„Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2016 10:15 Guðjón Valur Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Vísir/Valli Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ritaði langan pistil um íslenska karlalandsliðið í handbolta sem birtist í gær á fréttavef miðilsins. Þar segir hann að „gullaldartímabili“ íslensks handbolta hafi liðið undir lok þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu á EM í Póllandi á þriðjudagskvöldið. Hann segir að allt frá Evrópumeistarmótinu 2002 hafi „handboltaáhorf í janúar verið jafn reglulegur viðburður og jól, páskar og rigning í júní.“ En að eitthvað hafi breyst í aðdraganda EM í Póllandi og áhuginn verið „einhvern veginn miklu minni.“ Þórður Snær segir að staða íslensks handbolta sé slæm og að það séu fjölmargar ástæður fyrir því. Mögulega sé ein sú að handboltahreyfingin hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja aðstæður og umgjörð.Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám „Líklegra er þó að helsta ástæðan sé sú að Íslendingar eru bara orðnir miklu betri í öðrum íþróttum. Nú á Ísland karlalið á lokakeppnum í tveimur vinsælustu íþróttagreinum heims og þjóðin þarf ekki að sameinast um jaðaríþróttina handbolta til að vonast eftir íþróttalegri upphefð á alþjóðavettvangi,“ ritar Þórður Snær. Hann segir a handboltaiðkun á Íslandi hafi minnkað vegna uppgangs knattspyrnunnar á Íslandi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina eftir að knattspyrnuhallir, gervigras- og sparkvellir hafi rutt sér til rúms. Þá hafi verið stóraukin fjárfesting í knattspyrnuþjálfurum á Íslandi og að tekjur KSÍ séu miklu meiri en öll önnur sérsambönd Íslands til samans.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þórður Snær vísar í úttekt á síðunnni biggestglobalsports.com þar sem fram kemur að handbolti sé í 25. sæti yfir vinsælustu íþróttir heims og að nýleg úttekt Viðskiptablaðsins sýni mikinn mun á tekjum bestu knattspyrnumanna Íslands og bestu handboltamanna þjóðarinnar. „Það tekur Gylfa Sigurðsson, tekjuhæsta íþróttamann íslensku þjóðarinnar, tvo mánuði og átta daga að þéna það sem Aron [Pálmarsson] og Guðjón Valur [Sigurðsson] þéna til samans á einu ári,“ ritar Þórður Snær í kafla undir millifyrirsögninni „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“.Pistilinn allan má lesa hér. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ritaði langan pistil um íslenska karlalandsliðið í handbolta sem birtist í gær á fréttavef miðilsins. Þar segir hann að „gullaldartímabili“ íslensks handbolta hafi liðið undir lok þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu á EM í Póllandi á þriðjudagskvöldið. Hann segir að allt frá Evrópumeistarmótinu 2002 hafi „handboltaáhorf í janúar verið jafn reglulegur viðburður og jól, páskar og rigning í júní.“ En að eitthvað hafi breyst í aðdraganda EM í Póllandi og áhuginn verið „einhvern veginn miklu minni.“ Þórður Snær segir að staða íslensks handbolta sé slæm og að það séu fjölmargar ástæður fyrir því. Mögulega sé ein sú að handboltahreyfingin hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja aðstæður og umgjörð.Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám „Líklegra er þó að helsta ástæðan sé sú að Íslendingar eru bara orðnir miklu betri í öðrum íþróttum. Nú á Ísland karlalið á lokakeppnum í tveimur vinsælustu íþróttagreinum heims og þjóðin þarf ekki að sameinast um jaðaríþróttina handbolta til að vonast eftir íþróttalegri upphefð á alþjóðavettvangi,“ ritar Þórður Snær. Hann segir a handboltaiðkun á Íslandi hafi minnkað vegna uppgangs knattspyrnunnar á Íslandi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina eftir að knattspyrnuhallir, gervigras- og sparkvellir hafi rutt sér til rúms. Þá hafi verið stóraukin fjárfesting í knattspyrnuþjálfurum á Íslandi og að tekjur KSÍ séu miklu meiri en öll önnur sérsambönd Íslands til samans.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þórður Snær vísar í úttekt á síðunnni biggestglobalsports.com þar sem fram kemur að handbolti sé í 25. sæti yfir vinsælustu íþróttir heims og að nýleg úttekt Viðskiptablaðsins sýni mikinn mun á tekjum bestu knattspyrnumanna Íslands og bestu handboltamanna þjóðarinnar. „Það tekur Gylfa Sigurðsson, tekjuhæsta íþróttamann íslensku þjóðarinnar, tvo mánuði og átta daga að þéna það sem Aron [Pálmarsson] og Guðjón Valur [Sigurðsson] þéna til samans á einu ári,“ ritar Þórður Snær í kafla undir millifyrirsögninni „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“.Pistilinn allan má lesa hér.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira