Lífið

Sóli við Aron Pálmars: „Réttast væri að berja þig aftur auminginn þinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Grínistinn og útvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm Sólmundarson fór gjörsamlega á kostum á Snapchat í gærkvöldi. Sóli er mjög virkur á Snapchat og hefur hann marga dygga fylgjendur. Í gærkvöldi hitti Sóli Aron Pálmarsson, landsliðsmann í handknattleik, á Kalda bar og lét hann heldur betur heyra það.

„Hvað ert þú að gera hérna? auminginn þinn,“ sagði Sóli við Aron sem sat við hliðin á honum í gærkvöldi. Íslenska landsliðið í handbolta er úr leik á Evrópumótinu sem fram fer þessa dagana í Póllandi. Liðið vann einn leik og tapaði tveimur og komst ekki áfram í milliriðil.

„Það vita kannski ekki allir að A í nafninu þínu stendur fyrir aumingi,“ sagði Sóli sem var augljóslega að grínast og tók Aron vel þátt í þessu gríni.

Hann sagði einnig; „Ég er að pæla að bregða þessum, því hann er aðallega í því að bregðast íslensku þjóðinni.“

Og hann hélt áfram: „Ég vil bara segja fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að réttast væri að berja þig aftur auminginn þinn.“ Snapchat-ið hjá Sóla Hólm er Soliholm en hér að ofan má sjá upptöku af þessari veislu frá því í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.