Það má ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Það má ekki gera hitt og ekki þetta,“ var sungið í þekktu barnalagi um allt það sem væri bannað. Það væri leikur einn að búa til svipað lag um þær kvaðir sem settar eru af ríkinu á líf einstaklinga í dag. Ef fólk kýs að skíra barnið sitt Skallagrímur Thor eða Christa Alex leggur ríkið dagsektir á foreldrana, þar til þeir breyta nafni barnsins. Allt skal vera samkvæmt ríkisreglum þar sem Reginbaldur Kaktus og Kormlöð Mímósa þykja hæfa vel íslenskum börnum. Um fimmtán hundruð manns stunda líkamsrækt í Mjölni sem sérhæfir sig í blönduðum bardagaíþróttum eða MMA. Við eigum einn besta bardagamann heims í þeirri íþrótt og tvo Evrópumeistara. Ríkið hefur hins vegar ákveðið að það sé ekki sniðugt að stunda þessa íþrótt hér á landi, þó hér séu leyfðar aðrar bardagaíþróttir á borð við ólympíska hnefaleika og Taekwondo. Fótbolti og hestamennska eru einnig hættulegri en bardagaíþróttirnar. Gunnar Nelson og aðrir iðkendur blandaðra bardagaíþrótta þurfa því að fara til annarra landa til að keppa. Margt af því sem íbúum annarra landa finnst eðlilegt og sjálfsagt, hefur íslenska ríkið ákveðið að skuli annaðhvort bannað eða takmarkað. Í flestum velmegunarlöndum Vesturlanda er áfengi selt jafnt í sérverslunum og matvöruverslunum. Þar er úrvalið og þjónustan í samræmi við eftirspurn og einstaklingar telja sjálfsagt að sjá vínið í næsta rekka við morgunkornið. Ríkið hér á landi telur þó afar nauðsynlegt að það sé ríkisstarfsmaður sem afhendir okkur þessa vöru.Sjálfsögð réttindi í öðrum löndum Þá telur ríkið auðvitað ótækt að við kaupum vörur á internetinu. Ég veit ekki hvenær ríkið kemst á tækniöldina, sem er löngu komin. Í öðrum löndum eru það sjálfsögð réttindi að geta pantað vörur á netinu og fengið þær sendar heim að dyrum. Á Íslandi þarf að fara á fund tollstjóra, ræða við embættismann og borga gjald til að fá vöruna afhenta. Fjölskylda sem á sitt eigið fyrirtæki og byrjar að brugga bjór hefur engin tækifæri til að auglýsa og kynna sína vöru. Þegar í upphafi stendur hún höllum fæti gagnvart keppinautum, ekki síst erlendum framleiðendum. Á sama tíma horfum við á sjónvarpsútsendingar frá erlendum íþróttaviðburðum þar sem við okkur blasa Heineken-auglýsingar. Ríkið telur það ekki hollt að hér sé auglýst íslenskt áfengi. Er allt orðið svo staðnað og þreytt að hér sé ekki hægt að ganga rösklega til verks og breyta löngu úreltum boðum og bönnum? Á endalaust að standa í vegi fyrir því að Ísland verði sambærilegt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? Með því er einungis verið að stöðva eðlilega framþróun sem mun eiga sér stað, hvort sem það gerist 2016, 2021 eða 2026. Ég er kannski óþolinmóð en nennum við að bíða mikið lengur? „Frelsið er yndislegt“ er a.m.k. svo miklu skemmtilegra lag til að syngja heldur en um allt sem er bannað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það má ekki gera hitt og ekki þetta,“ var sungið í þekktu barnalagi um allt það sem væri bannað. Það væri leikur einn að búa til svipað lag um þær kvaðir sem settar eru af ríkinu á líf einstaklinga í dag. Ef fólk kýs að skíra barnið sitt Skallagrímur Thor eða Christa Alex leggur ríkið dagsektir á foreldrana, þar til þeir breyta nafni barnsins. Allt skal vera samkvæmt ríkisreglum þar sem Reginbaldur Kaktus og Kormlöð Mímósa þykja hæfa vel íslenskum börnum. Um fimmtán hundruð manns stunda líkamsrækt í Mjölni sem sérhæfir sig í blönduðum bardagaíþróttum eða MMA. Við eigum einn besta bardagamann heims í þeirri íþrótt og tvo Evrópumeistara. Ríkið hefur hins vegar ákveðið að það sé ekki sniðugt að stunda þessa íþrótt hér á landi, þó hér séu leyfðar aðrar bardagaíþróttir á borð við ólympíska hnefaleika og Taekwondo. Fótbolti og hestamennska eru einnig hættulegri en bardagaíþróttirnar. Gunnar Nelson og aðrir iðkendur blandaðra bardagaíþrótta þurfa því að fara til annarra landa til að keppa. Margt af því sem íbúum annarra landa finnst eðlilegt og sjálfsagt, hefur íslenska ríkið ákveðið að skuli annaðhvort bannað eða takmarkað. Í flestum velmegunarlöndum Vesturlanda er áfengi selt jafnt í sérverslunum og matvöruverslunum. Þar er úrvalið og þjónustan í samræmi við eftirspurn og einstaklingar telja sjálfsagt að sjá vínið í næsta rekka við morgunkornið. Ríkið hér á landi telur þó afar nauðsynlegt að það sé ríkisstarfsmaður sem afhendir okkur þessa vöru.Sjálfsögð réttindi í öðrum löndum Þá telur ríkið auðvitað ótækt að við kaupum vörur á internetinu. Ég veit ekki hvenær ríkið kemst á tækniöldina, sem er löngu komin. Í öðrum löndum eru það sjálfsögð réttindi að geta pantað vörur á netinu og fengið þær sendar heim að dyrum. Á Íslandi þarf að fara á fund tollstjóra, ræða við embættismann og borga gjald til að fá vöruna afhenta. Fjölskylda sem á sitt eigið fyrirtæki og byrjar að brugga bjór hefur engin tækifæri til að auglýsa og kynna sína vöru. Þegar í upphafi stendur hún höllum fæti gagnvart keppinautum, ekki síst erlendum framleiðendum. Á sama tíma horfum við á sjónvarpsútsendingar frá erlendum íþróttaviðburðum þar sem við okkur blasa Heineken-auglýsingar. Ríkið telur það ekki hollt að hér sé auglýst íslenskt áfengi. Er allt orðið svo staðnað og þreytt að hér sé ekki hægt að ganga rösklega til verks og breyta löngu úreltum boðum og bönnum? Á endalaust að standa í vegi fyrir því að Ísland verði sambærilegt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? Með því er einungis verið að stöðva eðlilega framþróun sem mun eiga sér stað, hvort sem það gerist 2016, 2021 eða 2026. Ég er kannski óþolinmóð en nennum við að bíða mikið lengur? „Frelsið er yndislegt“ er a.m.k. svo miklu skemmtilegra lag til að syngja heldur en um allt sem er bannað.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun