Engar viðræður um varanlega viðveru Bandaríkjahers á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 14:29 Utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa farið fram við Bandaríkjamenn um varanlegan liðsafla þeirra hér á landi í framtíðinni. Bandaríski sjóherinn vilji hins vegar gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli svo það geti þjónað nýjustu gerð ratsjárflugvéla hersins. Bandaríski sjóherinn sem lengst af rak herstöðina á Keflavíkurflugvelli hefur af og til undanfarin ár sent hingað P-8 ratsjárflugvélar til að fylgjast með rússneskum kafbátum sem hafa gert sig heimakomna í ríkari mæli á norður Atlantshafi undanfarin misseri. Flugvélarnar eru arftakar fyrri gerðar slíkra flugvéla sem höfðu hér fasta viðveru þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli til aðþað geti þjónustað nýrri tegundir ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. „Þannig aðþað er ekki neitt annaðíþessu en það. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um aðþeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera íþannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir það stefnu íslenskra stjórnvalda að bandalagsþjóðir NATO stundi hér loftrýmisgæslu. Það sé eðlilegt að skoða hvort hún þurfi að vera tíðari vegna aukinna umsvifa Rússa á norður Atlantshafi. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Það má alveg búast við aukinni umferð um völlinn og mögulega lengri viðveru til einhverra vikna eða eitthvað slíkt,“ segir ráðherrann. Það hafi hins vegar ekki komið upp í neinum viðræðum við Bandaríkjamenn að þeir kæmu aftur hingað með fastan liðsafla. Nauðsynlegt sé að halda við byggingum og búnaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vegna starfsemi Bandaríkjamanna og annarra NATO þjóða þar. „Við erum vitanlega með samning við bæði Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn um ákveðinn viðbúnað. Við höfum ákveðnar skyldur og annað. Þetta rúmast allt innan hans og í rauninni eigum við að fagna því Íslendingar ef einhver er tilbúinn að setja fjármuni í að laga og halda við þessum eignum sem eru á Keflavík,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Sjá meira
Utanríkisráðherra segir engar viðræður hafa farið fram við Bandaríkjamenn um varanlegan liðsafla þeirra hér á landi í framtíðinni. Bandaríski sjóherinn vilji hins vegar gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli svo það geti þjónað nýjustu gerð ratsjárflugvéla hersins. Bandaríski sjóherinn sem lengst af rak herstöðina á Keflavíkurflugvelli hefur af og til undanfarin ár sent hingað P-8 ratsjárflugvélar til að fylgjast með rússneskum kafbátum sem hafa gert sig heimakomna í ríkari mæli á norður Atlantshafi undanfarin misseri. Flugvélarnar eru arftakar fyrri gerðar slíkra flugvéla sem höfðu hér fasta viðveru þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera upp flugskýli á Keflavíkurflugvelli til aðþað geti þjónustað nýrri tegundir ratsjárflugvéla bandaríska sjóhersins. „Þannig aðþað er ekki neitt annaðíþessu en það. Hins vegar er þetta allt í samræmi við samninga okkar við Bandaríkjamenn um aðþeir geti haft hér viðveru þegar verið er í kafbátaleit eða einhverju slíku. En að sjálfsögðu þarf þá búnaðurinn á flugvellinum að vera íþannig ásigkomulagi að geta sinnt þessum nýrri tækjum og tólum,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir það stefnu íslenskra stjórnvalda að bandalagsþjóðir NATO stundi hér loftrýmisgæslu. Það sé eðlilegt að skoða hvort hún þurfi að vera tíðari vegna aukinna umsvifa Rússa á norður Atlantshafi. „Við erum aldrei að tala um það að stöðin í Keflavík verði opnuð aftur í einhverri líkingu við það sem var hér fyrir tíu árum. Það er ekkert í umræðunni. Það má alveg búast við aukinni umferð um völlinn og mögulega lengri viðveru til einhverra vikna eða eitthvað slíkt,“ segir ráðherrann. Það hafi hins vegar ekki komið upp í neinum viðræðum við Bandaríkjamenn að þeir kæmu aftur hingað með fastan liðsafla. Nauðsynlegt sé að halda við byggingum og búnaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli vegna starfsemi Bandaríkjamanna og annarra NATO þjóða þar. „Við erum vitanlega með samning við bæði Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn um ákveðinn viðbúnað. Við höfum ákveðnar skyldur og annað. Þetta rúmast allt innan hans og í rauninni eigum við að fagna því Íslendingar ef einhver er tilbúinn að setja fjármuni í að laga og halda við þessum eignum sem eru á Keflavík,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson
Alþingi Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Sjá meira