Katrín, VG og fullveldi ríkja Þröstur Ólafsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Nú er það svo að mér koma ritsamskipti annarra ekki mikið við. Held mig almennt fjarri þeim. „Bréf“ Katrínar Jakobsdóttur í Fréttabl. 2. febr. sl., þótti mér hins vegar byggt á svo rangsnúnum málflutningi að rangt væri að láta eins og ekkert væri. Um hugarfar eða afstöðu ætla ég ekki að ræða. Það verður hver að eiga við sjálfan sig. Viðskiptaþvinganir eru vissulega ekkert skemmtiatriði. Þeim er beitt þegar gefist hefur verið upp á samningum. Þær koma vissulega ekki í staðinn fyrir pólitískar lausnir, en geta leitt til þeirra, eins og í deilunni við Íran. Kannski má segja að þær séu mildur staðgengill stríðsyfirlýsingar. Á 19. og 20. öld voru þær mun sjaldgæfari. Það var þá helst aðflutnings- eða hafnbönn sem beintengd voru stríði. Yfirleitt var þó vaðið beint í stríð. Ætli Evrópusagan hefði orðið mildari, ef viðskiptaþvingunum hefði verið beitt markvisst á fyrri hluta 20. aldar? En það er bara vangavelta sem engin leið er að færa sönnur á. Fullveldi ríkja Það er í seinni hluti greinar K.J. sem mér finnst örla á misskilningi eða röngum upplýsingum. Katrín segir VG vilja „…standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum sé breytt í skjóli hervalds“. Gott er það. Þetta er þó meginástæða þess að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússland Pútíns. Niðurstaða Helsinki-ráðstefnunnar 1976, sem ítrekuð var í samningunum um sameiningu Þýskalands 1990/91, var sú að óheimilt væri að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja. Þetta voru samningar sem Sovétríkin og síðar Rússland undirrituðu. Rússland gerði sérstakt samkomulag við Úkraínu (1992) um viðurkenningu á fullveldi þess ríkis og óbreytanleika þáverandi landamæra Úkraínu. Þegar þetta samkomulag var undirritað var Krím hluti af Úkraínu. Þegar Pútín tók landsvæði af Georgíu, í fullri andstöðu við ríkisstjórn þess lands, brugðust Vesturlönd við með því að mótmæla, án þess þó að annað fylgdi í kjölfarið, sem kannski varð til þess að Rússar færðu sig upp á skaftið og innlimuðu Krím og hófu hernað í austurhluta Úkraínu. Þá var mælirinn fullur. Óbreytanleiki landamæra Misskilningur Katrínar liggur í því, að hún virðist réttlæta að nokkru verknað Rússa með því að atkvæðagreiðsla, sem þeir framkvæmdu hjá íbúum Krím, undir eigin hervernd, hafi sýnt fram á vilja Krímverja. Helsinki-samkomulagið og samkomulag Rússa og Úkraínu hljóðuðu upp á, að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja. Það var nákvæmlega þetta sem koma átti í veg fyrir í Helsinki, minnugir m.a. innlimunar Súdetahéraðanna í Þýskaland, sem samþykkt var af meirihluta Þjóðverja í héraðinu. Ef slíkt yrði heimilt, væri hætta á að öll Evrópa myndi aftur loga í ófriði. Með vopnaskaki Rússa við landamæri Eystrasaltsríkjanna og hernaði þeirra í austurhluta Úkraínu, var það mat leiðtoga og þjóðþinga á Vesturlöndum að rétt væri að setja á viðskiptaþvinganir, þó ekki viðskiptabann, þar sem diplómatískar viðræður og samningaumleitanir höfðu engan árangur borið. Hvað varðar „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ þá er það staðreynd að þessar austur-evrópsku þjóðir, sem áður höfðu verið undir áratuga áþján Sovétmanna, óttuðust um fullveldi ríkja sinna, ef þær kæmust ekki undir verndarvæng NATO. Þær sóttu um aðild að NATO með þeim orðum, að vilja með því standa vörð um fullveldi sitt. Það getur varla verið ásteytingarsteinn hjá VG, sem einmitt vill „standa vörð um fullveldi ríkja“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er það svo að mér koma ritsamskipti annarra ekki mikið við. Held mig almennt fjarri þeim. „Bréf“ Katrínar Jakobsdóttur í Fréttabl. 2. febr. sl., þótti mér hins vegar byggt á svo rangsnúnum málflutningi að rangt væri að láta eins og ekkert væri. Um hugarfar eða afstöðu ætla ég ekki að ræða. Það verður hver að eiga við sjálfan sig. Viðskiptaþvinganir eru vissulega ekkert skemmtiatriði. Þeim er beitt þegar gefist hefur verið upp á samningum. Þær koma vissulega ekki í staðinn fyrir pólitískar lausnir, en geta leitt til þeirra, eins og í deilunni við Íran. Kannski má segja að þær séu mildur staðgengill stríðsyfirlýsingar. Á 19. og 20. öld voru þær mun sjaldgæfari. Það var þá helst aðflutnings- eða hafnbönn sem beintengd voru stríði. Yfirleitt var þó vaðið beint í stríð. Ætli Evrópusagan hefði orðið mildari, ef viðskiptaþvingunum hefði verið beitt markvisst á fyrri hluta 20. aldar? En það er bara vangavelta sem engin leið er að færa sönnur á. Fullveldi ríkja Það er í seinni hluti greinar K.J. sem mér finnst örla á misskilningi eða röngum upplýsingum. Katrín segir VG vilja „…standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum sé breytt í skjóli hervalds“. Gott er það. Þetta er þó meginástæða þess að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússland Pútíns. Niðurstaða Helsinki-ráðstefnunnar 1976, sem ítrekuð var í samningunum um sameiningu Þýskalands 1990/91, var sú að óheimilt væri að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja. Þetta voru samningar sem Sovétríkin og síðar Rússland undirrituðu. Rússland gerði sérstakt samkomulag við Úkraínu (1992) um viðurkenningu á fullveldi þess ríkis og óbreytanleika þáverandi landamæra Úkraínu. Þegar þetta samkomulag var undirritað var Krím hluti af Úkraínu. Þegar Pútín tók landsvæði af Georgíu, í fullri andstöðu við ríkisstjórn þess lands, brugðust Vesturlönd við með því að mótmæla, án þess þó að annað fylgdi í kjölfarið, sem kannski varð til þess að Rússar færðu sig upp á skaftið og innlimuðu Krím og hófu hernað í austurhluta Úkraínu. Þá var mælirinn fullur. Óbreytanleiki landamæra Misskilningur Katrínar liggur í því, að hún virðist réttlæta að nokkru verknað Rússa með því að atkvæðagreiðsla, sem þeir framkvæmdu hjá íbúum Krím, undir eigin hervernd, hafi sýnt fram á vilja Krímverja. Helsinki-samkomulagið og samkomulag Rússa og Úkraínu hljóðuðu upp á, að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja. Það var nákvæmlega þetta sem koma átti í veg fyrir í Helsinki, minnugir m.a. innlimunar Súdetahéraðanna í Þýskaland, sem samþykkt var af meirihluta Þjóðverja í héraðinu. Ef slíkt yrði heimilt, væri hætta á að öll Evrópa myndi aftur loga í ófriði. Með vopnaskaki Rússa við landamæri Eystrasaltsríkjanna og hernaði þeirra í austurhluta Úkraínu, var það mat leiðtoga og þjóðþinga á Vesturlöndum að rétt væri að setja á viðskiptaþvinganir, þó ekki viðskiptabann, þar sem diplómatískar viðræður og samningaumleitanir höfðu engan árangur borið. Hvað varðar „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ þá er það staðreynd að þessar austur-evrópsku þjóðir, sem áður höfðu verið undir áratuga áþján Sovétmanna, óttuðust um fullveldi ríkja sinna, ef þær kæmust ekki undir verndarvæng NATO. Þær sóttu um aðild að NATO með þeim orðum, að vilja með því standa vörð um fullveldi sitt. Það getur varla verið ásteytingarsteinn hjá VG, sem einmitt vill „standa vörð um fullveldi ríkja“.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun