Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2016 15:22 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, upplýsti Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara um að lögreglumenn væru ósáttir við að Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, kæmi að rannsókn á lögreglufulltrúa sem grunaður er um óeðlileg samskipti við aðila innan fíkniefnaheimsins. Eftir að hafa komið að rannsókninni, sem hófst þann 11. janúar, í tæpar þrjár vikur vék Grímur frá rannsókninni. Ólafur Þór segir í samtali við Vísi að það hafi verið að frumkvæði Gríms. Hann virðist þó ekki hafa talið sig óhæfan til að fara fyrir rannsókninni til að byrja með þrátt fyrir nána og áralanga vináttu við báða fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans sem þykja að margra mati hafa brugðist óeðlilega við ásökunum á hendur fulltrúanum í gegnum árin.Sendi tvo tölvupóstaRÚV greinir frá því að Sigríður Björk hafi sent héraðssaksóknara tvo tölvupósta sem snúið hafi að vanhæfi Gríms í rannsókninni. Titringur væri á lögreglustöðinni og öðrum tölvupóstinum fylgdu athugasemdir lögreglumanns sem hafði verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Fleiri ábendingar bárust héraðssaksóknara um að óeðlilegt þætti að Grímur kæmi að rannsókninni samkvæmt heimildum RÚV. Grímur var yfirmaður rannsóknarinnar, sem yfirmaður þeirrar deildar sem rannsóknin heyrði undir, og steig einnig inn í yfirheyrslur í fjarveru annars tveggja rannsakenda. Þótti sumum sem voru yfirheyrðir sem spurningar Gríms væru óeðlilegar og tengdu við nána vináttu hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Lögreglufulltrúinn sem til rannsóknar er var nánasti undirmaður Karls Steinars, á árunum 2007-2014 sem Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar, og svo Aldísar sem tók við deildinni af Karli Steinari og stýrði þar til hún var tímabundið flutt til í starfi í janúar. Fullyrti að ásakanir hefðu verið rannsakaðar Hvorki Aldís né Karl Steinar hafa stöðu sakbornings í málinu en lögreglumenn sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku telja þau ekki hafa staðið í stykkinu sem yfirmenn þegar kom að málefnum lögreglufulltrúans. Bæði þykja að margra mati hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum sem ná mörg ár aftur í tímann. Þannig fullyrti Karl Steinar eitt sinn á fundi með starfsmönnum fíkniefnadeildar að ásakanir á hendur fulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Aldís hreyfði við miklum mótmælum þegar fulltrúinn var færður úr deildinni á síðasta ári. Þá hafði meirihluti fíkniefnadeildar gert alvarlegar athugasemdir við störf fulltrúans og farið með þær til ríkislögreglustjóra. Gengu þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að fara með málið til hennar. Þá fengu þeir engin viðbrögð við athugasemdunum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni. Ekki náðist í Sigríði Björk við vinnslu fréttarinnar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, upplýsti Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara um að lögreglumenn væru ósáttir við að Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, kæmi að rannsókn á lögreglufulltrúa sem grunaður er um óeðlileg samskipti við aðila innan fíkniefnaheimsins. Eftir að hafa komið að rannsókninni, sem hófst þann 11. janúar, í tæpar þrjár vikur vék Grímur frá rannsókninni. Ólafur Þór segir í samtali við Vísi að það hafi verið að frumkvæði Gríms. Hann virðist þó ekki hafa talið sig óhæfan til að fara fyrir rannsókninni til að byrja með þrátt fyrir nána og áralanga vináttu við báða fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans sem þykja að margra mati hafa brugðist óeðlilega við ásökunum á hendur fulltrúanum í gegnum árin.Sendi tvo tölvupóstaRÚV greinir frá því að Sigríður Björk hafi sent héraðssaksóknara tvo tölvupósta sem snúið hafi að vanhæfi Gríms í rannsókninni. Titringur væri á lögreglustöðinni og öðrum tölvupóstinum fylgdu athugasemdir lögreglumanns sem hafði verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Fleiri ábendingar bárust héraðssaksóknara um að óeðlilegt þætti að Grímur kæmi að rannsókninni samkvæmt heimildum RÚV. Grímur var yfirmaður rannsóknarinnar, sem yfirmaður þeirrar deildar sem rannsóknin heyrði undir, og steig einnig inn í yfirheyrslur í fjarveru annars tveggja rannsakenda. Þótti sumum sem voru yfirheyrðir sem spurningar Gríms væru óeðlilegar og tengdu við nána vináttu hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Lögreglufulltrúinn sem til rannsóknar er var nánasti undirmaður Karls Steinars, á árunum 2007-2014 sem Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar, og svo Aldísar sem tók við deildinni af Karli Steinari og stýrði þar til hún var tímabundið flutt til í starfi í janúar. Fullyrti að ásakanir hefðu verið rannsakaðar Hvorki Aldís né Karl Steinar hafa stöðu sakbornings í málinu en lögreglumenn sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku telja þau ekki hafa staðið í stykkinu sem yfirmenn þegar kom að málefnum lögreglufulltrúans. Bæði þykja að margra mati hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum sem ná mörg ár aftur í tímann. Þannig fullyrti Karl Steinar eitt sinn á fundi með starfsmönnum fíkniefnadeildar að ásakanir á hendur fulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Aldís hreyfði við miklum mótmælum þegar fulltrúinn var færður úr deildinni á síðasta ári. Þá hafði meirihluti fíkniefnadeildar gert alvarlegar athugasemdir við störf fulltrúans og farið með þær til ríkislögreglustjóra. Gengu þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að fara með málið til hennar. Þá fengu þeir engin viðbrögð við athugasemdunum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni. Ekki náðist í Sigríði Björk við vinnslu fréttarinnar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30
Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30