Eignir ríkisins að grotna niður og samfélagið að versna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2016 19:49 Eignir samfélagsins eru að rýrna og þar með er samfélagið að versna með lélegum vegum og mygluðum húsum að mati þingmanns Bjartrar framtíðar. Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að auka fjárfestingu í innviðum samfélagsins en þar sé svigrúm ríkisins því miður ekki mikið. Ein af afleiðingunum af hruni efnahagslífsins var að mikið var skorið niður til innviða samfélagsins, eins og vegagerðar og viðhalds á opinberum byggingum. Nú er svo komið að margir óttast að innviðirnir séu í raun farnir að fúna. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræðu við fjármálaráðherra um þessi mál á Alþingi í dag. Hann sagðist hafa búist við að gefið yrði í við uppbyggingu innviða samfélagsins nú þegar efnahagslífið hefði rétt úr kútnum. Opinber fjárfesting hefði dregist saman um 47 prósent frá árinu 2008. „Og við erum einfaldlega að verða vitni að þessu. Vegir eru að versna og það þarf uppbyggingu. Þetta er farið að ógna öryggi ferðamanna og bara tímaspursmál hvenær stórslys verða. Okkur hefur líka orðið tíðrætt um heilbrigðiskerfið. Þetta blasir við þar. Þar eru húsin einfaldlega að mygla,“ sagði Guðmundur. „Þetta er auðvitað birtingarmynd af því að eignir okkar, eignir samfélagsins, opinberar eignir eru að rýrna. Það þýðir að samfélagið í raun og veru bara versnar,“ segir Guðmundur. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið Guðmundar eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sagði vegakerfið þurfa á uppbyggingu og efla þyrfti löggæslu og álagið á heilbrigðiskerfið hefði aukist vegna fjölgunar ferðamanna. „Ef stjórnvöld draga lappirnar í innviða uppbyggingu þá er ferðaþjónustan og uppbygging í henni í hættu. Svo ekki sé talað um öryggi manna og heilsu,“ sagði Oddný.Svigrúm til opinberra framkvæmda lítið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að menn hefðu viljað hlífa almannatryggingakerfinu á fyrstu árunum eftir hrun en skorið þeim mun meira niður í framkvæmdum. Hann kannaðist við nauðsynleg verkefni og taldi fjölmörg þeirra upp. Hins vegar væri svigrúm ríkissjóðs til framkvæmda ekki mikið þótt það myndi lagast þegar stórum verkefnum lyki á næstunni sem opnaði möguleika á framkvæmdum upp á fimm til fimmtán milljarða. Hvert prósent af landsframleiðslu kostaði ríkissjóð hins vegar um 23 milljarða á ári. „Er svigrúm fyrir þetta? Það sem opinberar tölur eru að segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stórauknar opinberar framkvæmdir. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði Bjarni. Mikil aukning framkvæmda hjá einkaaðilum þrengdi að möguleikum ríkisins. Atvinnuleysi væri nánast horfið og hætta á þenslu. Aftur á móti nefndi Bjarni fjárfestingar eins og kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem ekki myndu auka þensluna. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman seglin í rekstri ríkisins. En ég sé nú ekki mikla samstöðu um það hér á þinginu að fara að draga mjög saman reksturinn þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Eignir samfélagsins eru að rýrna og þar með er samfélagið að versna með lélegum vegum og mygluðum húsum að mati þingmanns Bjartrar framtíðar. Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að auka fjárfestingu í innviðum samfélagsins en þar sé svigrúm ríkisins því miður ekki mikið. Ein af afleiðingunum af hruni efnahagslífsins var að mikið var skorið niður til innviða samfélagsins, eins og vegagerðar og viðhalds á opinberum byggingum. Nú er svo komið að margir óttast að innviðirnir séu í raun farnir að fúna. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræðu við fjármálaráðherra um þessi mál á Alþingi í dag. Hann sagðist hafa búist við að gefið yrði í við uppbyggingu innviða samfélagsins nú þegar efnahagslífið hefði rétt úr kútnum. Opinber fjárfesting hefði dregist saman um 47 prósent frá árinu 2008. „Og við erum einfaldlega að verða vitni að þessu. Vegir eru að versna og það þarf uppbyggingu. Þetta er farið að ógna öryggi ferðamanna og bara tímaspursmál hvenær stórslys verða. Okkur hefur líka orðið tíðrætt um heilbrigðiskerfið. Þetta blasir við þar. Þar eru húsin einfaldlega að mygla,“ sagði Guðmundur. „Þetta er auðvitað birtingarmynd af því að eignir okkar, eignir samfélagsins, opinberar eignir eru að rýrna. Það þýðir að samfélagið í raun og veru bara versnar,“ segir Guðmundur. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið Guðmundar eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sagði vegakerfið þurfa á uppbyggingu og efla þyrfti löggæslu og álagið á heilbrigðiskerfið hefði aukist vegna fjölgunar ferðamanna. „Ef stjórnvöld draga lappirnar í innviða uppbyggingu þá er ferðaþjónustan og uppbygging í henni í hættu. Svo ekki sé talað um öryggi manna og heilsu,“ sagði Oddný.Svigrúm til opinberra framkvæmda lítið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að menn hefðu viljað hlífa almannatryggingakerfinu á fyrstu árunum eftir hrun en skorið þeim mun meira niður í framkvæmdum. Hann kannaðist við nauðsynleg verkefni og taldi fjölmörg þeirra upp. Hins vegar væri svigrúm ríkissjóðs til framkvæmda ekki mikið þótt það myndi lagast þegar stórum verkefnum lyki á næstunni sem opnaði möguleika á framkvæmdum upp á fimm til fimmtán milljarða. Hvert prósent af landsframleiðslu kostaði ríkissjóð hins vegar um 23 milljarða á ári. „Er svigrúm fyrir þetta? Það sem opinberar tölur eru að segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stórauknar opinberar framkvæmdir. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði Bjarni. Mikil aukning framkvæmda hjá einkaaðilum þrengdi að möguleikum ríkisins. Atvinnuleysi væri nánast horfið og hætta á þenslu. Aftur á móti nefndi Bjarni fjárfestingar eins og kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem ekki myndu auka þensluna. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman seglin í rekstri ríkisins. En ég sé nú ekki mikla samstöðu um það hér á þinginu að fara að draga mjög saman reksturinn þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira