Fullkomin kveðjustund hjá Peyton? Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2016 08:00 Peyton Manning er talinn líklegur til að leggja skóna á hilluna eftir leikinn enda orðinn 39 ára gamall. Vísir/Getty Marinerið kjúklingavængina og kælið mjöðinn. Það er að komið að því. Einn af helstu helgidögum Bandaríkjanna gengur í garð á sunnudaginn þegar Super Bowl-leikurinn, úrslitaleikur NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, fer fram í Santa Clara í Kaliforníu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsending klukkan 22.45. Bandaríkjamenn neyta aðeins meira af mat og drykk á sjálfan þakkargjörðardaginn, en neyslan er næstmest þegar þessi risastóri kappleikur, sem 168 milljónir Bandaríkjamanna horfa á, stendur yfir. Umgjörðin er engu lík og kosta 30 sekúndna auglýsingar í hálfleik ekki nema fjórar og hálfa milljón Bandaríkjadala. Í ár mætast Carolina Panthers, sigurvegarar Þjóðardeildarinnar, og Denver Broncos, sigurvegarar Ameríkudeildarinnar. Mikill munur er á sögu liðanna. Denver var stofnað 1960 og er eitt stærsta nafnið í deildinni. Liðið hefur átta sinnum áður komist í Super Bowl og tvisvar sinnum unnið, síðast 1998. Carolina er mun yngra lið, stofnað 1995. Það hefur einu sinni áður komist í úrslit en tapaði þá á móti New England Patriots.Cam Newton.Vísir/GettyFolinn og gæðingurinn Eins og svo oft áður beinast augu flestra að leikstjórnendum liðanna og það réttilega. Að þessu sinni mætast tveir afskaplega hæfileikaríkir menn sem eru hvor á sínum enda ferilsins. Cam Newton hjá Carolina er aðeins 26 ára gamall og á sínu fimmta ári í deildinni á meðan Peyton Manning hjá Denver er 39 ára er á sínu 18. ári. Þarna mætast alvöru foli (Cam) og traustur gæðingur (Peyton) sem hefur verið andlit deildarinnar í tæpa tvo áratugi eða síðan hann kom inn í deildina árið 1998. Cam Newton er framtíð NFL-deildarinnar. Hann er íþróttafrík í allra besta skilningi þess orðs og algjör unun að horfa á hann. Newton hefur tekið stórstígum framförum síðan hann kom inn í deildina og er ekki bara öflugur leikmaður í dag heldur mikill leiðtogi. Manning hefur á sama tíma verið á hraðri niðurleið. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin tvö ár og verið skugginn af sjálfum sér. Manning heltist úr lestinni í níundu umferð deildarkeppninnar vegna meiðsla en kom aftur inn í úrslitakeppnina og fær nú eitt tækifæri í viðbót til að vinna annan Super Bowl-titil.Peyton Manning og Eli Manning.Vísir/GettyTveir eins og Eli?Allt frá því að Peyton Manning kom inn í deildina hefur hann verið aðalmaðurinn í sínu liði og helsta ástæða velgengni þess. Bæði þegar hann spilaði með Indianapolis Colts og síðar Denver. Þannig er það ekki núna. Denver er ekki komið í Super Bowl-leikinn vegna Peytons sem hefur verið ömurlegur á leiktíðinni og kastað boltanum mun oftar frá sér en á samherja inn í endamarkið. Varnarleikurinn er það sem kom Denver þetta langt, en liðið er með bestu vörn deildarinnar og eina bestu vörn sem sést hefur í NFL. Það er eilítið skoplegt að hugsa til þess að í eina skiptið sem Peyton vann Super Bowl mætti hann Chicago Bears sem var með ömurlegan leikstjórnanda en frábæra vörn. Manning á flest öll met sem þess virði er að tala um í deildarkeppninni. Flestir kastjardar, flest snertimörk, flest hitt og þetta. Í úrslitakeppninni hefur hann því miður tapað fleiri leikjum en hann hefur unnið og fengið á sig svolítinn lúsersstimpil. Enginn hefur tapað fleiri leikjum í úrslitakeppninni en hann. Núna fær hann samt fullkomið tækifæri til að ríða út í sólarlagið með annan meistarahring á hendinni. Það yrði frábært svar til allra þeirra sem voru búnir að afskrifa hann og umfram allt ætti hann þá loksins jafn marga meistarahringa og bróðir hans, Eli Manning.Peyton Manning á móti Seattle Seahawks í Super Bowl fyrir tveimur árum.Vísir/GettySvipar til Seattle Þegar Peyton fór síðast með Denver í Super Bowl fyrir tveimur árum var girt niður um leikmenn Broncos og þeir rassskelltir í beinni útsendingu af Seattle Seahawks. Denver-liðið réð ekkert við vondu og grimmu strákana frá Seattle með nýjan ofurstjörnuleikstjórnanda sem unnu ótrúlegan sigur. Carolina-liðið er mjög svipað Seattle fyrir tveimur árum og það ætti Denver-liðið að óttast. Þarna er hópur manna sem virðist tilbúinn að vinna. Carolina vann 15 leiki af 16 í deildarkeppninni og niðurlægði svo frábært lið Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Carolina er með nýjan ofurstjörnuleikstjórnanda, góðan hlaupara og grimma vörn, alveg eins og Seattle fyrir tveimur árum. Vörn Denver sýndi í úrslitum Ameríkudeildarinnar hversu góð hún er þegar hún lokaði á öll sóknarvopn Toms Brady. Hún þarf aftur á móti að vinna á öllum túrbínum til að stoppa Cam Newton og félaga sem virðast ósnertanlegir. En ótrúlegir hlutir hafa gerst í Super Bowl. Eli Manning, litli bróðir Peytons, sannaði það í tvígang á móti New England Patriots. Nú er komið að stóra bróður að kveðja á fullkominn máta. NFL Tengdar fréttir Hjátrúarfullur Curry ætlar að hjálpa Panthers að vinna Super Bowl Besti leikmaður NBA-deildarinnar, Steph Curry, er mikill stuðningsmaður Carolina Panthers sem spilar í Super Bowl um næstu helgi. 1. febrúar 2016 23:30 Ætlar að spila handleggsbrotinn í Super Bowl Þegar Super Bowl er annars vegar þá láta menn ekkert stoppa sig. Ekki einu sinni handleggsbrot. 2. febrúar 2016 14:00 Skrautlegur fjölmiðladagur í aðdraganda Super Bowl | Myndir Super Bowl-vikan hófst formlega í gær þegar fjölmiðladagurinn var haldinn í San Jose. 2. febrúar 2016 18:00 Peyton vill ekki staðfesta að hann sé að hætta Þó svo flestir séu á því að Super Bowl-leikurinn á sunnudag verði síðasti leikurinn á glæstum ferli Peyton Manning þá neitar leikstjórnandinn að lýsa því yfir að hann sé að hætta. 2. febrúar 2016 20:15 Ódýrustu miðarnir fara á um 400 þúsund krónur Það er ekkert fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á Super Bowl en það er þó ódýrara að fá miða í ár en oft áður. 3. febrúar 2016 18:00 Spáir tölvuleikur aftur fyrir um hárrétt úrslit í Super Bowl? Madden NFL tölvuleikurinn var með hárrétt úrslit í Super Bowl-leiknum í fyrra og er nú búinn að koma með sinn spádóm fyrir leikinn um næstu helgi. 3. febrúar 2016 23:15 Trump spáir því að Denver vinni Super Bowl Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur reyndar ekki verið góður spámaður hingað til. 1. febrúar 2016 19:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Marinerið kjúklingavængina og kælið mjöðinn. Það er að komið að því. Einn af helstu helgidögum Bandaríkjanna gengur í garð á sunnudaginn þegar Super Bowl-leikurinn, úrslitaleikur NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, fer fram í Santa Clara í Kaliforníu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsending klukkan 22.45. Bandaríkjamenn neyta aðeins meira af mat og drykk á sjálfan þakkargjörðardaginn, en neyslan er næstmest þegar þessi risastóri kappleikur, sem 168 milljónir Bandaríkjamanna horfa á, stendur yfir. Umgjörðin er engu lík og kosta 30 sekúndna auglýsingar í hálfleik ekki nema fjórar og hálfa milljón Bandaríkjadala. Í ár mætast Carolina Panthers, sigurvegarar Þjóðardeildarinnar, og Denver Broncos, sigurvegarar Ameríkudeildarinnar. Mikill munur er á sögu liðanna. Denver var stofnað 1960 og er eitt stærsta nafnið í deildinni. Liðið hefur átta sinnum áður komist í Super Bowl og tvisvar sinnum unnið, síðast 1998. Carolina er mun yngra lið, stofnað 1995. Það hefur einu sinni áður komist í úrslit en tapaði þá á móti New England Patriots.Cam Newton.Vísir/GettyFolinn og gæðingurinn Eins og svo oft áður beinast augu flestra að leikstjórnendum liðanna og það réttilega. Að þessu sinni mætast tveir afskaplega hæfileikaríkir menn sem eru hvor á sínum enda ferilsins. Cam Newton hjá Carolina er aðeins 26 ára gamall og á sínu fimmta ári í deildinni á meðan Peyton Manning hjá Denver er 39 ára er á sínu 18. ári. Þarna mætast alvöru foli (Cam) og traustur gæðingur (Peyton) sem hefur verið andlit deildarinnar í tæpa tvo áratugi eða síðan hann kom inn í deildina árið 1998. Cam Newton er framtíð NFL-deildarinnar. Hann er íþróttafrík í allra besta skilningi þess orðs og algjör unun að horfa á hann. Newton hefur tekið stórstígum framförum síðan hann kom inn í deildina og er ekki bara öflugur leikmaður í dag heldur mikill leiðtogi. Manning hefur á sama tíma verið á hraðri niðurleið. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin tvö ár og verið skugginn af sjálfum sér. Manning heltist úr lestinni í níundu umferð deildarkeppninnar vegna meiðsla en kom aftur inn í úrslitakeppnina og fær nú eitt tækifæri í viðbót til að vinna annan Super Bowl-titil.Peyton Manning og Eli Manning.Vísir/GettyTveir eins og Eli?Allt frá því að Peyton Manning kom inn í deildina hefur hann verið aðalmaðurinn í sínu liði og helsta ástæða velgengni þess. Bæði þegar hann spilaði með Indianapolis Colts og síðar Denver. Þannig er það ekki núna. Denver er ekki komið í Super Bowl-leikinn vegna Peytons sem hefur verið ömurlegur á leiktíðinni og kastað boltanum mun oftar frá sér en á samherja inn í endamarkið. Varnarleikurinn er það sem kom Denver þetta langt, en liðið er með bestu vörn deildarinnar og eina bestu vörn sem sést hefur í NFL. Það er eilítið skoplegt að hugsa til þess að í eina skiptið sem Peyton vann Super Bowl mætti hann Chicago Bears sem var með ömurlegan leikstjórnanda en frábæra vörn. Manning á flest öll met sem þess virði er að tala um í deildarkeppninni. Flestir kastjardar, flest snertimörk, flest hitt og þetta. Í úrslitakeppninni hefur hann því miður tapað fleiri leikjum en hann hefur unnið og fengið á sig svolítinn lúsersstimpil. Enginn hefur tapað fleiri leikjum í úrslitakeppninni en hann. Núna fær hann samt fullkomið tækifæri til að ríða út í sólarlagið með annan meistarahring á hendinni. Það yrði frábært svar til allra þeirra sem voru búnir að afskrifa hann og umfram allt ætti hann þá loksins jafn marga meistarahringa og bróðir hans, Eli Manning.Peyton Manning á móti Seattle Seahawks í Super Bowl fyrir tveimur árum.Vísir/GettySvipar til Seattle Þegar Peyton fór síðast með Denver í Super Bowl fyrir tveimur árum var girt niður um leikmenn Broncos og þeir rassskelltir í beinni útsendingu af Seattle Seahawks. Denver-liðið réð ekkert við vondu og grimmu strákana frá Seattle með nýjan ofurstjörnuleikstjórnanda sem unnu ótrúlegan sigur. Carolina-liðið er mjög svipað Seattle fyrir tveimur árum og það ætti Denver-liðið að óttast. Þarna er hópur manna sem virðist tilbúinn að vinna. Carolina vann 15 leiki af 16 í deildarkeppninni og niðurlægði svo frábært lið Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Carolina er með nýjan ofurstjörnuleikstjórnanda, góðan hlaupara og grimma vörn, alveg eins og Seattle fyrir tveimur árum. Vörn Denver sýndi í úrslitum Ameríkudeildarinnar hversu góð hún er þegar hún lokaði á öll sóknarvopn Toms Brady. Hún þarf aftur á móti að vinna á öllum túrbínum til að stoppa Cam Newton og félaga sem virðast ósnertanlegir. En ótrúlegir hlutir hafa gerst í Super Bowl. Eli Manning, litli bróðir Peytons, sannaði það í tvígang á móti New England Patriots. Nú er komið að stóra bróður að kveðja á fullkominn máta.
NFL Tengdar fréttir Hjátrúarfullur Curry ætlar að hjálpa Panthers að vinna Super Bowl Besti leikmaður NBA-deildarinnar, Steph Curry, er mikill stuðningsmaður Carolina Panthers sem spilar í Super Bowl um næstu helgi. 1. febrúar 2016 23:30 Ætlar að spila handleggsbrotinn í Super Bowl Þegar Super Bowl er annars vegar þá láta menn ekkert stoppa sig. Ekki einu sinni handleggsbrot. 2. febrúar 2016 14:00 Skrautlegur fjölmiðladagur í aðdraganda Super Bowl | Myndir Super Bowl-vikan hófst formlega í gær þegar fjölmiðladagurinn var haldinn í San Jose. 2. febrúar 2016 18:00 Peyton vill ekki staðfesta að hann sé að hætta Þó svo flestir séu á því að Super Bowl-leikurinn á sunnudag verði síðasti leikurinn á glæstum ferli Peyton Manning þá neitar leikstjórnandinn að lýsa því yfir að hann sé að hætta. 2. febrúar 2016 20:15 Ódýrustu miðarnir fara á um 400 þúsund krónur Það er ekkert fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á Super Bowl en það er þó ódýrara að fá miða í ár en oft áður. 3. febrúar 2016 18:00 Spáir tölvuleikur aftur fyrir um hárrétt úrslit í Super Bowl? Madden NFL tölvuleikurinn var með hárrétt úrslit í Super Bowl-leiknum í fyrra og er nú búinn að koma með sinn spádóm fyrir leikinn um næstu helgi. 3. febrúar 2016 23:15 Trump spáir því að Denver vinni Super Bowl Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur reyndar ekki verið góður spámaður hingað til. 1. febrúar 2016 19:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Hjátrúarfullur Curry ætlar að hjálpa Panthers að vinna Super Bowl Besti leikmaður NBA-deildarinnar, Steph Curry, er mikill stuðningsmaður Carolina Panthers sem spilar í Super Bowl um næstu helgi. 1. febrúar 2016 23:30
Ætlar að spila handleggsbrotinn í Super Bowl Þegar Super Bowl er annars vegar þá láta menn ekkert stoppa sig. Ekki einu sinni handleggsbrot. 2. febrúar 2016 14:00
Skrautlegur fjölmiðladagur í aðdraganda Super Bowl | Myndir Super Bowl-vikan hófst formlega í gær þegar fjölmiðladagurinn var haldinn í San Jose. 2. febrúar 2016 18:00
Peyton vill ekki staðfesta að hann sé að hætta Þó svo flestir séu á því að Super Bowl-leikurinn á sunnudag verði síðasti leikurinn á glæstum ferli Peyton Manning þá neitar leikstjórnandinn að lýsa því yfir að hann sé að hætta. 2. febrúar 2016 20:15
Ódýrustu miðarnir fara á um 400 þúsund krónur Það er ekkert fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á Super Bowl en það er þó ódýrara að fá miða í ár en oft áður. 3. febrúar 2016 18:00
Spáir tölvuleikur aftur fyrir um hárrétt úrslit í Super Bowl? Madden NFL tölvuleikurinn var með hárrétt úrslit í Super Bowl-leiknum í fyrra og er nú búinn að koma með sinn spádóm fyrir leikinn um næstu helgi. 3. febrúar 2016 23:15
Trump spáir því að Denver vinni Super Bowl Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur reyndar ekki verið góður spámaður hingað til. 1. febrúar 2016 19:00