Lífið

Á þriðja þúsund manns stigu trylltan dans í Hörpunni - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Æðisleg stemning.
Æðisleg stemning. vísir/pjetur
Á þriðja þúsund manns mættu í Hörpuna í hádeginu í dag og tóku þátt í dansbyltingunni Milljarður Rís. Hátíðin er vegum UN Women á Ísland og Sónar Reykjavík og var hún í beinn útsendingu á Vísi.

Stemningin var rafmögnuð og dansaði lýðurinn eins og enginn væri morgundagurinn. Mörg þúsund manns stigu trylltan dans um land allt í hádeginu en Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið og náði þessum frábæru myndum sem sjá má hér að ofan.

Þarna mótmæltu allir ofbeldi gegn konum um allan heim. Um er að ræða alheimsdansbyltinguna Milljarður Rís. Hér að neðan má sjá Instagram-myndir og tíst þar sem kassamerkið #fokkofbeldi var notað.

Hér að neðan má fylgjast með umræðunni á Twitter
Hér að neðan má sjá nýjan myndir sem koma inn á Instagram undir kassamerkinu #fokkofbeldi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×