Fótbolti

Gent lenti 3-0 undir en hélt einvíginu á lífi | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wolfsburg fagnar fyrra marki Julian Draxler.
Wolfsburg fagnar fyrra marki Julian Draxler. vísir/getty
Þýska liðið Wolfsburg vann Gent frá Belgíu, 3-2, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Þap fer því heim með eins marks forskot fyrir seinni leikinn á heimavelli auk þess sem liðið skoraði þrjú mörk á útivelli.

Julian Draxler kom Wolfsburg í 1-0 á 44. mínútu og jók forskotið í tvö mörk með öðru marki sínu á 54. mínútu.

Max Kruse bætti við þriðja marki gestanna frá Wolfsburg á 60. mínútu áður en Sven Kums klóraði í bakkann fyrir Gent á 80. mínútu leiksins, 3-1.

Kalifa Coulibaly minnkaði muninn í eitt mark fyrir Gent, 3-2, með marki á 89. mínútu og hélt þannig einvíginu á lífi fyrir seinni leikinn í Þýskalandi.

Bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn fær sex milljónir evra í verðlaunafé fyrir að komast áfram.

Mörkin úr leiknum:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×