Ríkið sparar og þjónusta við neytendur batnar skjóðan skrifar 20. janúar 2016 09:00 Skjóðan er ósammála Kára Stefánssyni um áfengi í matvöruverslanir. Vísir/GVA Skjóðan er alloft sammála Kára Stefánssyni, ekki síst þegar kemur að spítalamálum. Vitanlega á að reisa nýjan spítala og það strax. Ekki skiptir öllu máli hvar spítalinn er, svo lauslega sé vitnað í Kára sjálfan. Skjóðan fær sig hins vegar ekki til að taka undir með Kára þegar hann leggst gegn því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum og öðrum verslunum, sem ekki eru reknar af íslenska ríkinu. Skjóðunni finnst gæta tvískinnungs hjá Kára og öðrum þeim, sem berjast gegn því að einkaaðilum verði leyft að selja áfengi í verslunum. Einkaaðilar selja í dag áfengi á hundruðum veitingastaða og kráa án þess að amast sé við því. Það eru því haldlítil rök að sala áfengis í matvöruverslunum stefni þeim sem veikir eru fyrir áfengi í hættu. Það er hundalógík að telja í lagi að einkaaðilar selji áfenga drykki á börum en sé ekki treystandi til þess að afgreiða þá í lokuðum umbúðum í verslunum. Svo er það segin saga að fyllibyttur finna alltaf leiðir til að verða sér úti um áfengi. Þeir sem sjaldan umgangast áfengi eru líklegri en bytturnar til að passa ekki upp á að eiga rauðvínsflösku með sunnudagssteikinni eða púrtvín til að bjóða góðri frænku, sem óvænt ber að garði. Þannig er líklegt að skert aðgengi að áfengi bitni fremur á þeim hófsömu en hinum sem þykir sopinn full góður. Engin rök hafa verið færð fyrir því að verði sala áfengis leyfð í verslunum á vegum einkaaðila muni það fyrst og fremst gagnast einu eða tveimur fyrirtækjum, sem sópa muni hagnaði til sín. Hví skyldu ekki spretta upp hér sérhæfðar vínverslanir eins og algengt er erlendis, t.d. í smábæjum í Bretlandi? Sala áfengis getur orðið lyftistöng fyrir kaupmanninn á horninu, sem er í útrýmingarhættu. Ríkið sparar sér milljarða á því að þurfa ekki að reka verslanir, sem eingöngu selja áfengi, og heldur um leið þeim tekjum sem innheimtar eru með áfengisgjaldi. Einhverjar verslanir geta ákveðið að selja ekki áfengi, rétt eins og Bónus selur ekki tóbak í dag. Kári og aðrir þeir, sem ekki vilja hafa rauðvínið á sama stað og steikina, geta þá beint viðskiptum sínum til vínlausra verslana. Fyllibyttunum fjölgar ekkert við að áfengi sé selt í matvöruverslunum, ekki frekar en þeim hefur fjölgað með fjölgun vínveitingastaða. Skjóðan sér engin rök, sem hníga að því að ríkið stundi verslun með áfengi í einokunarverslunum, nú eða selji snyrtivörur í Keflavík eða reki fjölmiðla í Reykjavík.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Skjóðan er alloft sammála Kára Stefánssyni, ekki síst þegar kemur að spítalamálum. Vitanlega á að reisa nýjan spítala og það strax. Ekki skiptir öllu máli hvar spítalinn er, svo lauslega sé vitnað í Kára sjálfan. Skjóðan fær sig hins vegar ekki til að taka undir með Kára þegar hann leggst gegn því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum og öðrum verslunum, sem ekki eru reknar af íslenska ríkinu. Skjóðunni finnst gæta tvískinnungs hjá Kára og öðrum þeim, sem berjast gegn því að einkaaðilum verði leyft að selja áfengi í verslunum. Einkaaðilar selja í dag áfengi á hundruðum veitingastaða og kráa án þess að amast sé við því. Það eru því haldlítil rök að sala áfengis í matvöruverslunum stefni þeim sem veikir eru fyrir áfengi í hættu. Það er hundalógík að telja í lagi að einkaaðilar selji áfenga drykki á börum en sé ekki treystandi til þess að afgreiða þá í lokuðum umbúðum í verslunum. Svo er það segin saga að fyllibyttur finna alltaf leiðir til að verða sér úti um áfengi. Þeir sem sjaldan umgangast áfengi eru líklegri en bytturnar til að passa ekki upp á að eiga rauðvínsflösku með sunnudagssteikinni eða púrtvín til að bjóða góðri frænku, sem óvænt ber að garði. Þannig er líklegt að skert aðgengi að áfengi bitni fremur á þeim hófsömu en hinum sem þykir sopinn full góður. Engin rök hafa verið færð fyrir því að verði sala áfengis leyfð í verslunum á vegum einkaaðila muni það fyrst og fremst gagnast einu eða tveimur fyrirtækjum, sem sópa muni hagnaði til sín. Hví skyldu ekki spretta upp hér sérhæfðar vínverslanir eins og algengt er erlendis, t.d. í smábæjum í Bretlandi? Sala áfengis getur orðið lyftistöng fyrir kaupmanninn á horninu, sem er í útrýmingarhættu. Ríkið sparar sér milljarða á því að þurfa ekki að reka verslanir, sem eingöngu selja áfengi, og heldur um leið þeim tekjum sem innheimtar eru með áfengisgjaldi. Einhverjar verslanir geta ákveðið að selja ekki áfengi, rétt eins og Bónus selur ekki tóbak í dag. Kári og aðrir þeir, sem ekki vilja hafa rauðvínið á sama stað og steikina, geta þá beint viðskiptum sínum til vínlausra verslana. Fyllibyttunum fjölgar ekkert við að áfengi sé selt í matvöruverslunum, ekki frekar en þeim hefur fjölgað með fjölgun vínveitingastaða. Skjóðan sér engin rök, sem hníga að því að ríkið stundi verslun með áfengi í einokunarverslunum, nú eða selji snyrtivörur í Keflavík eða reki fjölmiðla í Reykjavík.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58
Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23
Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00