Fannst hann eins og steingervingur, maðurinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 10:30 Næsta mál á dagskrá hjá Jóni Axeli er að finna nýja vinnustofu, því þessi er orðin fyrir í bæjarskipulaginu. Vísir/Ernir „Jú, eitthvað var verið að minna mig á það,“ segir Jón Axel Björnsson myndlistarmaður spurður hvort það sé ekki tilfellið að hann sé sextugur í dag. „Ég er mjög gjarn á að gleyma afmælum og mundi ekkert eftir þessu sextugsafmæli mínu fyrr en fyrir nokkrum dögum að ég var spurður hvort mér finndist það vera tímamót. En ég finn lítinn mun á mér. Lítinn mun. Ég verð að segja það eins og er og þessi tala er ekkert að þvælast fyrir mér heldur. Reyndar, þegar fólk var að ræða þetta um daginn og lék forvitni á að vita hvernig mér liði með aldurinn, þá rifjaðist upp að einn kennarinn minn í Myndlista-og handíðaskólanum varð sextugur meðan ég var þar og myndin sem ég á af honum í huga mér er af gamalmenni. Sjálfur tengi ég ekkert við það. Ekki neitt. En á skólaárunum fannst mér þetta svakalegur aldur, mér fannst hann eins og steingervingur, maðurinn. Fas eldri manna var líka dálítið öðru vísi þá, þeir gengu ekki um í gallabuxum eins og unglingar heldur voru í virðulegri klæðnaði.“Hefur þú alltaf nóg fyrir stafni? „Já, ég er í þannig vinnu að það er aldrei verkefnaskortur og verður aldrei, að því gefnu að ég eigi fyrir litum og striga. Einhvernveginn hefur þetta klórast áfram.“Ertu eitthvað í leikmyndum líka? „Ég var það á tímabili en ekki hin síðari ár. Ég gerði einhverjar fimm, sex leikmyndir á sínum tíma.“Getur þú nefnt mér einhverjar? „Ég get nefnt Sölku Völku í Borgarleikhúsinu sem ég var ákaflega ánægður með. Mýrarljós og Böndin á milli okkar var ég býsna sáttur við líka. Ég kenndi líka lengi og nú er ég að byrja á því aftur. Það er ekkert auðhlaupið að því að fá kennslu eftir að fór að harðna á dalnum hjá myndlistarmönnum. En nú er ég að byrja að kenna í Kópavoginum. Það fjármagnar hvíta litinn. Ekki mikið meira. Ég hætti að kenna á kvöldnámskeiðum í Myndlistarskóla Reykjavíkur á sínum tíma því ég hélt á kaupinu beint til barnapíunnar, sem átti það auðvitað fyllilega skilið. Það þurfti að passa börnin. En ég gat alveg eins setið hjá þeim og verið að krota eitthvað og skemmta mér með þeim.“Ertu Reykvíkingur? „Já, já, hreinræktaður Reykvíkingur. Reyndar sagði sá góði maður Örlygur Sigurðsson listmálari að það fyrirbæri væri ekki til. Og það er rétt hjá honum að ræturnar liggja víða hjá flestum, mínar liggja bæði austur og vestur.“Hefurðu verið að sýna nýlega? „Já, ég er byrjaður að sýna aftur á síðustu árum af fullum krafti, einu sinni til tvisvar á ári. Síðast fyrir nokkrum mánuðum hjá honum Ingólfi Smára í Ingólfsstræti, það voru hlutateikningar, uppstillingar. Nokkrum mánuðum áður var ég í Listasafni ASÍ með nokkuð stóra sýningu.“Hvað er framundan? „Framundan er að finna leið til að halda vinnustofu. Það er alltaf verið að breyta skipulagi og nú er ég fyrir. Maður er alltaf að lenda fyrir einhvernsstaðar. Vélarnar eru komnar í gang. Það á að rífa húsið sem vinnustofan er í, í Bygggörðum á Seltjarnarnesi. Þar á að fara að byggja nýtt glæsihverfi. Þannig að ég er að leita að stað fyrir vinnustofu. Það er dálítið snúnara en það var fyrir nokkrum árum. Verð á húsnæði er orðið svo fáránlegt enda er ég farinn að leita langt út fyrir borgarmörkin.“Ætlarðu að halda upp á daginn í dag. „Nei, afmælið mitt er ekki ofarlega í huga mér. Það hafa þau aldrei verið, þó oft hafi einhver komið og gert eitthvað úr þeim. En allt slíkt er í lágmarki núna. Ekki af því ég sé ósáttur við aldurinn. Mér finnst þetta bara ekkert merkilegt.“ Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Jú, eitthvað var verið að minna mig á það,“ segir Jón Axel Björnsson myndlistarmaður spurður hvort það sé ekki tilfellið að hann sé sextugur í dag. „Ég er mjög gjarn á að gleyma afmælum og mundi ekkert eftir þessu sextugsafmæli mínu fyrr en fyrir nokkrum dögum að ég var spurður hvort mér finndist það vera tímamót. En ég finn lítinn mun á mér. Lítinn mun. Ég verð að segja það eins og er og þessi tala er ekkert að þvælast fyrir mér heldur. Reyndar, þegar fólk var að ræða þetta um daginn og lék forvitni á að vita hvernig mér liði með aldurinn, þá rifjaðist upp að einn kennarinn minn í Myndlista-og handíðaskólanum varð sextugur meðan ég var þar og myndin sem ég á af honum í huga mér er af gamalmenni. Sjálfur tengi ég ekkert við það. Ekki neitt. En á skólaárunum fannst mér þetta svakalegur aldur, mér fannst hann eins og steingervingur, maðurinn. Fas eldri manna var líka dálítið öðru vísi þá, þeir gengu ekki um í gallabuxum eins og unglingar heldur voru í virðulegri klæðnaði.“Hefur þú alltaf nóg fyrir stafni? „Já, ég er í þannig vinnu að það er aldrei verkefnaskortur og verður aldrei, að því gefnu að ég eigi fyrir litum og striga. Einhvernveginn hefur þetta klórast áfram.“Ertu eitthvað í leikmyndum líka? „Ég var það á tímabili en ekki hin síðari ár. Ég gerði einhverjar fimm, sex leikmyndir á sínum tíma.“Getur þú nefnt mér einhverjar? „Ég get nefnt Sölku Völku í Borgarleikhúsinu sem ég var ákaflega ánægður með. Mýrarljós og Böndin á milli okkar var ég býsna sáttur við líka. Ég kenndi líka lengi og nú er ég að byrja á því aftur. Það er ekkert auðhlaupið að því að fá kennslu eftir að fór að harðna á dalnum hjá myndlistarmönnum. En nú er ég að byrja að kenna í Kópavoginum. Það fjármagnar hvíta litinn. Ekki mikið meira. Ég hætti að kenna á kvöldnámskeiðum í Myndlistarskóla Reykjavíkur á sínum tíma því ég hélt á kaupinu beint til barnapíunnar, sem átti það auðvitað fyllilega skilið. Það þurfti að passa börnin. En ég gat alveg eins setið hjá þeim og verið að krota eitthvað og skemmta mér með þeim.“Ertu Reykvíkingur? „Já, já, hreinræktaður Reykvíkingur. Reyndar sagði sá góði maður Örlygur Sigurðsson listmálari að það fyrirbæri væri ekki til. Og það er rétt hjá honum að ræturnar liggja víða hjá flestum, mínar liggja bæði austur og vestur.“Hefurðu verið að sýna nýlega? „Já, ég er byrjaður að sýna aftur á síðustu árum af fullum krafti, einu sinni til tvisvar á ári. Síðast fyrir nokkrum mánuðum hjá honum Ingólfi Smára í Ingólfsstræti, það voru hlutateikningar, uppstillingar. Nokkrum mánuðum áður var ég í Listasafni ASÍ með nokkuð stóra sýningu.“Hvað er framundan? „Framundan er að finna leið til að halda vinnustofu. Það er alltaf verið að breyta skipulagi og nú er ég fyrir. Maður er alltaf að lenda fyrir einhvernsstaðar. Vélarnar eru komnar í gang. Það á að rífa húsið sem vinnustofan er í, í Bygggörðum á Seltjarnarnesi. Þar á að fara að byggja nýtt glæsihverfi. Þannig að ég er að leita að stað fyrir vinnustofu. Það er dálítið snúnara en það var fyrir nokkrum árum. Verð á húsnæði er orðið svo fáránlegt enda er ég farinn að leita langt út fyrir borgarmörkin.“Ætlarðu að halda upp á daginn í dag. „Nei, afmælið mitt er ekki ofarlega í huga mér. Það hafa þau aldrei verið, þó oft hafi einhver komið og gert eitthvað úr þeim. En allt slíkt er í lágmarki núna. Ekki af því ég sé ósáttur við aldurinn. Mér finnst þetta bara ekkert merkilegt.“
Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira