Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Tindastóll 81-84 | Pétur hetja Stólanna Gunnar Gunnarsson á Egilsstöðum skrifar 7. febrúar 2016 22:00 Pétur Rúnar skoraði sigurkörfu Tindastóls. Vísir/Ernir Pétur Rúnar Birgisson var hetja Tindastóls þegar hann tryggði liðinu sigur á Hetti 81—84 með þriggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Þetta var fyrsti sigur Tindastóls eftir þrjá tapleiki í röð. Harmsaga Hattar heldur hins vegar áfram. Tindastólsmenn keyrðu upp hraðann strax í byrjun leiks í kvöld og skoruðu fyrstu stigin. Þeir léku framliggjandi vörn og pressuðu stíft á Hattarmenn. Heimamenn fundu hins vegar fljótt glufur á milli í vörninni eða á bakvið hana og nýttu sér þær vel framan af. Einkum var það Tobin Carberry sem skoraði 16 stig í fyrsta leikhluta enda var Höttur 27-21 yfir að honum loknum. Gestunum gekk betur að hemja Tobin í öðrum leikhluta en þá losnaði um aðra, einkum fyrirliðann Hrein Gunnar Birgisson sem var skæður fyrir utan þriggja stiga línuna. Hreinn Gunnar er uppalinn á Sauðárkróknum en bróðir hans, Svavar Atli, spilaði með Tindastól og báru bræðurnir báðir númerið 10 í kvöld. Hreinn Gunnar kom Hetti í 44-36 þegar skammt var eftir af hálfleiknum en þá tók við rispa hjá Tindastóli þannig að staðan í hálfleik var 46-43. Liðin skiptust gjarnan á að skora nokkur stig í röð en forustan var yfirleitt Hattar. Hraðinn í sókninni virtist stundum koma í bakið á Tindastólsmönnum þannig að þeir töpuðu boltanum og gáfu heimamönnum skyndisóknir. Gestunum vegnaði betur þegar þeir náðu að stilla vörninni upp og þriggja stiga skyttur þeirra áttu nokkra fína spretti. Þannig var síðasta karfa þriðja leikhluta sem Helgi Rafn Margeirsson skoraði og minnkaði muninn í 63-58. Myron Dempsey lék sinn fyrsta leik fyrir Tindastól í kvöld en var notaður sparlega en Anthony Gurley stóð í eldlínunni. Honum var meðal annars ætlað að dekka Tobin framan af en fékk þá töluvert af villum á sig, reyndar eins og Tindastólsliðið allt en tíu villur voru dæmdar á það í fyrsta leikhluta. Gurley braut hins vegar ekkert af sér í fjórða leikhluta og var lykilmaður þegar Tindastólsmenn snéru leiknum sér í hag. Þeir skelltu vörninni í lás framan af fjórða leikhluta en sókn Hattar sigldi í strand. Heimamenn fengu nær engin opin skot en lögðu líka upp með leikkerfi sem komu þeim í vandræði undir körfunni þar sem gestirnir voru þá orðnir þéttir fyrir. Um miðjan leikhlutann jöfnuðu þeir leikinn og snéru honum sér í vil þannig að þegar tvær mínútur voru eftir var staðan 73-80. Var þá staðan í leikhlutanum 10-22. Sigmar Hákonarson, sem átti fínan leik fyrir Hött í kvöld, kom heimamönnum aftur inn í leikinn með þriggja stiga körfu. Hattarmenn börðust áfram en sóknir Tindastóls urðu brothættari og þegar 9,5 sekúndur voru eftir höfðu Hattarmenn jafnað í 81-81. Þeir hefðu hins vegar getað verið yfir hefðu þeir nýtt vítaskot sín betur. Þau urðu dýrkeypt. Gestirnir lögðu upp í síðustu sóknina og dró Darrel Lewis til sín þrjá Hattarmenn. Hann kom boltanum niður í hornið á Pétur Rúnar, sem til þessa hafði aðeins skorað úr tveimur vítaskotum í lok fyrri hálfleiks, sem var gapandi laus í vinstra horninu og setti niður þriggja stiga skot. Hattarmenn fengu 1,8 sekúndur til að jafna og náðu skoti. Hreinn Gunnar komst upp í þriggja stiga skot en það fór í spjaldið, hringinn og þaðan niður í gólfið. Tindastólsmenn vita hvernig er að tapa naumlega en þeir hafa tapað síðustu þremur leikjum með 3-5 stigum. Sigurinn í kvöld er mikilvægur fyrir þá í baráttunni við Grindavík og Snæfell um sæti í úrslitakeppnini. Hattarmenn sitja hins vegar enn einu sinni eftir með tvær hendur tómar eftir að hafa verið yfir lungann úr leiknum. Sú staða kristallast kannski í orðum húsvarðarins í íþróttahúsinu á Egilsstöðum sem lagði til að ljósin yrðu framvegis slökkt eftir þriðja leikhluta.Pétur Rúnar Birgisson.Vísir/VilhelmPétur Rúnar: Léttir að sjá boltann í körfunni Pétur Rúnar Birgisson segir að liðsmenn Tindastóls hafi gert sér hlutina erfiðari en þeir hefðu þurft að vera á Egilsstöðum í kvöld. Pétur Rúnar skoraði sigurkörfuna þegar tvær sekúndur voru eftir. „Kerfið var teiknað upp fyrir Lewis sem gerði vel, hann fékk skrín og keyrði inn í teiginn. Hattarmenn sóttu að honum þannig ég var galopinn í horninu. Sem betur fer setti ég boltann ofan í. Það var mikill léttir að sjá boltann ofan í. Ég hafði ekki skotið mikið og bara skorað tvö stig.“ Hann sagði að von hefði verið á erfiðum leik gegn Hetti en Tindastólsmenn hefðu samt mátt gera betur. „Þeir hafa staðið í öllum liðum eftir áramót og það varð engin breyting á í kvöld. Við kláruðum þetta en sigurinn var ljótur. Við komum alltof sofandi inn í leikinn og þegar við vöknuðum og náðum þeim sofnuðum við aftur og þá varð munurinn á ný 7-10 stig.“ Höttur-Tindastóll 81-84 (27-22, 19-21, 17-15, 18-26)Höttur: Tobin Carberry 31/10 fráköst/10 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 15/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 12/9 fráköst, Sigmar Hákonarson 12, Eysteinn Bjarni Ævarsson 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Gísli Þórarinn Hallsson 1.Tindastóll: Anthony Isaiah Gurley 17, Darrel Keith Lewis 16/4 fráköst/7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 11, Myron Dempsey 11, Svavar Atli Birgisson 8/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Pétur Rúnar Birgisson 5, Darrell Flake 2.José María Costa Gómez.Vísir/ErnirJosé María Costa Gómez: Leituðum að þriggja stiga skoti í lokin Leikkerfi José María, þjálfara Tindastóls, gekk upp þegar Pétur Rúnar Birgisson tryggði liðinu sigur á Hetti með þriggja stiga skoti þegar tvær sekúndur voru eftir. „Við settum upp sókn þar sem skrínað var fyrir Lewis. Þá áttu fjórir aðrir að vera lausir. Við vissum að teigurinn yrði pakkaður með 5 leikmönnum svo við leituðum að þriggja stiga skoti,“ sagði Jose María Niður í vinstra horninu var Pétur Rúnar laus og hann nýtti færið. Tindastólsliðið spilaði framliggjandi vörn lungann úr leiknum og reyndi að keyra upp hraðann gegn Hetti. „Við vissum að þeir eru yfirleitt með fimm leikmenn sem spila meira en 30 mínútur í leik. Við reyndum því að spila hraðari leik þannig þeir yrðu þreyttari í lokin.“ Leikurinn snérist hins vegar í fjórða leikhluta þegar Tindastólsvörnin small. „Við vorum með tvo stóra menn inni í teignum og leyfðum þeim frekar að taka þriggja stiga skot.“ Hann sagðist hins vegar vorkenna stuðningsmönnum Hattar. „Ég skil hvernig þeim líður því liðið hefur lagt sig fram og spilað vel en er samt í vondri stöðu. Við vissum að leikurinn yrði erfiður því síðustu leikir þeirra hafa verið afar jafnir og trúlega hefðu þeir átt að vinna tvo þeirra. Við þekkjum hins vegar stöðuna því við höfum tapað síðustu þremur leikjum naumlega. Við unnum loks sigur og ég er ánægður fyrir hönd leikmanna minna.“Viðar Örn Hafsteinsson.Vísir/AntonViðar Örn: Viss um að boltinn færi ef myndatökumaðurinn kastaði honum úr vinstra horninu „Svo er það helvítis vinstra hornið. Þetta er þriðji leikurinn sem við töpum þaðan. Logi Gunnarsson jafnaði gegn okkur í Njarðvík, svo er það Sherrod Wright gegn okkur í þriðju umferð og nú Pétur Pan. Ég er nokkuð viss um að ef Hjalti Stefánsson myndatökumaður kastaði boltanum úr vinsta horninu þá færi hann ofan í.“ Þannig hljómaði lýsing Viðars Arnars Hafsteinssonar á síðustu sókn Tindastóls í kvöld sem vann Hött með þriggja stiga körfu á lokasekúndunum. Það var fjórði leikhlutinn sem reyndist Hetti erfiður í kvöld. „Við reyndum möguleika í sókninni sem gengu ekki upp. Það voru hlutir sem ég bað leikmennina um að gera en þeir festust kannski í þeim full lengi. Tindastólsliðið er öflugt og hópurinn breiður. Við notum bekkinn ekki jafn mikið og það er kannski eitthvað sem við þurfum að horfa í. Menn eru orðnir þreyttir. Mér fannst við hins vegar hafa betra vald á þessum leik en þeim síðustu og ég er ánægður með karakterinn sem við sýnum með að jafna í lokin eftir að hafa verið sjö stigum undir. Við töpum boltanum hins vegar of oft, 20 sinnum og 69% vítanýting er ekki ásættanleg. Höttur leiddi hins vegar lungann úr leiknum. „Ég held að við höfum verið yfir í 30 mínútur. Við spilum fyrri hálfleikinn ljómandi vel en þurfum greinilega að gera aðeins betur. Sigrarnir hljóta samt að fara að detta. Ef þetta væri póker þá færi ég „all in“ á sigur í næsta leik.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson var hetja Tindastóls þegar hann tryggði liðinu sigur á Hetti 81—84 með þriggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Þetta var fyrsti sigur Tindastóls eftir þrjá tapleiki í röð. Harmsaga Hattar heldur hins vegar áfram. Tindastólsmenn keyrðu upp hraðann strax í byrjun leiks í kvöld og skoruðu fyrstu stigin. Þeir léku framliggjandi vörn og pressuðu stíft á Hattarmenn. Heimamenn fundu hins vegar fljótt glufur á milli í vörninni eða á bakvið hana og nýttu sér þær vel framan af. Einkum var það Tobin Carberry sem skoraði 16 stig í fyrsta leikhluta enda var Höttur 27-21 yfir að honum loknum. Gestunum gekk betur að hemja Tobin í öðrum leikhluta en þá losnaði um aðra, einkum fyrirliðann Hrein Gunnar Birgisson sem var skæður fyrir utan þriggja stiga línuna. Hreinn Gunnar er uppalinn á Sauðárkróknum en bróðir hans, Svavar Atli, spilaði með Tindastól og báru bræðurnir báðir númerið 10 í kvöld. Hreinn Gunnar kom Hetti í 44-36 þegar skammt var eftir af hálfleiknum en þá tók við rispa hjá Tindastóli þannig að staðan í hálfleik var 46-43. Liðin skiptust gjarnan á að skora nokkur stig í röð en forustan var yfirleitt Hattar. Hraðinn í sókninni virtist stundum koma í bakið á Tindastólsmönnum þannig að þeir töpuðu boltanum og gáfu heimamönnum skyndisóknir. Gestunum vegnaði betur þegar þeir náðu að stilla vörninni upp og þriggja stiga skyttur þeirra áttu nokkra fína spretti. Þannig var síðasta karfa þriðja leikhluta sem Helgi Rafn Margeirsson skoraði og minnkaði muninn í 63-58. Myron Dempsey lék sinn fyrsta leik fyrir Tindastól í kvöld en var notaður sparlega en Anthony Gurley stóð í eldlínunni. Honum var meðal annars ætlað að dekka Tobin framan af en fékk þá töluvert af villum á sig, reyndar eins og Tindastólsliðið allt en tíu villur voru dæmdar á það í fyrsta leikhluta. Gurley braut hins vegar ekkert af sér í fjórða leikhluta og var lykilmaður þegar Tindastólsmenn snéru leiknum sér í hag. Þeir skelltu vörninni í lás framan af fjórða leikhluta en sókn Hattar sigldi í strand. Heimamenn fengu nær engin opin skot en lögðu líka upp með leikkerfi sem komu þeim í vandræði undir körfunni þar sem gestirnir voru þá orðnir þéttir fyrir. Um miðjan leikhlutann jöfnuðu þeir leikinn og snéru honum sér í vil þannig að þegar tvær mínútur voru eftir var staðan 73-80. Var þá staðan í leikhlutanum 10-22. Sigmar Hákonarson, sem átti fínan leik fyrir Hött í kvöld, kom heimamönnum aftur inn í leikinn með þriggja stiga körfu. Hattarmenn börðust áfram en sóknir Tindastóls urðu brothættari og þegar 9,5 sekúndur voru eftir höfðu Hattarmenn jafnað í 81-81. Þeir hefðu hins vegar getað verið yfir hefðu þeir nýtt vítaskot sín betur. Þau urðu dýrkeypt. Gestirnir lögðu upp í síðustu sóknina og dró Darrel Lewis til sín þrjá Hattarmenn. Hann kom boltanum niður í hornið á Pétur Rúnar, sem til þessa hafði aðeins skorað úr tveimur vítaskotum í lok fyrri hálfleiks, sem var gapandi laus í vinstra horninu og setti niður þriggja stiga skot. Hattarmenn fengu 1,8 sekúndur til að jafna og náðu skoti. Hreinn Gunnar komst upp í þriggja stiga skot en það fór í spjaldið, hringinn og þaðan niður í gólfið. Tindastólsmenn vita hvernig er að tapa naumlega en þeir hafa tapað síðustu þremur leikjum með 3-5 stigum. Sigurinn í kvöld er mikilvægur fyrir þá í baráttunni við Grindavík og Snæfell um sæti í úrslitakeppnini. Hattarmenn sitja hins vegar enn einu sinni eftir með tvær hendur tómar eftir að hafa verið yfir lungann úr leiknum. Sú staða kristallast kannski í orðum húsvarðarins í íþróttahúsinu á Egilsstöðum sem lagði til að ljósin yrðu framvegis slökkt eftir þriðja leikhluta.Pétur Rúnar Birgisson.Vísir/VilhelmPétur Rúnar: Léttir að sjá boltann í körfunni Pétur Rúnar Birgisson segir að liðsmenn Tindastóls hafi gert sér hlutina erfiðari en þeir hefðu þurft að vera á Egilsstöðum í kvöld. Pétur Rúnar skoraði sigurkörfuna þegar tvær sekúndur voru eftir. „Kerfið var teiknað upp fyrir Lewis sem gerði vel, hann fékk skrín og keyrði inn í teiginn. Hattarmenn sóttu að honum þannig ég var galopinn í horninu. Sem betur fer setti ég boltann ofan í. Það var mikill léttir að sjá boltann ofan í. Ég hafði ekki skotið mikið og bara skorað tvö stig.“ Hann sagði að von hefði verið á erfiðum leik gegn Hetti en Tindastólsmenn hefðu samt mátt gera betur. „Þeir hafa staðið í öllum liðum eftir áramót og það varð engin breyting á í kvöld. Við kláruðum þetta en sigurinn var ljótur. Við komum alltof sofandi inn í leikinn og þegar við vöknuðum og náðum þeim sofnuðum við aftur og þá varð munurinn á ný 7-10 stig.“ Höttur-Tindastóll 81-84 (27-22, 19-21, 17-15, 18-26)Höttur: Tobin Carberry 31/10 fráköst/10 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 15/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 12/9 fráköst, Sigmar Hákonarson 12, Eysteinn Bjarni Ævarsson 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Gísli Þórarinn Hallsson 1.Tindastóll: Anthony Isaiah Gurley 17, Darrel Keith Lewis 16/4 fráköst/7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 11, Myron Dempsey 11, Svavar Atli Birgisson 8/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Pétur Rúnar Birgisson 5, Darrell Flake 2.José María Costa Gómez.Vísir/ErnirJosé María Costa Gómez: Leituðum að þriggja stiga skoti í lokin Leikkerfi José María, þjálfara Tindastóls, gekk upp þegar Pétur Rúnar Birgisson tryggði liðinu sigur á Hetti með þriggja stiga skoti þegar tvær sekúndur voru eftir. „Við settum upp sókn þar sem skrínað var fyrir Lewis. Þá áttu fjórir aðrir að vera lausir. Við vissum að teigurinn yrði pakkaður með 5 leikmönnum svo við leituðum að þriggja stiga skoti,“ sagði Jose María Niður í vinstra horninu var Pétur Rúnar laus og hann nýtti færið. Tindastólsliðið spilaði framliggjandi vörn lungann úr leiknum og reyndi að keyra upp hraðann gegn Hetti. „Við vissum að þeir eru yfirleitt með fimm leikmenn sem spila meira en 30 mínútur í leik. Við reyndum því að spila hraðari leik þannig þeir yrðu þreyttari í lokin.“ Leikurinn snérist hins vegar í fjórða leikhluta þegar Tindastólsvörnin small. „Við vorum með tvo stóra menn inni í teignum og leyfðum þeim frekar að taka þriggja stiga skot.“ Hann sagðist hins vegar vorkenna stuðningsmönnum Hattar. „Ég skil hvernig þeim líður því liðið hefur lagt sig fram og spilað vel en er samt í vondri stöðu. Við vissum að leikurinn yrði erfiður því síðustu leikir þeirra hafa verið afar jafnir og trúlega hefðu þeir átt að vinna tvo þeirra. Við þekkjum hins vegar stöðuna því við höfum tapað síðustu þremur leikjum naumlega. Við unnum loks sigur og ég er ánægður fyrir hönd leikmanna minna.“Viðar Örn Hafsteinsson.Vísir/AntonViðar Örn: Viss um að boltinn færi ef myndatökumaðurinn kastaði honum úr vinstra horninu „Svo er það helvítis vinstra hornið. Þetta er þriðji leikurinn sem við töpum þaðan. Logi Gunnarsson jafnaði gegn okkur í Njarðvík, svo er það Sherrod Wright gegn okkur í þriðju umferð og nú Pétur Pan. Ég er nokkuð viss um að ef Hjalti Stefánsson myndatökumaður kastaði boltanum úr vinsta horninu þá færi hann ofan í.“ Þannig hljómaði lýsing Viðars Arnars Hafsteinssonar á síðustu sókn Tindastóls í kvöld sem vann Hött með þriggja stiga körfu á lokasekúndunum. Það var fjórði leikhlutinn sem reyndist Hetti erfiður í kvöld. „Við reyndum möguleika í sókninni sem gengu ekki upp. Það voru hlutir sem ég bað leikmennina um að gera en þeir festust kannski í þeim full lengi. Tindastólsliðið er öflugt og hópurinn breiður. Við notum bekkinn ekki jafn mikið og það er kannski eitthvað sem við þurfum að horfa í. Menn eru orðnir þreyttir. Mér fannst við hins vegar hafa betra vald á þessum leik en þeim síðustu og ég er ánægður með karakterinn sem við sýnum með að jafna í lokin eftir að hafa verið sjö stigum undir. Við töpum boltanum hins vegar of oft, 20 sinnum og 69% vítanýting er ekki ásættanleg. Höttur leiddi hins vegar lungann úr leiknum. „Ég held að við höfum verið yfir í 30 mínútur. Við spilum fyrri hálfleikinn ljómandi vel en þurfum greinilega að gera aðeins betur. Sigrarnir hljóta samt að fara að detta. Ef þetta væri póker þá færi ég „all in“ á sigur í næsta leik.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira