Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 23-24 | Sjóðheitir Gróttumenn tóku Valsmenn Stefán Árni Pálsson í Valshöllinni skrifar 11. febrúar 2016 20:45 Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu. vísir/vilhelm Grótta vann magnaðan sigur, 24-23, á Valsmönnum í Valshöllinni í kvöld. Frábær sigur hjá baráttuglöðum Gróttumönnum. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks og var jafnt á öllum tölum. Geir Guðmundsson bar uppi sóknarleik Vals og gerði hann sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Gróttu réðu ekkert við hann en gestirnir voru aftur á móti að leika vel. Þeir stöðvuðu aðra leikmenn Vals og þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var Grótta tveimur mörkum yfir 11-9. Þeir leiddi leikinn með einu í hálfleik, 14-13. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn virkilega og voru ótrúlega ákveðnir í sínum aðgerðum sóknarlega. Lárus Helgi Ólafsson varð vel í marki gestanna og það gekk allt upp. Valsmenn aftur á móti voru að flýta sér allt of mikið og það var eins og þeir ætluðu sér að skora tvö mörk í hverri sókn. Þegar um þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var staðan orðin 19-15 fyrir Gróttu. Gestirnir voru einfaldlega betri í þessum leik. Þeir voru frábærir varnarlega og Valsmenn réðu ekkert við þá. Lárus Helgi Ólafsson var flottur í markinu hjá Gróttu og að lokum vann Grótta eins marks sigur 24-23 en sigur þeirra var ekki í hættu undir lokin. Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu með sex mörk en Geir Guðmundsson var með átta hjá Val. Grótta er því komið með 20 stig en Valsmenn með 30 stig. Gunnar: Náðum að stöðva hraðaupphlaupin þeirraGunnar Andrésson„Ég er alveg hrikalega sáttur með þennan sigur og bara hvernig liðið spilaði vel sem ein heild,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Liðheildin var ótrúlega sterk. Við fórum inn í leikinn með ákveðið plan sem við héldum allan tímann. Það var vissulega byrjað að draga aðeins að okkur þegar tíu mínútur voru eftir og ég keyrði á frekar fáum mönnum.“ Gunnar segir að það hafði því verið ótrúlega vel gert að klára leikinn. „Við vissum fyrir leik að Valur væri með hrikalega sterkt hraðaupphlaupslið. Þegar við náum að taka þau vopn úr þeirra höndum þá eigum við góðan möguleika.“ Hann segir að liðið hafi æft gríðarlega vel í landsliðspásunni og ungu strákarnir eru að koma virkilega vel inn í liðið núna eftir áramót. Óskar: Þeir voru með frumkvæðið allan leikinnÓskar Bjarni.„Grótta var bara með frumkvæðið allan leikinn og þeir voru bara betri, þannig er það núna bara,“ sagði mjög svo svekktur þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson. „Við náðum engum þéttaleika í varnarleikinn og náðum þar af leiðandi engum hraðaupphlaupum. Við náðum ekki að brjóta á þeim eða þvinga þá í erfið skot.“ Óskar segir að leikmenn Gróttu hafi bara stjórnað leiknum allan tímann. „Vörnin kom í seinni hálfleiknum en þá var bara sóknarleikurinn mjög lélegur. Lalli var síðan að verja vel hjá þeim. Það voru bara allt of fáir hjá okkur sem áttu góðan leik í dag, það var kannski Geir [Guðmundsson] í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir.“ „Hvernig liðið spilaði sem heild sóknarlega var einnig ekki nægilega gott og það var bara margt sem var að í dag.“ Olís-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Sjá meira
Grótta vann magnaðan sigur, 24-23, á Valsmönnum í Valshöllinni í kvöld. Frábær sigur hjá baráttuglöðum Gróttumönnum. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks og var jafnt á öllum tölum. Geir Guðmundsson bar uppi sóknarleik Vals og gerði hann sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Gróttu réðu ekkert við hann en gestirnir voru aftur á móti að leika vel. Þeir stöðvuðu aðra leikmenn Vals og þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var Grótta tveimur mörkum yfir 11-9. Þeir leiddi leikinn með einu í hálfleik, 14-13. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn virkilega og voru ótrúlega ákveðnir í sínum aðgerðum sóknarlega. Lárus Helgi Ólafsson varð vel í marki gestanna og það gekk allt upp. Valsmenn aftur á móti voru að flýta sér allt of mikið og það var eins og þeir ætluðu sér að skora tvö mörk í hverri sókn. Þegar um þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var staðan orðin 19-15 fyrir Gróttu. Gestirnir voru einfaldlega betri í þessum leik. Þeir voru frábærir varnarlega og Valsmenn réðu ekkert við þá. Lárus Helgi Ólafsson var flottur í markinu hjá Gróttu og að lokum vann Grótta eins marks sigur 24-23 en sigur þeirra var ekki í hættu undir lokin. Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu með sex mörk en Geir Guðmundsson var með átta hjá Val. Grótta er því komið með 20 stig en Valsmenn með 30 stig. Gunnar: Náðum að stöðva hraðaupphlaupin þeirraGunnar Andrésson„Ég er alveg hrikalega sáttur með þennan sigur og bara hvernig liðið spilaði vel sem ein heild,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Liðheildin var ótrúlega sterk. Við fórum inn í leikinn með ákveðið plan sem við héldum allan tímann. Það var vissulega byrjað að draga aðeins að okkur þegar tíu mínútur voru eftir og ég keyrði á frekar fáum mönnum.“ Gunnar segir að það hafði því verið ótrúlega vel gert að klára leikinn. „Við vissum fyrir leik að Valur væri með hrikalega sterkt hraðaupphlaupslið. Þegar við náum að taka þau vopn úr þeirra höndum þá eigum við góðan möguleika.“ Hann segir að liðið hafi æft gríðarlega vel í landsliðspásunni og ungu strákarnir eru að koma virkilega vel inn í liðið núna eftir áramót. Óskar: Þeir voru með frumkvæðið allan leikinnÓskar Bjarni.„Grótta var bara með frumkvæðið allan leikinn og þeir voru bara betri, þannig er það núna bara,“ sagði mjög svo svekktur þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson. „Við náðum engum þéttaleika í varnarleikinn og náðum þar af leiðandi engum hraðaupphlaupum. Við náðum ekki að brjóta á þeim eða þvinga þá í erfið skot.“ Óskar segir að leikmenn Gróttu hafi bara stjórnað leiknum allan tímann. „Vörnin kom í seinni hálfleiknum en þá var bara sóknarleikurinn mjög lélegur. Lalli var síðan að verja vel hjá þeim. Það voru bara allt of fáir hjá okkur sem áttu góðan leik í dag, það var kannski Geir [Guðmundsson] í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir.“ „Hvernig liðið spilaði sem heild sóknarlega var einnig ekki nægilega gott og það var bara margt sem var að í dag.“
Olís-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Sjá meira