Sport

Under Armour veðjaði á rétta menn | Með samning við bestu menn í öllum greinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryce Harper, Stephen Curry, Cam Newton og Carey Price.
Bryce Harper, Stephen Curry, Cam Newton og Carey Price. Vísir/Getty
Forráðamenn Under Armour íþróttavöruframleiðandans geta verið kátir þessa dagana og það er eflaust von á markaðsátaki sem segir frá athyglisverðri staðreynd.

Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers liðsins, var í gær valinn mikilvægasti leikmaðurinn í ameríska fótboltanum. Það kom fáum á óvart enda hefur hann átt magnað tímabil hjá liði sem vann 15 af 16 leikjum sínum og er komið alla leið í úrslitaleikinn um titilinn.

Þetta þýðir jafnframt að allir ríkjandi bestu leikmennirnir í fjórum stærstu atvinnumannagreinunum í Bandaríkjunum eru nú á samningi hjá Under Armour.

Hinir eru Stephen Curry hjá NBA-körfuboltaliðinu Golden State Warriors, Bryce Harper hjá MLB-hafnarboltaliði Washington Nationals og Carey Price, markvörður NHL-íshokkíliðsins Montreal Canadiens.

Að auki er síðan kylfingurinn Jordan Spieth einnig á samningi hjá Under Armour en Spieth vann tvö risamót á síðasta ári og var kosinn besti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni.

Allir eru þessir kappar á besta aldri, frá 22 ára til 28 ára, og þeir gætu því allir bætt mörkum skrautfjöðrum í hattinn á næstu árum.

Cam Newton, sem er 26 ára gamall og á sínum fimmta tímabili í NFL-deildinni, gæti byrjað á því strax í kvöld þegar hann og félagar hans í Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Super Bowl.

Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 23.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.



NFL

Tengdar fréttir

Peyton vill ekki staðfesta að hann sé að hætta

Þó svo flestir séu á því að Super Bowl-leikurinn á sunnudag verði síðasti leikurinn á glæstum ferli Peyton Manning þá neitar leikstjórnandinn að lýsa því yfir að hann sé að hætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×