Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 23-24 | Sjóðheitir Gróttumenn tóku Valsmenn Stefán Árni Pálsson í Valshöllinni skrifar 11. febrúar 2016 20:45 Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu. vísir/vilhelm Grótta vann magnaðan sigur, 24-23, á Valsmönnum í Valshöllinni í kvöld. Frábær sigur hjá baráttuglöðum Gróttumönnum. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks og var jafnt á öllum tölum. Geir Guðmundsson bar uppi sóknarleik Vals og gerði hann sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Gróttu réðu ekkert við hann en gestirnir voru aftur á móti að leika vel. Þeir stöðvuðu aðra leikmenn Vals og þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var Grótta tveimur mörkum yfir 11-9. Þeir leiddi leikinn með einu í hálfleik, 14-13. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn virkilega og voru ótrúlega ákveðnir í sínum aðgerðum sóknarlega. Lárus Helgi Ólafsson varð vel í marki gestanna og það gekk allt upp. Valsmenn aftur á móti voru að flýta sér allt of mikið og það var eins og þeir ætluðu sér að skora tvö mörk í hverri sókn. Þegar um þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var staðan orðin 19-15 fyrir Gróttu. Gestirnir voru einfaldlega betri í þessum leik. Þeir voru frábærir varnarlega og Valsmenn réðu ekkert við þá. Lárus Helgi Ólafsson var flottur í markinu hjá Gróttu og að lokum vann Grótta eins marks sigur 24-23 en sigur þeirra var ekki í hættu undir lokin. Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu með sex mörk en Geir Guðmundsson var með átta hjá Val. Grótta er því komið með 20 stig en Valsmenn með 30 stig. Gunnar: Náðum að stöðva hraðaupphlaupin þeirraGunnar Andrésson„Ég er alveg hrikalega sáttur með þennan sigur og bara hvernig liðið spilaði vel sem ein heild,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Liðheildin var ótrúlega sterk. Við fórum inn í leikinn með ákveðið plan sem við héldum allan tímann. Það var vissulega byrjað að draga aðeins að okkur þegar tíu mínútur voru eftir og ég keyrði á frekar fáum mönnum.“ Gunnar segir að það hafði því verið ótrúlega vel gert að klára leikinn. „Við vissum fyrir leik að Valur væri með hrikalega sterkt hraðaupphlaupslið. Þegar við náum að taka þau vopn úr þeirra höndum þá eigum við góðan möguleika.“ Hann segir að liðið hafi æft gríðarlega vel í landsliðspásunni og ungu strákarnir eru að koma virkilega vel inn í liðið núna eftir áramót. Óskar: Þeir voru með frumkvæðið allan leikinnÓskar Bjarni.„Grótta var bara með frumkvæðið allan leikinn og þeir voru bara betri, þannig er það núna bara,“ sagði mjög svo svekktur þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson. „Við náðum engum þéttaleika í varnarleikinn og náðum þar af leiðandi engum hraðaupphlaupum. Við náðum ekki að brjóta á þeim eða þvinga þá í erfið skot.“ Óskar segir að leikmenn Gróttu hafi bara stjórnað leiknum allan tímann. „Vörnin kom í seinni hálfleiknum en þá var bara sóknarleikurinn mjög lélegur. Lalli var síðan að verja vel hjá þeim. Það voru bara allt of fáir hjá okkur sem áttu góðan leik í dag, það var kannski Geir [Guðmundsson] í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir.“ „Hvernig liðið spilaði sem heild sóknarlega var einnig ekki nægilega gott og það var bara margt sem var að í dag.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Grótta vann magnaðan sigur, 24-23, á Valsmönnum í Valshöllinni í kvöld. Frábær sigur hjá baráttuglöðum Gróttumönnum. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks og var jafnt á öllum tölum. Geir Guðmundsson bar uppi sóknarleik Vals og gerði hann sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Gróttu réðu ekkert við hann en gestirnir voru aftur á móti að leika vel. Þeir stöðvuðu aðra leikmenn Vals og þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var Grótta tveimur mörkum yfir 11-9. Þeir leiddi leikinn með einu í hálfleik, 14-13. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn virkilega og voru ótrúlega ákveðnir í sínum aðgerðum sóknarlega. Lárus Helgi Ólafsson varð vel í marki gestanna og það gekk allt upp. Valsmenn aftur á móti voru að flýta sér allt of mikið og það var eins og þeir ætluðu sér að skora tvö mörk í hverri sókn. Þegar um þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var staðan orðin 19-15 fyrir Gróttu. Gestirnir voru einfaldlega betri í þessum leik. Þeir voru frábærir varnarlega og Valsmenn réðu ekkert við þá. Lárus Helgi Ólafsson var flottur í markinu hjá Gróttu og að lokum vann Grótta eins marks sigur 24-23 en sigur þeirra var ekki í hættu undir lokin. Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu með sex mörk en Geir Guðmundsson var með átta hjá Val. Grótta er því komið með 20 stig en Valsmenn með 30 stig. Gunnar: Náðum að stöðva hraðaupphlaupin þeirraGunnar Andrésson„Ég er alveg hrikalega sáttur með þennan sigur og bara hvernig liðið spilaði vel sem ein heild,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Liðheildin var ótrúlega sterk. Við fórum inn í leikinn með ákveðið plan sem við héldum allan tímann. Það var vissulega byrjað að draga aðeins að okkur þegar tíu mínútur voru eftir og ég keyrði á frekar fáum mönnum.“ Gunnar segir að það hafði því verið ótrúlega vel gert að klára leikinn. „Við vissum fyrir leik að Valur væri með hrikalega sterkt hraðaupphlaupslið. Þegar við náum að taka þau vopn úr þeirra höndum þá eigum við góðan möguleika.“ Hann segir að liðið hafi æft gríðarlega vel í landsliðspásunni og ungu strákarnir eru að koma virkilega vel inn í liðið núna eftir áramót. Óskar: Þeir voru með frumkvæðið allan leikinnÓskar Bjarni.„Grótta var bara með frumkvæðið allan leikinn og þeir voru bara betri, þannig er það núna bara,“ sagði mjög svo svekktur þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson. „Við náðum engum þéttaleika í varnarleikinn og náðum þar af leiðandi engum hraðaupphlaupum. Við náðum ekki að brjóta á þeim eða þvinga þá í erfið skot.“ Óskar segir að leikmenn Gróttu hafi bara stjórnað leiknum allan tímann. „Vörnin kom í seinni hálfleiknum en þá var bara sóknarleikurinn mjög lélegur. Lalli var síðan að verja vel hjá þeim. Það voru bara allt of fáir hjá okkur sem áttu góðan leik í dag, það var kannski Geir [Guðmundsson] í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir.“ „Hvernig liðið spilaði sem heild sóknarlega var einnig ekki nægilega gott og það var bara margt sem var að í dag.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira