Orka og geta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Það er gríðarlega mikilvægt að styrkja innviði heilbrigðiskerfis, menntakerfis og félagslega kerfisins til þess að sporna við fjölgun [öryrkja],“ sagði Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi. Þar ræddi hún um fjölgun öryrkja, en nýlega var sagt frá því að öryrkjum hefði fjölgað um 29 prósent frá árinu 2005. Ellen sagði fjölgunina náttúrulega, í takti við fólksfjölgun. Það væri hins vegar hvorki hagur Öryrkjabandalagsins né samfélagsins að öryrkjum fjölgaði sérstaklega. „Það er forgangsröðun fjármuna sem veldur fjölgun örorkulífeyrisþega.“ Þeim hefur sem sagt fjölgað verulega sem hafa skerta starfsorku og þurfa því að reiða sig á framfærslu ríkisins. Það er miður, ekki aðeins fyrir samfélagið heldur fyrst og fremst fyrir einstaklingana sjálfa. Flestir vilja vera virkir þátttakendur í samfélaginu og félagsleg áhrif þess að vera útilokaður frá vinnumarkaði eru gríðarleg. Ellen segir í viðtalinu að kerfið sé vinnuletjandi, vinnumarkaðurinn ekki nægilega sveigjanlegur, kjaraskerðingar of miklar og öryrkjum séu sett mörk á öllum mögulegum stöðum. Niðurstöðu nefndar sem unnið hefur að heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins, sem sett var á laggirnar af Pétri heitnum Blöndal, þáverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, er beðið með eftirvæntingu. Vinna nefndarinnar miðaði að því að horfið yrði frá kerfi örorkumats og tekið upp starfsgetumat í staðinn. Vonast var til að nefndin myndi skila af sér niðurstöðum sínum fyrir áramót en svo varð ekki. Nýr formaður nefndarinnar, Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir tillögurnar muni gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum auðveldara að starfa. Ellilífeyrisþegar verði þá virkir lengur á vinnumarkaði og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna. „Það þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið að veruleika,“ segir Þorsteinn. Ríki, sveitarfélög og almennur vinnumarkaður þurfi til að mynda að bjóða þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf. Nefndin hefur verið við störf í á þriðja ár. Gert er ráð fyrir að breytingarnar verði kostnaðarsamar, til að byrja með að minnsta kosti. Kerfið sjálft sem og vinnumarkaðurinn mun þurfa tíma til að aðlagast. Málaflokkurinn er á forræði félagsmálaráðherra, sem hefur átt í vök að verjast með frumvörp sín um breytingar á húsnæðismálakerfinu sem ráðherrann hefur lagt mikla áherslu á að komist til framkvæmda. Illa hefur gengið hjá ráðherra að fá málið í gegnum ríkisstjórn og andstaða samstarfsflokksins á þingi er fyrirsjáanleg. Því er hætt við að önnur stór barátta, sem er dýr og mun taka einhvern tíma að borga sig gæti orðið erfið fyrir félagsmálaráðherra. Sérstaklega stuttu fyrir kosningar. Það er mikil þörf á því að gera fólki í meiri mæli kleift að hjálpa sér sjálft. Að veita því aðstoð við að komast áfram á eigin verðleikum. Sama þó vegalengdin verði stutt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gríðarlega mikilvægt að styrkja innviði heilbrigðiskerfis, menntakerfis og félagslega kerfisins til þess að sporna við fjölgun [öryrkja],“ sagði Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi. Þar ræddi hún um fjölgun öryrkja, en nýlega var sagt frá því að öryrkjum hefði fjölgað um 29 prósent frá árinu 2005. Ellen sagði fjölgunina náttúrulega, í takti við fólksfjölgun. Það væri hins vegar hvorki hagur Öryrkjabandalagsins né samfélagsins að öryrkjum fjölgaði sérstaklega. „Það er forgangsröðun fjármuna sem veldur fjölgun örorkulífeyrisþega.“ Þeim hefur sem sagt fjölgað verulega sem hafa skerta starfsorku og þurfa því að reiða sig á framfærslu ríkisins. Það er miður, ekki aðeins fyrir samfélagið heldur fyrst og fremst fyrir einstaklingana sjálfa. Flestir vilja vera virkir þátttakendur í samfélaginu og félagsleg áhrif þess að vera útilokaður frá vinnumarkaði eru gríðarleg. Ellen segir í viðtalinu að kerfið sé vinnuletjandi, vinnumarkaðurinn ekki nægilega sveigjanlegur, kjaraskerðingar of miklar og öryrkjum séu sett mörk á öllum mögulegum stöðum. Niðurstöðu nefndar sem unnið hefur að heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins, sem sett var á laggirnar af Pétri heitnum Blöndal, þáverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, er beðið með eftirvæntingu. Vinna nefndarinnar miðaði að því að horfið yrði frá kerfi örorkumats og tekið upp starfsgetumat í staðinn. Vonast var til að nefndin myndi skila af sér niðurstöðum sínum fyrir áramót en svo varð ekki. Nýr formaður nefndarinnar, Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir tillögurnar muni gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum auðveldara að starfa. Ellilífeyrisþegar verði þá virkir lengur á vinnumarkaði og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna. „Það þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið að veruleika,“ segir Þorsteinn. Ríki, sveitarfélög og almennur vinnumarkaður þurfi til að mynda að bjóða þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf. Nefndin hefur verið við störf í á þriðja ár. Gert er ráð fyrir að breytingarnar verði kostnaðarsamar, til að byrja með að minnsta kosti. Kerfið sjálft sem og vinnumarkaðurinn mun þurfa tíma til að aðlagast. Málaflokkurinn er á forræði félagsmálaráðherra, sem hefur átt í vök að verjast með frumvörp sín um breytingar á húsnæðismálakerfinu sem ráðherrann hefur lagt mikla áherslu á að komist til framkvæmda. Illa hefur gengið hjá ráðherra að fá málið í gegnum ríkisstjórn og andstaða samstarfsflokksins á þingi er fyrirsjáanleg. Því er hætt við að önnur stór barátta, sem er dýr og mun taka einhvern tíma að borga sig gæti orðið erfið fyrir félagsmálaráðherra. Sérstaklega stuttu fyrir kosningar. Það er mikil þörf á því að gera fólki í meiri mæli kleift að hjálpa sér sjálft. Að veita því aðstoð við að komast áfram á eigin verðleikum. Sama þó vegalengdin verði stutt.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun