"Af hverju eru öll liðin á eftir mér ef ég er til svona mikilla vandræða?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2016 18:30 Gary Martin er kominn í Víking. vísir/ernir Gary Martin, sem skipti úr KR í Víking í gær, ræddi vistaskiptin úr Vesturbænum yfir í Fossvoginn í Akraborginni í dag. Martin byrjaði að spila með ÍA þegar hann kom fyrst til landsins 2010, en hann skipti frá Skaganum til KR á miðju sumri 2012 þegar bæði lið voru í Pepsi-deildinni. Enski framherjinn var gagnrýndur á þeim tíma fyrir að tala sig af Skaganum og hefur fengið þann stimpil að hann sé vandræðagemsi.Sjá einnig:Martin þakkar stuðningsmönnum KR fyrir allt saman „Ég vildi alltaf komast í stærra lið en ÍA með fullri virðingu. KR og FH eru stærri lið en ÍA og því var það mjög eðlilegt að fara í KR þegar það bauðst,“ sagði Gary Martin. „Fólk getur sagt að ég sé til vandræða en hvað gerði ég undir stjórn Rúnars Kristinssonar? Ég skoraði 30 mörk í 60 leikjum, vann deildina, bikarinn tvisvar og fékk bæði brons- og gullskó.“ „Síðan kemur Bjarni inn, ég spila ekkert og liðið vinnur ekki. Ég er ekki að segja að ég hefði unnið deildina fyrir KR en ég hefði hjálpað til. Ég sýndi það þegar ég spilaði á móti FH í sumar,“ sagði hann. Martin vísar því algjörlega til föðurhúsanna að hann sé einhver vandræðagemsi. „Fólk getur sagt að ég sé vandræðagemsi en ég er það ekki. Ég spilaði vel undir stjórn Rúnars og þá voru engin vandmál. Þá var ég aldrei í fjölmiðlum,“ sagði Martin.Sjá einnig:Milos: Því fylgir ábyrgð að fá mann eins og Gary Martin „Sumir líta á mig sem vandræðagemsa því ég leysi ekki úr vandamálunum á réttan hátt eða eins og til er ætlast. Þannig er ég bara. Ég er frá Englandi og hef öðruvísi bakgrunn. Ég geri hlutina öðruvísi.“ „Ég skil ekki þetta tal um að ég sé til vandræða. Af hverju eru öll liðin á eftir mér ef ég er til svona mikilla vandræða?“ sagði Gary Martin. Hlusta má á allt viðtalið hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Því fylgir ábyrgð að fá mann eins og Gary Martin Þjálfari Víkings fagnar þeirri pressu sem fylgir að fá framherja úr KR og markvörð frá FH. 15. febrúar 2016 21:23 Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50 Martin þakkar stuðningsmönnum KR fyrir allt saman Framherjinn mætir sínu gamla félagi KR í fyrsta leik Íslandsmótsins í sumar. 15. febrúar 2016 22:30 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Gary Martin, sem skipti úr KR í Víking í gær, ræddi vistaskiptin úr Vesturbænum yfir í Fossvoginn í Akraborginni í dag. Martin byrjaði að spila með ÍA þegar hann kom fyrst til landsins 2010, en hann skipti frá Skaganum til KR á miðju sumri 2012 þegar bæði lið voru í Pepsi-deildinni. Enski framherjinn var gagnrýndur á þeim tíma fyrir að tala sig af Skaganum og hefur fengið þann stimpil að hann sé vandræðagemsi.Sjá einnig:Martin þakkar stuðningsmönnum KR fyrir allt saman „Ég vildi alltaf komast í stærra lið en ÍA með fullri virðingu. KR og FH eru stærri lið en ÍA og því var það mjög eðlilegt að fara í KR þegar það bauðst,“ sagði Gary Martin. „Fólk getur sagt að ég sé til vandræða en hvað gerði ég undir stjórn Rúnars Kristinssonar? Ég skoraði 30 mörk í 60 leikjum, vann deildina, bikarinn tvisvar og fékk bæði brons- og gullskó.“ „Síðan kemur Bjarni inn, ég spila ekkert og liðið vinnur ekki. Ég er ekki að segja að ég hefði unnið deildina fyrir KR en ég hefði hjálpað til. Ég sýndi það þegar ég spilaði á móti FH í sumar,“ sagði hann. Martin vísar því algjörlega til föðurhúsanna að hann sé einhver vandræðagemsi. „Fólk getur sagt að ég sé vandræðagemsi en ég er það ekki. Ég spilaði vel undir stjórn Rúnars og þá voru engin vandmál. Þá var ég aldrei í fjölmiðlum,“ sagði Martin.Sjá einnig:Milos: Því fylgir ábyrgð að fá mann eins og Gary Martin „Sumir líta á mig sem vandræðagemsa því ég leysi ekki úr vandamálunum á réttan hátt eða eins og til er ætlast. Þannig er ég bara. Ég er frá Englandi og hef öðruvísi bakgrunn. Ég geri hlutina öðruvísi.“ „Ég skil ekki þetta tal um að ég sé til vandræða. Af hverju eru öll liðin á eftir mér ef ég er til svona mikilla vandræða?“ sagði Gary Martin. Hlusta má á allt viðtalið hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Því fylgir ábyrgð að fá mann eins og Gary Martin Þjálfari Víkings fagnar þeirri pressu sem fylgir að fá framherja úr KR og markvörð frá FH. 15. febrúar 2016 21:23 Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50 Martin þakkar stuðningsmönnum KR fyrir allt saman Framherjinn mætir sínu gamla félagi KR í fyrsta leik Íslandsmótsins í sumar. 15. febrúar 2016 22:30 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Milos: Því fylgir ábyrgð að fá mann eins og Gary Martin Þjálfari Víkings fagnar þeirri pressu sem fylgir að fá framherja úr KR og markvörð frá FH. 15. febrúar 2016 21:23
Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34
Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50
Martin þakkar stuðningsmönnum KR fyrir allt saman Framherjinn mætir sínu gamla félagi KR í fyrsta leik Íslandsmótsins í sumar. 15. febrúar 2016 22:30