„Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2016 10:15 Guðjón Valur Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Vísir/Valli Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ritaði langan pistil um íslenska karlalandsliðið í handbolta sem birtist í gær á fréttavef miðilsins. Þar segir hann að „gullaldartímabili“ íslensks handbolta hafi liðið undir lok þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu á EM í Póllandi á þriðjudagskvöldið. Hann segir að allt frá Evrópumeistarmótinu 2002 hafi „handboltaáhorf í janúar verið jafn reglulegur viðburður og jól, páskar og rigning í júní.“ En að eitthvað hafi breyst í aðdraganda EM í Póllandi og áhuginn verið „einhvern veginn miklu minni.“ Þórður Snær segir að staða íslensks handbolta sé slæm og að það séu fjölmargar ástæður fyrir því. Mögulega sé ein sú að handboltahreyfingin hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja aðstæður og umgjörð.Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám „Líklegra er þó að helsta ástæðan sé sú að Íslendingar eru bara orðnir miklu betri í öðrum íþróttum. Nú á Ísland karlalið á lokakeppnum í tveimur vinsælustu íþróttagreinum heims og þjóðin þarf ekki að sameinast um jaðaríþróttina handbolta til að vonast eftir íþróttalegri upphefð á alþjóðavettvangi,“ ritar Þórður Snær. Hann segir a handboltaiðkun á Íslandi hafi minnkað vegna uppgangs knattspyrnunnar á Íslandi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina eftir að knattspyrnuhallir, gervigras- og sparkvellir hafi rutt sér til rúms. Þá hafi verið stóraukin fjárfesting í knattspyrnuþjálfurum á Íslandi og að tekjur KSÍ séu miklu meiri en öll önnur sérsambönd Íslands til samans.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þórður Snær vísar í úttekt á síðunnni biggestglobalsports.com þar sem fram kemur að handbolti sé í 25. sæti yfir vinsælustu íþróttir heims og að nýleg úttekt Viðskiptablaðsins sýni mikinn mun á tekjum bestu knattspyrnumanna Íslands og bestu handboltamanna þjóðarinnar. „Það tekur Gylfa Sigurðsson, tekjuhæsta íþróttamann íslensku þjóðarinnar, tvo mánuði og átta daga að þéna það sem Aron [Pálmarsson] og Guðjón Valur [Sigurðsson] þéna til samans á einu ári,“ ritar Þórður Snær í kafla undir millifyrirsögninni „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“.Pistilinn allan má lesa hér. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ritaði langan pistil um íslenska karlalandsliðið í handbolta sem birtist í gær á fréttavef miðilsins. Þar segir hann að „gullaldartímabili“ íslensks handbolta hafi liðið undir lok þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu á EM í Póllandi á þriðjudagskvöldið. Hann segir að allt frá Evrópumeistarmótinu 2002 hafi „handboltaáhorf í janúar verið jafn reglulegur viðburður og jól, páskar og rigning í júní.“ En að eitthvað hafi breyst í aðdraganda EM í Póllandi og áhuginn verið „einhvern veginn miklu minni.“ Þórður Snær segir að staða íslensks handbolta sé slæm og að það séu fjölmargar ástæður fyrir því. Mögulega sé ein sú að handboltahreyfingin hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja aðstæður og umgjörð.Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám „Líklegra er þó að helsta ástæðan sé sú að Íslendingar eru bara orðnir miklu betri í öðrum íþróttum. Nú á Ísland karlalið á lokakeppnum í tveimur vinsælustu íþróttagreinum heims og þjóðin þarf ekki að sameinast um jaðaríþróttina handbolta til að vonast eftir íþróttalegri upphefð á alþjóðavettvangi,“ ritar Þórður Snær. Hann segir a handboltaiðkun á Íslandi hafi minnkað vegna uppgangs knattspyrnunnar á Íslandi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina eftir að knattspyrnuhallir, gervigras- og sparkvellir hafi rutt sér til rúms. Þá hafi verið stóraukin fjárfesting í knattspyrnuþjálfurum á Íslandi og að tekjur KSÍ séu miklu meiri en öll önnur sérsambönd Íslands til samans.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þórður Snær vísar í úttekt á síðunnni biggestglobalsports.com þar sem fram kemur að handbolti sé í 25. sæti yfir vinsælustu íþróttir heims og að nýleg úttekt Viðskiptablaðsins sýni mikinn mun á tekjum bestu knattspyrnumanna Íslands og bestu handboltamanna þjóðarinnar. „Það tekur Gylfa Sigurðsson, tekjuhæsta íþróttamann íslensku þjóðarinnar, tvo mánuði og átta daga að þéna það sem Aron [Pálmarsson] og Guðjón Valur [Sigurðsson] þéna til samans á einu ári,“ ritar Þórður Snær í kafla undir millifyrirsögninni „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“.Pistilinn allan má lesa hér.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira