Innlent

EM í Frakklandi: Greiðslukortin straujuð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flestir þessa verða vafalítið í Frakklandi í sumar.
Flestir þessa verða vafalítið í Frakklandi í sumar. Vísir/Vilhelm
Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem ætla að fylgja liðinu í Evrópumótsævintýrið í Frakklandi í sumar, hafa margir hverjir fengið staðfestingu á að þeir fengu miðana sem þeir sóttu um. Já, eða neitun.

Tæplega 27 þúsund Íslendingar sóttu um miða á Evrópumótið en forsölu miða lauk þann 18. janúar. Greiða þurfti fyrir miðana með greiðslukorti og í dag virðist UEFA í flestum tilfellum hafa skuldfært kortin.

Ýmist brosir fólk sínu breiðasta enda miðar komnir í hús en þó eru einnig dæmi þess að greiðslukortum fólks hafi verið hafnað og það fyrir vikið misst af miðum.

Fyrsti leikur Íslands verður 14. júní gegn Portúgal í Saint-Étienne þar sem voru í boði 7.000 miðar fyrir Íslendinga. Eftir það taka við leikir gegn Ungverjalandi í Marseille 18. júní þar sem tólf þúsund miðar voru í boði fyrir Íslendinga.

Síðasti leikurinn í riðlakeppninni verður gegn Austurríki í París 22. júní þar sem fimmtán þúsund miðar voru í boði fyrir Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×