hefur eflt strákana og hvatt þá áfram. Ég tel þó ólíklegt að þessi aðferð virki nema nemendurnir hafi brennandi áhuga á knattspyrnu,“ segir Eysteinn að lokum.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ulloa hetja Leicester gegn Norwich | Sjáðu markið Leonardo Ulloa var hetja Leicester í naumum 1-0 sigri toppliðsins á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag en Ulloa skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. 27. febrúar 2016 16:45 Eriksson: Vona að Leicester verði Englandsmeistari Sven-Göran Eriksson hefur trú á því að Leicester City, hans gamla félag, geti orðið Englandsmeistari. 25. febrúar 2016 08:57 Leicester gladdi syrgjandi níu ára dreng Drengurinn missti móður sína aðeins tveim dögum áður. 24. febrúar 2016 10:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Ulloa hetja Leicester gegn Norwich | Sjáðu markið Leonardo Ulloa var hetja Leicester í naumum 1-0 sigri toppliðsins á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag en Ulloa skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. 27. febrúar 2016 16:45
Eriksson: Vona að Leicester verði Englandsmeistari Sven-Göran Eriksson hefur trú á því að Leicester City, hans gamla félag, geti orðið Englandsmeistari. 25. febrúar 2016 08:57
Leicester gladdi syrgjandi níu ára dreng Drengurinn missti móður sína aðeins tveim dögum áður. 24. febrúar 2016 10:45