Zika-veiran: „Höfum fleiri spurningar en svör“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 15:27 Brasilískar mæður með börn sín sem fæðst hafa með dverghöfuð. vísir/getty „Zika-veiran er ný fyrir okkur og við höfum fleiri spurningar en svör akkúrat núna. Þá er hópur vísindamanna við rannsóknir í Brasilíu sem eru að reyna að skilja allt sem þeir geta í tengslum við þennan sjúkdóm. Við vissum að zika-veiran væri til en enginn hafði fengist við hana þar sem hennar hefur hingað til aðeins gætt í Afríku.“ Þetta segir Margareth Capurro, prófessor við háskólann í Sao Paolo í Brasilíu, í samtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera en ítarlega er fjallað um veiruna í þættinum Talk to Al Jazeera á vef stöðvarinnar í dag. Zika-veiran hefur breiðst út um heiminn síðustu vikur en í Brasilíu er verið að kanna hvort að tengsl séu á milli veirunnar og fæðingargalla sem kallast dverghöfuð. Mun fleiri börn með dverghöfuð hafa fæðst undanfarið í Brasilíu en venja er en veiran berst með moskítóflugum. Þungaðar konur hafa því verið varaðar við því að ferðast til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst út um álfuna. Dverghöfuð, sem er ólæknandi, veldur því að heili barna þroskast ekki sem skyldi og hefur því áhrif á þroska þeirra og heilsu. Mörg barnanna sem fæðst hafa með dverghöfuð í Brasilíu koma úr fátækum fjölskyldum sem eiga erfitt með að kaupa nauðsynleg lyf. Ríkisstjórnin hefur lofað að aðstoða fjölskyldurnar fjárhagslega en betur má ef duga skal. „Lyfin eru dýr og ríkisstjórnin er ekki að gera neitt. Dóttir mín þarf að taka mörg lyf svo ég hef hætt að borga reikningana til að hafa efni á þeim,“ segir Nadja Bezeera, móðir stúlku með dverghöfuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna zika-veirunnar. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar tilbærum yfirvöldum. Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
„Zika-veiran er ný fyrir okkur og við höfum fleiri spurningar en svör akkúrat núna. Þá er hópur vísindamanna við rannsóknir í Brasilíu sem eru að reyna að skilja allt sem þeir geta í tengslum við þennan sjúkdóm. Við vissum að zika-veiran væri til en enginn hafði fengist við hana þar sem hennar hefur hingað til aðeins gætt í Afríku.“ Þetta segir Margareth Capurro, prófessor við háskólann í Sao Paolo í Brasilíu, í samtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera en ítarlega er fjallað um veiruna í þættinum Talk to Al Jazeera á vef stöðvarinnar í dag. Zika-veiran hefur breiðst út um heiminn síðustu vikur en í Brasilíu er verið að kanna hvort að tengsl séu á milli veirunnar og fæðingargalla sem kallast dverghöfuð. Mun fleiri börn með dverghöfuð hafa fæðst undanfarið í Brasilíu en venja er en veiran berst með moskítóflugum. Þungaðar konur hafa því verið varaðar við því að ferðast til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst út um álfuna. Dverghöfuð, sem er ólæknandi, veldur því að heili barna þroskast ekki sem skyldi og hefur því áhrif á þroska þeirra og heilsu. Mörg barnanna sem fæðst hafa með dverghöfuð í Brasilíu koma úr fátækum fjölskyldum sem eiga erfitt með að kaupa nauðsynleg lyf. Ríkisstjórnin hefur lofað að aðstoða fjölskyldurnar fjárhagslega en betur má ef duga skal. „Lyfin eru dýr og ríkisstjórnin er ekki að gera neitt. Dóttir mín þarf að taka mörg lyf svo ég hef hætt að borga reikningana til að hafa efni á þeim,“ segir Nadja Bezeera, móðir stúlku með dverghöfuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna zika-veirunnar. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar tilbærum yfirvöldum.
Zíka Tengdar fréttir Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16 Þrjú dauðsföll rakin til Zika-veirunnar Fyrstu dauðsföllin tengd veirunni. 5. febrúar 2016 21:32 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Á fjórða þúsund þungaðar konur með Zika Ekkert lát virðist á útbreiðslu Zika-veirunnar. 6. febrúar 2016 23:16
Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15
Hvað er Zika? Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna Zika-veirunnar. En hvað er Zika og hvaða afleiðingar getur hún haft? 4. febrúar 2016 10:00