„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 12:48 Frá Reynisfjöru. mynd/martin ingi lövdahl Bryndís Fanney Harðardóttir, sem er í svæðisstjórn björgunarsveitanna og í björgunarsveitinni Víkverja, segir erfitt að segja hvað meira sé hægt að gera til að koma í veg fyrir alvarleg slys í Reynisfjöru, en erlendur ferðamaður lést í fjörunni í morgun. Maðurinn var í heimsókn hér á landi ásamt eiginkonu sinni en hann sogaðist út með öldunni og var látinn þegar björgunarmenn náðu til hans á báti. Banaslys varð í fjörunni árið 2007 og síðan hafa fjölmargir komist í stórhættu en sloppið með skrekkinn. Að sögn Bryndísar er stórt og áberandi skilti á göngustíg sem liggur að fjörunni og varar það við hættunni sem þar getur leynst. „Þetta var tekið til endurskoðunar fyrir tveimur árum og nýtt skilti sett í fyrra að ég held. Það er stærra og meira myndrænt en skiltið sem var þarna fyrir. Þú getur hins vegar ekki staðið og passað hvern einasta mann sem kemur til landsins þannig að þetta er mjög erfitt,“ segir Bryndís.Frá uppsetningu viðvörunarskiltis í Reynisfjöru 2009 en nú er búið að setja upp nýtt og myndrænna skilti á svæðinu.mynd/landsbjörgVeltir fyrir sér hvort ekki þurfi frekar að gæta ferðamannanna heldur en mosans Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru liðna helgi og kallaði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í kjölfarið eftir því, í viðtali við RÚV, að sérstakur starfsmaður sæi um gæslu í fjörunni. Aðspurð segist Bryndís ekki átta sig á því hvort að slíkt myndi leysa vandann í Reynisfjöru og bendir á að leiðsögumenn sem þangað komi með ferðamenn mismeti oft aðstæður; það sem einum þyki hættulegar aðstæður þyki öðrum ekki. Bryndís nefnir þó að á sumrin sé til að mynda mjög virk gæsla á hálendinu með með fjölda landvarða en Umhverfisstofnun sér um landvörsluna. „Þangað koma ennþá færri ferðamenn en hingað og maður veltir því svona fyrir sér hvort við eigum ekki frekar að eyða kröftum okkar í að gæta ferðamannanna heldur en mosans. Þetta eru náttúrulega bara spurningar sem við þurfum að fara að spyrja okkur,“ segir Bryndís og bætir við: „Sem dæmi þá fóru 1200 bílar hér yfir Reynisfjall í gær og maður getur reiknað með að að minnsta kosti helmingur bílanna hafi farið niður í fjöru.“Sjaldan jafngott veður og lítið brim og í dag Bryndís segir að í dag muni viðbragðsaðilar á svæðinu setjast niður og fara yfir hvað gerðist í fjörunni í dag og hvað sé meira hægt að gera til að koma í veg fyrir slys á svæðinu. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, segir í samtali Vísi að veður á svæðinu sé gott í dag. „Það er sjaldan sem er jafngott veður og lítið brim eins og í dag,“ segir Orri um aðstæður í morgun. Mun meiri sjógangur hafi verið í gær og ölduhæð miklu meiri. Því sé greinilega ekkert samasemmerki á milli þess hvort veður sé gott eða slæmt hvort fólk sé í hættu eða ekki. „Það gæti orðið annað banaslys hér á morgun.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40 Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
Bryndís Fanney Harðardóttir, sem er í svæðisstjórn björgunarsveitanna og í björgunarsveitinni Víkverja, segir erfitt að segja hvað meira sé hægt að gera til að koma í veg fyrir alvarleg slys í Reynisfjöru, en erlendur ferðamaður lést í fjörunni í morgun. Maðurinn var í heimsókn hér á landi ásamt eiginkonu sinni en hann sogaðist út með öldunni og var látinn þegar björgunarmenn náðu til hans á báti. Banaslys varð í fjörunni árið 2007 og síðan hafa fjölmargir komist í stórhættu en sloppið með skrekkinn. Að sögn Bryndísar er stórt og áberandi skilti á göngustíg sem liggur að fjörunni og varar það við hættunni sem þar getur leynst. „Þetta var tekið til endurskoðunar fyrir tveimur árum og nýtt skilti sett í fyrra að ég held. Það er stærra og meira myndrænt en skiltið sem var þarna fyrir. Þú getur hins vegar ekki staðið og passað hvern einasta mann sem kemur til landsins þannig að þetta er mjög erfitt,“ segir Bryndís.Frá uppsetningu viðvörunarskiltis í Reynisfjöru 2009 en nú er búið að setja upp nýtt og myndrænna skilti á svæðinu.mynd/landsbjörgVeltir fyrir sér hvort ekki þurfi frekar að gæta ferðamannanna heldur en mosans Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru liðna helgi og kallaði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í kjölfarið eftir því, í viðtali við RÚV, að sérstakur starfsmaður sæi um gæslu í fjörunni. Aðspurð segist Bryndís ekki átta sig á því hvort að slíkt myndi leysa vandann í Reynisfjöru og bendir á að leiðsögumenn sem þangað komi með ferðamenn mismeti oft aðstæður; það sem einum þyki hættulegar aðstæður þyki öðrum ekki. Bryndís nefnir þó að á sumrin sé til að mynda mjög virk gæsla á hálendinu með með fjölda landvarða en Umhverfisstofnun sér um landvörsluna. „Þangað koma ennþá færri ferðamenn en hingað og maður veltir því svona fyrir sér hvort við eigum ekki frekar að eyða kröftum okkar í að gæta ferðamannanna heldur en mosans. Þetta eru náttúrulega bara spurningar sem við þurfum að fara að spyrja okkur,“ segir Bryndís og bætir við: „Sem dæmi þá fóru 1200 bílar hér yfir Reynisfjall í gær og maður getur reiknað með að að minnsta kosti helmingur bílanna hafi farið niður í fjöru.“Sjaldan jafngott veður og lítið brim og í dag Bryndís segir að í dag muni viðbragðsaðilar á svæðinu setjast niður og fara yfir hvað gerðist í fjörunni í dag og hvað sé meira hægt að gera til að koma í veg fyrir slys á svæðinu. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, segir í samtali Vísi að veður á svæðinu sé gott í dag. „Það er sjaldan sem er jafngott veður og lítið brim eins og í dag,“ segir Orri um aðstæður í morgun. Mun meiri sjógangur hafi verið í gær og ölduhæð miklu meiri. Því sé greinilega ekkert samasemmerki á milli þess hvort veður sé gott eða slæmt hvort fólk sé í hættu eða ekki. „Það gæti orðið annað banaslys hér á morgun.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40 Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
„Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30