Sport

Hættir án þess að hafa eytt krónu af NFL-peningunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marshawn Lynch eða Beastmode eins og hann er iðulega kallaður.
Marshawn Lynch eða Beastmode eins og hann er iðulega kallaður. vísir/getty
Hinn magnaði hlaupari Seattle Seahawks, Marshawn Lynch, tilkynnti á Twitter í miðjum Super Bowl að hann væri hættur.

Lynch hefur aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið og þarna fannst honum líklega vera góður tími til þess að láta yfirlýsingu sínu drukkna í fréttum af Super Bowl.

Tilkynningin var ein sú svalasta sem sést hefur. Mydn af skóm sem búið var að hengja upp og friðarmerki. Meira þurfti ekki að segja.

Lynch hefur farið ákaflega vel með peningana sína á ferlinum og hefur að sögn ekki eytt krónu af þeim peningum sem hann hefur fengið í laun frá Sjóhaukunum.

Hann hefur fengið 6,3 milljarða króna í laun frá þeim á ferlinum en tekist að lifa af tekjum frá auglýsendum. Hann hefur meðal annars auglýst Skittles sem hann elskar svo mikið.

Forbes segir að auglýsendur hafi greitt honum 640 milljónir króna í laun síðan hann byrjaði í deildinni og ólíkt mörgum öðrum tókst honum að draga björg í bú á þeim peningum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×