Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2016 10:13 Meirihluti spurðra er jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að næsti forseti verði dr. Baldur Þórhallsson með Felix Bergsson sér við hlið. Vísir hefur undir höndum niðurstöðu Gallup-könnunar þar sem spurt er: „Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart því að dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði verði næsti forseti Íslands og setjist ásamt maka sínum Felix Bergssyni á Bessastaði?“ Niðurstaðan liggur fyrir og í ljós kemur að liðlegur meirihluti, eða 51,4 prósent, lýsir sig jákvæðan gagnvart þeirri hugmynd. Sé könnunin greind frekar kemur í ljós að meðal þeirra sem afstöðu tóku eru 17,1 prósent svarenda eru mjög jákvæðir, 34,4 prósent frekar jákvæðir, 20,6 prósent eru frekar neikvæðir og mjög neikvæðir eru 27,9 prósent. Úrtak taldi 1438, þeir sem ekki svöruðu voru 579, fjöldi svarenda eru 859 sem þýðir að þátttökuhlutfall eru rétt tæp 60 prósent.Skjáskot úr könnuninni.Samkvæmt heimildum Vísis hefur Baldur ekki gert upp hug sinn enn. Víst má telja að niðurstöður þessarar könnunar verði til þess að hann hugleiði framboð af meiri alvöru nú en verið hefur. Samkvæmt þessum tölum má heita víst að framboð hans yrði umdeilt. Baldur hefur verið í framboði fyrir Samfylkinguna og er ekki í hávegum hafður meðal til að mynda flokkshollra Sjálfstæðismanna. Nokkra athygli vekur að rétt rúm 30 prósent þeirra sem spurðir voru vita ekki eða vissu hver dr. Baldur Þórhallsson er. Í forsetaframboði skiptir maki frambjóðanda máli, það hefur sýnt sig í tilfelli Ólafs Ragnars Grímssonar, en hann hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi haft við hlið sér í forsetakosningum vinsæla maka, sem hafa skipt sköpum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er vinsæll sjónvarpsmaður og leikari og telja má víst að hann muni reynast eiginmanni sínum stoð og stytta, ákveði Baldur að fara fram. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Vísir hefur undir höndum niðurstöðu Gallup-könnunar þar sem spurt er: „Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart því að dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði verði næsti forseti Íslands og setjist ásamt maka sínum Felix Bergssyni á Bessastaði?“ Niðurstaðan liggur fyrir og í ljós kemur að liðlegur meirihluti, eða 51,4 prósent, lýsir sig jákvæðan gagnvart þeirri hugmynd. Sé könnunin greind frekar kemur í ljós að meðal þeirra sem afstöðu tóku eru 17,1 prósent svarenda eru mjög jákvæðir, 34,4 prósent frekar jákvæðir, 20,6 prósent eru frekar neikvæðir og mjög neikvæðir eru 27,9 prósent. Úrtak taldi 1438, þeir sem ekki svöruðu voru 579, fjöldi svarenda eru 859 sem þýðir að þátttökuhlutfall eru rétt tæp 60 prósent.Skjáskot úr könnuninni.Samkvæmt heimildum Vísis hefur Baldur ekki gert upp hug sinn enn. Víst má telja að niðurstöður þessarar könnunar verði til þess að hann hugleiði framboð af meiri alvöru nú en verið hefur. Samkvæmt þessum tölum má heita víst að framboð hans yrði umdeilt. Baldur hefur verið í framboði fyrir Samfylkinguna og er ekki í hávegum hafður meðal til að mynda flokkshollra Sjálfstæðismanna. Nokkra athygli vekur að rétt rúm 30 prósent þeirra sem spurðir voru vita ekki eða vissu hver dr. Baldur Þórhallsson er. Í forsetaframboði skiptir maki frambjóðanda máli, það hefur sýnt sig í tilfelli Ólafs Ragnars Grímssonar, en hann hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi haft við hlið sér í forsetakosningum vinsæla maka, sem hafa skipt sköpum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er vinsæll sjónvarpsmaður og leikari og telja má víst að hann muni reynast eiginmanni sínum stoð og stytta, ákveði Baldur að fara fram.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira