Skikkaður til að drepa Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. janúar 2016 07:00 Úkraínski liðhlaupinn og Arndís Anna Kristínar og Gunnarsdóttir Hermaðurinn fyrrverandi kemur á fund blaðamanns með Arndísi Gunnarsdóttur, talsmanni hans hjá Rauða krossinum. Hann leggur líf sitt í hættu með því að ræða við fjölmiðla og því kemur hann ekki fram undir nafni. Hann er rúmlega fimmtíu ára gamall og kom til landsins fyrir um það bil ári. Hann framvísaði úkraínsku vegabréfi og gaf sig fram við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og óskaði eftir hæli á Íslandi. Hann er hraustlegur en það er þungt yfir honum. Hann hefur búið í Reykjanesbæ, þar hefur hann fengið sálfræðiaðstoð vegna áfallastreitu. Hann segist gjarnan myndu vilja læra íslensku en talar ekki mikla ensku, svo það reynist erfitt.Þetta er ekki kvikmynd Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann flýr stríðið. Hann gerði tilraun til flótta fyrir nokkrum árum og flúði til annars lands. Hann var sendur aftur til Úkraínu. Eftir fyrsta flóttann var hann umsvifalaust kallaður í herinn aftur og sendur til baráttu í fremstu víglínu við uppreisnarsamtök aðskilnaðarsinna í Austur- Úkraínu þar sem hefur verið mikið mannfall. Í átökunum þar sem hann barðist létu eitt þúsund úkraínskir hermenn lífið. Hann segir hermenn hafa verið illa búnum vistum og hergögnum. „Þetta var nánast sjálfsvíg. Þetta er ekki kvikmynd, fólk var að deyja,“ segir hann og brotnar saman. Hann grætur og felur andlitið í greipum sér. Stendur upp og gengur um til að jafna sig. „Hann brotnaði líka saman í viðtali við kærunefnd,“ segir Arndís frá. Hann neitaði að fylgja frekari fyrirmælum yfirmanna og flúði til Íslands. Hann segir að í kjölfar þessara atburða geti hann ekki hugsað sér að taka þátt í stríðinu lengur. Hann hafi séð nógu mikið af blóði og mannskæðum átökum um ævina. Hann hafi tilneyddur þurft að taka þátt í tvennum blóðugum stríðsátökum og megni ekki meir.Synjað um hæli Útlendingastofnun synjaði honum um hæli sem flóttamanni á Íslandi vegna þess að þær hótanir og ofbeldi sem hann hefur orðið fyrir vegna þátttöku sinnar í átökum í Úkraínu geti ekki talist til ofsókna. Í rökstuðningi stofnunarinnar segir að andstæðingar ríkjandi stjórnvalda á Krímskaga séu úr röðum aðskilnaðarsinna. Ekki úr eigin herliði. Í ákvörðuninni segir ennfremur að ríkjandi stjórnvöld á Krímskaga hafi gert lista með 344 einstaklingum sem eru taldir andstæðingar þeirra og um leið óæskilegir sem fá ekki að snúa til baka á svæðið. Segir þar að þessir aðilar séu allir stjórnendur og hátt settir einstaklingar innan raða aðskilnaðarsinna og verði ekki séð að hermaðurinn fyrrverandi sé þeirra á meðal. Af þessu er dregin sú ályktun að hann sé ekki í neinni hættu í heimalandinu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Arndís bendir á að það séu ekki aðeins þeir hátt settu sem eigi að njóta verndar. „Meira að segja í tilvikum þar sem vafi leikur á um hvort krafa um hæli geti grundvallast á flótta undan herskyldu af samviskuástæðum, telst það til ofsókna þegar aðstæður þeirra sem eru neyddir til að gegna herþjónustunni eru svo slæmar að jafnast á við pyntingar eða ómannúðlega meðferð í skilningi mannréttindasamninga. Það eru ekki bara hátt settir sem verða fyrir ofsóknum og eiga að njóta verndar. Það að skorast undan herskyldu getur veitt rétt til alþjóðlegrar verndar þegar fólki er ekki gefinn kostur á því að skorast undan herskyldu af samviskuástæðum. Þetta hefur verið staðfest af Mannréttindadómstóli Evrópu,“ segir hún.Vill ekki drepa Arndís greinir frá ástæðum flótta umbjóðanda síns „Meginástæður fyrir flótta hans frá Úkraínu eru tvær. Annars vegar sú staðreynd að hann er ofsóttur vegna stjórnmálaskoðana sinna þar sem hann tók virkan þátt í stjórnmálum. Þá sá hann engan kost annan en að flýja heimaland sitt vegna þess að hann var þvingaður í fremstu víglínu gegn eigin vilja. Vegna flóttans á hann yfir höfði sér fangelsisrefsingu fyrir liðhlaup og fyrir að hafa neitað að fylgja fyrirmælum yfirmanna sinna í úkraínska hernum.“ Í ákvörðun Útlendingastofnunar segir að umsækjandi hafi ekki borið það fyrir sig að hafa skorast undan herskyldu af þeim ástæðum sem veita rétt til alþjóðlegrar verndar heldur að hann hafi kveðið ástæðuna vera óviðunandi aðbúnað í úkraínska hernum. Arndís gerir alvarlega athugasemd við þessa staðhæfingu Útlendingastofnunar og telur hana villandi þar sem snúið er út úr frásögn kæranda. „Það er ekki tekin afstaða til þeirrar málsástæðu að hann á yfir höfði sér fangelsisrefsingu fyrir að hafa gerst liðhlaupi og þess að hann vill samvisku sinnar vegna ekki taka þátt í aðgerðum sem hann telur að jafnist á við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann. Hann vill ekki drepa, vill ekki taka þátt í stríði, það er sannfæring hans.“ Hermaðurinn fyrrverandi segist þakklátur fyrir aðbúnað á Íslandi.„Þið eruð friðsæl þjóð og vinaleg sem takið afstöðu gegn stríði. Þess vegna kom ég hingað. Þess vegna vil ég vera hér. Ég vil ekki drepa, ég vil ekki taka þátt í stríði.“Ástandið í Úkraínu Í nýlegri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 15. janúar 2015 segir að í ljósi versnandi ástands í Úkraínu á árinu sé mikilvægt að endurmeta stöðu þeirra einstaklinga sem flúið hafa aðstæður þar í landi og sótt um hæli í öðrum löndum og fengið neitun. Segir í skýrslunni að sérstaklega beri þar að skoða mál þeirra sem flýja vegna pólitískra ofsókna og þeirra sem flýja herskyldu. Í annarri nýlegri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að átökin í austurhluta Úkraínu hafi kostað í kringum 5.500 manns lífið og hrakið um milljón einstaklinga á flótta. Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hermaðurinn fyrrverandi kemur á fund blaðamanns með Arndísi Gunnarsdóttur, talsmanni hans hjá Rauða krossinum. Hann leggur líf sitt í hættu með því að ræða við fjölmiðla og því kemur hann ekki fram undir nafni. Hann er rúmlega fimmtíu ára gamall og kom til landsins fyrir um það bil ári. Hann framvísaði úkraínsku vegabréfi og gaf sig fram við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og óskaði eftir hæli á Íslandi. Hann er hraustlegur en það er þungt yfir honum. Hann hefur búið í Reykjanesbæ, þar hefur hann fengið sálfræðiaðstoð vegna áfallastreitu. Hann segist gjarnan myndu vilja læra íslensku en talar ekki mikla ensku, svo það reynist erfitt.Þetta er ekki kvikmynd Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann flýr stríðið. Hann gerði tilraun til flótta fyrir nokkrum árum og flúði til annars lands. Hann var sendur aftur til Úkraínu. Eftir fyrsta flóttann var hann umsvifalaust kallaður í herinn aftur og sendur til baráttu í fremstu víglínu við uppreisnarsamtök aðskilnaðarsinna í Austur- Úkraínu þar sem hefur verið mikið mannfall. Í átökunum þar sem hann barðist létu eitt þúsund úkraínskir hermenn lífið. Hann segir hermenn hafa verið illa búnum vistum og hergögnum. „Þetta var nánast sjálfsvíg. Þetta er ekki kvikmynd, fólk var að deyja,“ segir hann og brotnar saman. Hann grætur og felur andlitið í greipum sér. Stendur upp og gengur um til að jafna sig. „Hann brotnaði líka saman í viðtali við kærunefnd,“ segir Arndís frá. Hann neitaði að fylgja frekari fyrirmælum yfirmanna og flúði til Íslands. Hann segir að í kjölfar þessara atburða geti hann ekki hugsað sér að taka þátt í stríðinu lengur. Hann hafi séð nógu mikið af blóði og mannskæðum átökum um ævina. Hann hafi tilneyddur þurft að taka þátt í tvennum blóðugum stríðsátökum og megni ekki meir.Synjað um hæli Útlendingastofnun synjaði honum um hæli sem flóttamanni á Íslandi vegna þess að þær hótanir og ofbeldi sem hann hefur orðið fyrir vegna þátttöku sinnar í átökum í Úkraínu geti ekki talist til ofsókna. Í rökstuðningi stofnunarinnar segir að andstæðingar ríkjandi stjórnvalda á Krímskaga séu úr röðum aðskilnaðarsinna. Ekki úr eigin herliði. Í ákvörðuninni segir ennfremur að ríkjandi stjórnvöld á Krímskaga hafi gert lista með 344 einstaklingum sem eru taldir andstæðingar þeirra og um leið óæskilegir sem fá ekki að snúa til baka á svæðið. Segir þar að þessir aðilar séu allir stjórnendur og hátt settir einstaklingar innan raða aðskilnaðarsinna og verði ekki séð að hermaðurinn fyrrverandi sé þeirra á meðal. Af þessu er dregin sú ályktun að hann sé ekki í neinni hættu í heimalandinu vegna stjórnmálaskoðana sinna. Arndís bendir á að það séu ekki aðeins þeir hátt settu sem eigi að njóta verndar. „Meira að segja í tilvikum þar sem vafi leikur á um hvort krafa um hæli geti grundvallast á flótta undan herskyldu af samviskuástæðum, telst það til ofsókna þegar aðstæður þeirra sem eru neyddir til að gegna herþjónustunni eru svo slæmar að jafnast á við pyntingar eða ómannúðlega meðferð í skilningi mannréttindasamninga. Það eru ekki bara hátt settir sem verða fyrir ofsóknum og eiga að njóta verndar. Það að skorast undan herskyldu getur veitt rétt til alþjóðlegrar verndar þegar fólki er ekki gefinn kostur á því að skorast undan herskyldu af samviskuástæðum. Þetta hefur verið staðfest af Mannréttindadómstóli Evrópu,“ segir hún.Vill ekki drepa Arndís greinir frá ástæðum flótta umbjóðanda síns „Meginástæður fyrir flótta hans frá Úkraínu eru tvær. Annars vegar sú staðreynd að hann er ofsóttur vegna stjórnmálaskoðana sinna þar sem hann tók virkan þátt í stjórnmálum. Þá sá hann engan kost annan en að flýja heimaland sitt vegna þess að hann var þvingaður í fremstu víglínu gegn eigin vilja. Vegna flóttans á hann yfir höfði sér fangelsisrefsingu fyrir liðhlaup og fyrir að hafa neitað að fylgja fyrirmælum yfirmanna sinna í úkraínska hernum.“ Í ákvörðun Útlendingastofnunar segir að umsækjandi hafi ekki borið það fyrir sig að hafa skorast undan herskyldu af þeim ástæðum sem veita rétt til alþjóðlegrar verndar heldur að hann hafi kveðið ástæðuna vera óviðunandi aðbúnað í úkraínska hernum. Arndís gerir alvarlega athugasemd við þessa staðhæfingu Útlendingastofnunar og telur hana villandi þar sem snúið er út úr frásögn kæranda. „Það er ekki tekin afstaða til þeirrar málsástæðu að hann á yfir höfði sér fangelsisrefsingu fyrir að hafa gerst liðhlaupi og þess að hann vill samvisku sinnar vegna ekki taka þátt í aðgerðum sem hann telur að jafnist á við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann. Hann vill ekki drepa, vill ekki taka þátt í stríði, það er sannfæring hans.“ Hermaðurinn fyrrverandi segist þakklátur fyrir aðbúnað á Íslandi.„Þið eruð friðsæl þjóð og vinaleg sem takið afstöðu gegn stríði. Þess vegna kom ég hingað. Þess vegna vil ég vera hér. Ég vil ekki drepa, ég vil ekki taka þátt í stríði.“Ástandið í Úkraínu Í nýlegri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 15. janúar 2015 segir að í ljósi versnandi ástands í Úkraínu á árinu sé mikilvægt að endurmeta stöðu þeirra einstaklinga sem flúið hafa aðstæður þar í landi og sótt um hæli í öðrum löndum og fengið neitun. Segir í skýrslunni að sérstaklega beri þar að skoða mál þeirra sem flýja vegna pólitískra ofsókna og þeirra sem flýja herskyldu. Í annarri nýlegri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að átökin í austurhluta Úkraínu hafi kostað í kringum 5.500 manns lífið og hrakið um milljón einstaklinga á flótta.
Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira