Telati-fjölskyldan trúði ekki góðu fréttunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. janúar 2016 07:00 Hamingjusöm og hólpin fjölskylda með Reykjavík í bakgrunni. vísir/vilhelm „Ég var kvíðinn fyrir því að hitta lögfræðing okkar. Hún hringdi í mig og sagðist hafa fréttir að færa mér og konunni minni og bað okkur um að hitta sig. Á leiðinni þangað hugsaði ég um hvort við værum að fara að fá slæmar fréttir. Svo þegar hún sagði mér fréttirnar þá fóru þær inn um annað eyrað og út um hitt. Ég hreinlega náði ekki því sem hún sagði því ég hafði verið búinn undir það versta,“segir Hasan Telati ákaflega hamingjusamur fjölskyldufaðir. Hasan, eiginkona hans Aleka og börnin þeirra þrjú Laura, Janie og Petrit eru frá Albaníu og hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. Fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Forstjóri Útlendingastofnunar sagði að mistök hefðu verið gerð, stofnunin hafi ekki brugðist nógu hratt við og að verkferlum yrði breytt svo að að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Fór svo að börnin fengu inni í skóla í Laugarneshverfinu og kunna öll vel við sig þar. Laura Telati brosir út að eyrum. „Ég kastaði mér í gólfið af gleði, skólafélagar mínir samglöddust mér innilega,“ segir hún. Laura er í tíunda bekk í Laugalækjarskóla og hefur, þótt ung sé, sjálf barist fyrir málstað fjölskyldunnar og flutti meðal annars hjartnæma ræðu á meðmælafundi sem var haldinn í Laugarneskirkju þar sem hún bað um að fá að vera áfram á Íslandi. Það var síðan í október sem Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um dvalarleyfi. Kom fram í synjun stofnunarinnar að fjölskyldan væri ekki álitin flóttafólk þar sem hún væri ekki talin í lífshættu í heimalandinu Albaníu og ætti ekki ofsóknir á hættu. Synjunin var fjölskyldunni mikið áfall. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og það vakti mikla reiði í samfélaginu að senda ætti þau úr landi. Rithöfundurinn Illugi Jökulsson setti af stað undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld um að leyfa fjölskyldunni að vera hér áfram. Á rúmum þremur sólarhringum höfðu 10 þúsund manns skrifað undir. Alls kyns aðstoð barst fjölskyldunni, atvinnutilboð, gjafir og góðvild. „Við erum innilega þakklát og hlökkum til að byggja upp líf okkar í ró og næði hér á Íslandi. Okkur gengur svo vel og það er því góða fólki að þakka sem hefur orðið á vegi okkar og tekið upp málstað okkar,“ segir Aleka. Flóttamenn Tengdar fréttir Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44 Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
„Ég var kvíðinn fyrir því að hitta lögfræðing okkar. Hún hringdi í mig og sagðist hafa fréttir að færa mér og konunni minni og bað okkur um að hitta sig. Á leiðinni þangað hugsaði ég um hvort við værum að fara að fá slæmar fréttir. Svo þegar hún sagði mér fréttirnar þá fóru þær inn um annað eyrað og út um hitt. Ég hreinlega náði ekki því sem hún sagði því ég hafði verið búinn undir það versta,“segir Hasan Telati ákaflega hamingjusamur fjölskyldufaðir. Hasan, eiginkona hans Aleka og börnin þeirra þrjú Laura, Janie og Petrit eru frá Albaníu og hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. Fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Forstjóri Útlendingastofnunar sagði að mistök hefðu verið gerð, stofnunin hafi ekki brugðist nógu hratt við og að verkferlum yrði breytt svo að að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Fór svo að börnin fengu inni í skóla í Laugarneshverfinu og kunna öll vel við sig þar. Laura Telati brosir út að eyrum. „Ég kastaði mér í gólfið af gleði, skólafélagar mínir samglöddust mér innilega,“ segir hún. Laura er í tíunda bekk í Laugalækjarskóla og hefur, þótt ung sé, sjálf barist fyrir málstað fjölskyldunnar og flutti meðal annars hjartnæma ræðu á meðmælafundi sem var haldinn í Laugarneskirkju þar sem hún bað um að fá að vera áfram á Íslandi. Það var síðan í október sem Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um dvalarleyfi. Kom fram í synjun stofnunarinnar að fjölskyldan væri ekki álitin flóttafólk þar sem hún væri ekki talin í lífshættu í heimalandinu Albaníu og ætti ekki ofsóknir á hættu. Synjunin var fjölskyldunni mikið áfall. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og það vakti mikla reiði í samfélaginu að senda ætti þau úr landi. Rithöfundurinn Illugi Jökulsson setti af stað undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld um að leyfa fjölskyldunni að vera hér áfram. Á rúmum þremur sólarhringum höfðu 10 þúsund manns skrifað undir. Alls kyns aðstoð barst fjölskyldunni, atvinnutilboð, gjafir og góðvild. „Við erum innilega þakklát og hlökkum til að byggja upp líf okkar í ró og næði hér á Íslandi. Okkur gengur svo vel og það er því góða fólki að þakka sem hefur orðið á vegi okkar og tekið upp málstað okkar,“ segir Aleka.
Flóttamenn Tengdar fréttir Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44 Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44
Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent