Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 11:35 VÍSIR/VILHELM Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segja til greina koma að grípa til aðgerða nái fyrirskipun aðalforstjóra Rio Tinto um launafrystingu allra starfsmanna fram að ganga. Félögin búast við svörum frá stjórninni þess efnis eftir helgi, að sögn Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna. „Ef þessi stefna fyrirtækisins á heimsvísu á að framkvæmast hér þá liggur það ljóst fyrir að það er ekki verið að fara að semja um eitt eða neitt. Þá höfum við lítið annað að gera en að fara í aðgerðir, það segir sig alveg sjálft,“ segir Guðmundur. Hann segir það ekki ljóst að svo stöddu hvers eðlis aðgerðirnar verði, hvort sem um allsherjar- eða skæruverkföll verði að ræða, eða þá yfirvinnu eða útflutningsbann. Það muni eflaust ráðast þegar fundað verði hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Álversdeilan hefur nú staðið yfir í rúmt ár. Samninganefnd ÍSAL lagði fram tilboð sem rann út nú um áramótin en verkalýðsfélögin sögðust ekki geta sætt sig við ákvæði í samningnum um aukna heimild fyrirtækisins til verktöku. Deiluaðilar settust við samningaborðið á föstudag þar sem það var formlega tilkynnt að tilboðið hefði verið dregið af borðinu. „Við erum svolítið í lausu lofti með þetta eins og er en á síðasta fundi hjá ríkissáttasemjara var okkur tilkynnt um að allt sem lagt hefur verið fram undanfarið ár hafi verið dregið til baka. Þá var okkur sagt að nú sé beðið eftir upplýsingum frá móðurfyrirtækinu um hvort boðskapur forstjórans um engar launahækkanir í allri samstæðunni næðu til Íslands eða ekki. Þannig að við í rauninni erum að bíða eftir einhverjum boðskapi frá stjórnendum suðurfrá og Samtökum atvinnulífsins um næstu skref,“ segir Guðmundur. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 „Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segja til greina koma að grípa til aðgerða nái fyrirskipun aðalforstjóra Rio Tinto um launafrystingu allra starfsmanna fram að ganga. Félögin búast við svörum frá stjórninni þess efnis eftir helgi, að sögn Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna. „Ef þessi stefna fyrirtækisins á heimsvísu á að framkvæmast hér þá liggur það ljóst fyrir að það er ekki verið að fara að semja um eitt eða neitt. Þá höfum við lítið annað að gera en að fara í aðgerðir, það segir sig alveg sjálft,“ segir Guðmundur. Hann segir það ekki ljóst að svo stöddu hvers eðlis aðgerðirnar verði, hvort sem um allsherjar- eða skæruverkföll verði að ræða, eða þá yfirvinnu eða útflutningsbann. Það muni eflaust ráðast þegar fundað verði hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Álversdeilan hefur nú staðið yfir í rúmt ár. Samninganefnd ÍSAL lagði fram tilboð sem rann út nú um áramótin en verkalýðsfélögin sögðust ekki geta sætt sig við ákvæði í samningnum um aukna heimild fyrirtækisins til verktöku. Deiluaðilar settust við samningaborðið á föstudag þar sem það var formlega tilkynnt að tilboðið hefði verið dregið af borðinu. „Við erum svolítið í lausu lofti með þetta eins og er en á síðasta fundi hjá ríkissáttasemjara var okkur tilkynnt um að allt sem lagt hefur verið fram undanfarið ár hafi verið dregið til baka. Þá var okkur sagt að nú sé beðið eftir upplýsingum frá móðurfyrirtækinu um hvort boðskapur forstjórans um engar launahækkanir í allri samstæðunni næðu til Íslands eða ekki. Þannig að við í rauninni erum að bíða eftir einhverjum boðskapi frá stjórnendum suðurfrá og Samtökum atvinnulífsins um næstu skref,“ segir Guðmundur.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 „Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42
Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43
„Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04