Eigum öll okkar flóð og finnum til með fólki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2016 09:45 „Sögurnar eru óendanlega margar og aldrei hægt að gera þeim öllum skil, þær eru það magnaðar að hver og ein gæti verið nægileg uppistaða í leikrit,“ segir Hrafnhildur. Vísir/Anton Þetta verkefni er búið að taka á en það hefur verið áhugavert, magnað og spennandi – allt í senn. Það hefur verið gefandi líka, við höfum hitt svo margt fólk sem hefur sýnt okkur svo mikið traust,“ segir Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, annar tveggja höfunda heimildarverksins Flóð sem verður frumsýnt í kvöld í Borgarleikhúsinu og fjallar um snjóflóðið á Flateyri 1995. „Upphaflega kemur hugmyndin að verkinu frá hinum höfundinum, Birni Thors leikara, sem jafnframt er leikstjóri verksins. Vinir hans frá Flateyri voru með honum í MH á þessum tíma og því fylgdist hann vel með því sem gerðist, eins og reyndar öll þjóðin. Atburðirnir höfðu sterk áhrif á hann og þegar hann var í bíómyndatökum á Flateyri fyrir nokkrum árum rifjuðust þeir upp. Hann las líka minningar Eiríks Finns Greipssonar um flóðið. Þá fór hann að fantasera um að búa til leikverk úr efninu. Það vildi svo til að Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri hafði fengið sömu hugmynd og þau mættust á miðri leið. Svo var ég fengin í höfundarvinnuna í kjölfarið.“ Hvernig gekk að koma efninu í leikform? „Það er búin að vera talsverð glíma að finna leið til þess. Við byrjuðum á að viða að okkur heimildum og höfum tekið hátt í 30 viðtöl við fólk sem upplifði flóðið – fólk sem missti, fólk sem bjargaðist, hjálparsveitafólk og skipverja sem komu á staðinn. Sögurnar eru óendanlega margar og aldrei hægt að gera þeim öllum skil. Þær eru það magnaðar að hver og ein gæti verið nægileg uppistaða í leikrit. En við völdum úr einhvers konar þráð sem varð að því heimildarverki sem við erum að fara að frumsýna.“ Leikarar í Flóði eru Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Jensson og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Megintexti verksins er byggður á viðtölunum og er í raun beinar tilvitnanir í fólkið sjálft, að sögn Hrafnhildar. „Þetta er ekki túlkun okkar Björns á því sem gerðist heldur vildum við vera heiðarleg gagnvart fólkinu sjálfu og leyfa sögu þess að hljóma,“ tekur hún fram. Óttast hún ekkert að fólk veigri sér við að fara í leikhús? Það verður varla þurrt auga í salnum. „Ef okkur tekst vel til þá á verkið að verða mjög áhrifamikið,“ segir Hrafnhildur. „Allir sem komnir eru til vits og ára muna eftir þessum atburðum, muna hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu fréttirnar. En hvort sem svona efni ratar í bíómynd, bók eða á svið hefur það sýnt sig að fólk hefur áhuga á raunsönnum, áhrifamiklum sögum. Við getum líka alltaf lært af þeim. Öll göngum við í gegnum mismikla erfiðleika í lífinu, eigum okkar flóð og finnum til með fólki sem upplifir sára atburði. Enda sýndi þjóðin það og sannaði 1995. Hún stóð vel með Flateyringum og Súðvíkingum sem fengu líka yfir sig snjóflóð sama ár.“ Hrafnhildur getur þess að þau Björn Thors séu einnig að fara af stað með tíu þátta útvarpsseríu, sem byggð sé á snjóflóðunum fyrir vestan. „Við vorum búin að viða að okkur svo miklu efni, sögum sem ekki rata í leikritið en okkur langar að koma áleiðis. Í raun erum við enn að taka viðtöl við fólk.“ Sjálf kveðst Hrafnhildur engan hafa þekkt persónulega sem tengdist flóðunum. „En foreldrar mínir voru Vestfirðingar. Ég var öll sumur sem krakki hjá ömmu minni í Bolungarvík og þekki þá ógn sem stafar af veðrinu, sjónum og öðrum náttúruöflum í litlum sjávarplássum.“ Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þetta verkefni er búið að taka á en það hefur verið áhugavert, magnað og spennandi – allt í senn. Það hefur verið gefandi líka, við höfum hitt svo margt fólk sem hefur sýnt okkur svo mikið traust,“ segir Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, annar tveggja höfunda heimildarverksins Flóð sem verður frumsýnt í kvöld í Borgarleikhúsinu og fjallar um snjóflóðið á Flateyri 1995. „Upphaflega kemur hugmyndin að verkinu frá hinum höfundinum, Birni Thors leikara, sem jafnframt er leikstjóri verksins. Vinir hans frá Flateyri voru með honum í MH á þessum tíma og því fylgdist hann vel með því sem gerðist, eins og reyndar öll þjóðin. Atburðirnir höfðu sterk áhrif á hann og þegar hann var í bíómyndatökum á Flateyri fyrir nokkrum árum rifjuðust þeir upp. Hann las líka minningar Eiríks Finns Greipssonar um flóðið. Þá fór hann að fantasera um að búa til leikverk úr efninu. Það vildi svo til að Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri hafði fengið sömu hugmynd og þau mættust á miðri leið. Svo var ég fengin í höfundarvinnuna í kjölfarið.“ Hvernig gekk að koma efninu í leikform? „Það er búin að vera talsverð glíma að finna leið til þess. Við byrjuðum á að viða að okkur heimildum og höfum tekið hátt í 30 viðtöl við fólk sem upplifði flóðið – fólk sem missti, fólk sem bjargaðist, hjálparsveitafólk og skipverja sem komu á staðinn. Sögurnar eru óendanlega margar og aldrei hægt að gera þeim öllum skil. Þær eru það magnaðar að hver og ein gæti verið nægileg uppistaða í leikrit. En við völdum úr einhvers konar þráð sem varð að því heimildarverki sem við erum að fara að frumsýna.“ Leikarar í Flóði eru Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Jensson og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Megintexti verksins er byggður á viðtölunum og er í raun beinar tilvitnanir í fólkið sjálft, að sögn Hrafnhildar. „Þetta er ekki túlkun okkar Björns á því sem gerðist heldur vildum við vera heiðarleg gagnvart fólkinu sjálfu og leyfa sögu þess að hljóma,“ tekur hún fram. Óttast hún ekkert að fólk veigri sér við að fara í leikhús? Það verður varla þurrt auga í salnum. „Ef okkur tekst vel til þá á verkið að verða mjög áhrifamikið,“ segir Hrafnhildur. „Allir sem komnir eru til vits og ára muna eftir þessum atburðum, muna hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu fréttirnar. En hvort sem svona efni ratar í bíómynd, bók eða á svið hefur það sýnt sig að fólk hefur áhuga á raunsönnum, áhrifamiklum sögum. Við getum líka alltaf lært af þeim. Öll göngum við í gegnum mismikla erfiðleika í lífinu, eigum okkar flóð og finnum til með fólki sem upplifir sára atburði. Enda sýndi þjóðin það og sannaði 1995. Hún stóð vel með Flateyringum og Súðvíkingum sem fengu líka yfir sig snjóflóð sama ár.“ Hrafnhildur getur þess að þau Björn Thors séu einnig að fara af stað með tíu þátta útvarpsseríu, sem byggð sé á snjóflóðunum fyrir vestan. „Við vorum búin að viða að okkur svo miklu efni, sögum sem ekki rata í leikritið en okkur langar að koma áleiðis. Í raun erum við enn að taka viðtöl við fólk.“ Sjálf kveðst Hrafnhildur engan hafa þekkt persónulega sem tengdist flóðunum. „En foreldrar mínir voru Vestfirðingar. Ég var öll sumur sem krakki hjá ömmu minni í Bolungarvík og þekki þá ógn sem stafar af veðrinu, sjónum og öðrum náttúruöflum í litlum sjávarplássum.“
Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira