Auðvelt hjá þeim bestu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 10:45 Þessi skemmtilega samsetta mynd sýnir Federer í leiknum í morgun. Vísir/Getty Eftir nokkur óvænt tíðindi fyrstu tvo dagana á Opna ástralska meistaramótinu í tennis hafa úrslitin að mestu leyti verið eftir bókinni. Í karlaflokki er aðeins Rafael Nadal, sem féll úr leik á fyrsta degi, úr leik af sterkustu tíu keppendunum en þeir Roger Federer og Novak Djokovic lentu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. Federer vann Búlgarann Grigor Dimitrov í fjórum settum, 6-4, 3-6, 6-1 og 6-4. Þetta var hans 300. sigur á stórmóti en Federer á magnaðan feril að baki og hefur unnið ástralska mótið fjórum sinnum. Federer er því kominn áfram í 16-manna úrslitin og mætir þar David Goffin frá Belgíu. Djokovic, sem er efsti maður heimslistans, og ríkjandi meistari þurfti þó að hafa nokkuð fyrir sigrinum á Andreas Seppi, 6-1, 7-5 og 7-6. Seppi fékk tækifæri til að vinna Djokovic í bráðabana í þriðja setti en sá serbneski hélt ró sinni og náði að knýja fram sigur. Djokovic mætir Gilles Simon frá Frakklandi í 16-manna úrslitunum.Maria Sharapova.Vísir/GettySerena gegn Sharapova? Í kvennaflokki hafa fleiri óvænt úrslit litið dagsins ljós en í karlaflokki. Af þeim 32 keppendum sem var raðað inn í mótið eru nítján úr leik, þar af þrjár af tíu efstu. Serena Williams, ríkjandi meistari og efsta kona heimslistans, hefur þó ekki tapað setti allt mótið og vann Daria Kasatkina frá Rússlandi, 6-1 og 6-1. Hún mætir Margarita Gasparyan í 16-manna úrslitunum. Maria Sharapova tapaði setti gegn Lauren Davis en komst samt nokkuð þægilega áfram, 6-1, 6-7 og 6-0, og mætir hún svissneskum keppanda, Belinda Benic, í næstu umferð. Ef Williams og Sharapova vinna sínar viðureignir í næstu umferð er ljóst að þær munu mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna. Sharpaova er í fimmta sæti heimslistans en Agnieszka Radwanska, sem er í fjórða sæti, er rétt eins og Williams komin áfram í 16-manna úrslitin án þess að tapa setti. Tennis Tengdar fréttir Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00 Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15 Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Eftir nokkur óvænt tíðindi fyrstu tvo dagana á Opna ástralska meistaramótinu í tennis hafa úrslitin að mestu leyti verið eftir bókinni. Í karlaflokki er aðeins Rafael Nadal, sem féll úr leik á fyrsta degi, úr leik af sterkustu tíu keppendunum en þeir Roger Federer og Novak Djokovic lentu ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. Federer vann Búlgarann Grigor Dimitrov í fjórum settum, 6-4, 3-6, 6-1 og 6-4. Þetta var hans 300. sigur á stórmóti en Federer á magnaðan feril að baki og hefur unnið ástralska mótið fjórum sinnum. Federer er því kominn áfram í 16-manna úrslitin og mætir þar David Goffin frá Belgíu. Djokovic, sem er efsti maður heimslistans, og ríkjandi meistari þurfti þó að hafa nokkuð fyrir sigrinum á Andreas Seppi, 6-1, 7-5 og 7-6. Seppi fékk tækifæri til að vinna Djokovic í bráðabana í þriðja setti en sá serbneski hélt ró sinni og náði að knýja fram sigur. Djokovic mætir Gilles Simon frá Frakklandi í 16-manna úrslitunum.Maria Sharapova.Vísir/GettySerena gegn Sharapova? Í kvennaflokki hafa fleiri óvænt úrslit litið dagsins ljós en í karlaflokki. Af þeim 32 keppendum sem var raðað inn í mótið eru nítján úr leik, þar af þrjár af tíu efstu. Serena Williams, ríkjandi meistari og efsta kona heimslistans, hefur þó ekki tapað setti allt mótið og vann Daria Kasatkina frá Rússlandi, 6-1 og 6-1. Hún mætir Margarita Gasparyan í 16-manna úrslitunum. Maria Sharapova tapaði setti gegn Lauren Davis en komst samt nokkuð þægilega áfram, 6-1, 6-7 og 6-0, og mætir hún svissneskum keppanda, Belinda Benic, í næstu umferð. Ef Williams og Sharapova vinna sínar viðureignir í næstu umferð er ljóst að þær munu mætast í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna. Sharpaova er í fimmta sæti heimslistans en Agnieszka Radwanska, sem er í fjórða sæti, er rétt eins og Williams komin áfram í 16-manna úrslitin án þess að tapa setti.
Tennis Tengdar fréttir Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00 Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15 Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað Novak Djokovic segir að þrátt fyrir að honum hafi verið mútað til að tapa viljandi sé spilling ekki algeng á stærstu tennismótunum. 18. janúar 2016 16:00
Nadal og Venus óvænt úr leik í Ástralíu Rafael Nadal hefur aldrei áður fallið úr leik í fyrstu umferð á stórmóti á ferlinum. 19. janúar 2016 09:15
Auðvelt hjá Serenu og Federer Engin óvænt tíðindi á Opna ástralska meistaramótinu í nótt. 20. janúar 2016 09:15