Heilmikil árstíðabundin sveifla á hæð Hvannadalshnjúks Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 11:24 Hvannadalshnjúkur er 2.109,6 metrar á hæð samkvæmt opinberum mælingum. Vísir Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur landsins, var síðast mældur árið 2011 og var þá í samræmi við mælinguna örlagaríku árið 2005 þar sem í ljós kom að hann var níu metrum lægri en áður var talið. Fjallað er um ferð leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar leiðsögumanns upp á Hvannadalshnjúk síðastliðinn sunnudag í Morgunblaðinu í dag en um var að ræða 281. ferð hans á tindinn. Einar segist í samtali við Morgunblaðið telja að tindurinn hafi náð sinni fyrri hæð, 2.119 metrum, og tilefni sé til að mæla tindinn upp á nýtt. Síðast mæling hafi verið gerð eftir mikið hlýindaskeið og í lok sumars. Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð.Vísir/Teitur Tindurinn „lækkaði“ um 9 metra árið 2005 Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð. Haft var eftir Magnúsi Guðmundssyni við það tilefni árið 2005 að stefnt yrði að því að mæla hnjúkinn ítarlega á tíu ára fresti. Vísir setti sig í samband við Landmælingar Íslands sem sagði að vissulega hefði verið talað um að mæla tindinn á tíu ára fresti á sínum tíma en það kostaði sitt og væri mikið fyrirtæki. Tímarnir hefðu breyst og það þyrfti að forgangsraða. Síðast þegar hæð hnjúksins var mæld með leysigeisla var í júlí árið 2010 og þá var hún í samræmi við mælinguna árið 2005. Grunnstöðvakerfi Íslands mælt í sumar kki hefur verið rætt innan landmælinga að ráðast í ítarlega mælingu á Hvannadalshnjúk á næstunni. Í sumar ætla Landmælingar að ráðast í mælingar á öllu grunnstöðvakerfi Íslands því landið er að reka í sundur. Er slík mæling gerð á um tíu árar fresti til að fylgjast með landreki og hæðarbreytingum á landinu. Um er að ræða landrek um sentímetra í hvora áttina á ári og ris og sig um tvo sentímetra á ári. Ef til mælinga kæmi á hæð Hvannadalshnjúkar yrði það væntanlega gert í sumar. Árstíðasveifla á hæð Hvannadalshnjúkar Hjá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að heilmikil árstíðasveifla sé á hæð Hvannadalshnjúkar. Á veturna hleður snjó ofan á hnúkinn. Hann þjappast svo saman og bráðnar og lækkar þannig að hæðin getur verið breytileg um marga metra. Veðurstofan segir að ekki hafi verið unnið úr gögnum vegna hæðar tindsins síðan 2011 en hins vegar er Veðurstofan komin með nýjar gervihnattamælingar frá árunum 2012 og 2013 þannig að væntanleg er ný tala. Hornafjörður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur landsins, var síðast mældur árið 2011 og var þá í samræmi við mælinguna örlagaríku árið 2005 þar sem í ljós kom að hann var níu metrum lægri en áður var talið. Fjallað er um ferð leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar leiðsögumanns upp á Hvannadalshnjúk síðastliðinn sunnudag í Morgunblaðinu í dag en um var að ræða 281. ferð hans á tindinn. Einar segist í samtali við Morgunblaðið telja að tindurinn hafi náð sinni fyrri hæð, 2.119 metrum, og tilefni sé til að mæla tindinn upp á nýtt. Síðast mæling hafi verið gerð eftir mikið hlýindaskeið og í lok sumars. Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð.Vísir/Teitur Tindurinn „lækkaði“ um 9 metra árið 2005 Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð. Haft var eftir Magnúsi Guðmundssyni við það tilefni árið 2005 að stefnt yrði að því að mæla hnjúkinn ítarlega á tíu ára fresti. Vísir setti sig í samband við Landmælingar Íslands sem sagði að vissulega hefði verið talað um að mæla tindinn á tíu ára fresti á sínum tíma en það kostaði sitt og væri mikið fyrirtæki. Tímarnir hefðu breyst og það þyrfti að forgangsraða. Síðast þegar hæð hnjúksins var mæld með leysigeisla var í júlí árið 2010 og þá var hún í samræmi við mælinguna árið 2005. Grunnstöðvakerfi Íslands mælt í sumar kki hefur verið rætt innan landmælinga að ráðast í ítarlega mælingu á Hvannadalshnjúk á næstunni. Í sumar ætla Landmælingar að ráðast í mælingar á öllu grunnstöðvakerfi Íslands því landið er að reka í sundur. Er slík mæling gerð á um tíu árar fresti til að fylgjast með landreki og hæðarbreytingum á landinu. Um er að ræða landrek um sentímetra í hvora áttina á ári og ris og sig um tvo sentímetra á ári. Ef til mælinga kæmi á hæð Hvannadalshnjúkar yrði það væntanlega gert í sumar. Árstíðasveifla á hæð Hvannadalshnjúkar Hjá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að heilmikil árstíðasveifla sé á hæð Hvannadalshnjúkar. Á veturna hleður snjó ofan á hnúkinn. Hann þjappast svo saman og bráðnar og lækkar þannig að hæðin getur verið breytileg um marga metra. Veðurstofan segir að ekki hafi verið unnið úr gögnum vegna hæðar tindsins síðan 2011 en hins vegar er Veðurstofan komin með nýjar gervihnattamælingar frá árunum 2012 og 2013 þannig að væntanleg er ný tala.
Hornafjörður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira