Staffan Olsson ekki til í að fórna faxinu fyrir Ólympíusæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2016 12:30 Staffan Olsson. Vísir/EPA Staffan Olsson er að hætta sem þjálfari sænska handboltalandsliðsins en nú er bara spurning um hvort það verði eftir EM eða hvort liðið komist á Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu. Svíar þurfa hagstæð úrslit út úr tveimur síðustu leikjum sínum í milliriðlinum á EM í Póllandi ætli þeir að komast í umspilið. Liðið mætir Dönum í dag og Ungverjum á morgun. Svíar eru eins og er tveimur stigum á eftir Rússum sem eiga bara einn leik eftir og hann er á móti Spáni. Staffan Olsson og Ola Lindgren eru búnir að vera með sænska landsliðið í sjö ár en hafa ákveðið að segja þetta gott. „Allt tekur einhvern tímann enda. Ég vil lifa í núinu og það væri frábært að koma sænska liðinu inn á Ólympíuleikana. Það er draumurinn," sagði Staffan Olsson við Expressen. „Ég held að ég og Ola höfum staðið okkur vel. Við höfum gert mistök en líka fullt af góðum hlutum. Heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega," sagði Olsson. Besti árangur liðsins er þegar Svíar náðu í silfur á ÓL í London en Staffan Olsson sjálfur vann þrjú silfurverðlaun á ÓL sem leikmaður sænska liðsins. Staffan Olsson er þekktur fyrir sitt mikla hár sem hann hefur verið með alla tíð síðan að hann var leikmaður sænska landsliðsins. Staffan Olsson eða Faxi eins og hann var kallaður var einn af aðalóvinum íslensku þjóðarinnar þegar hann og félagar í sænska landsliðið fóru illa með íslensku strákana. Staffan Olsson er ekki tilbúinn að fórna hárinu fyrir sæti á Ólympíuleikum. „Nei. Ég veðjaði hárinu á einum Ólympíuleikum ef okkur tækist að vinna gullið en hér eftir ætla ég að reyna að halda hárinu mínu eins lengi og ég get," sagði Staffan. Staffan Olsson er ekki aðeins þjálfari sænska landsliðsins því hann er einnig aðstoðarþjálfari Zvonimir Serdarusic hjá Paris Saint-Germain. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira
Staffan Olsson er að hætta sem þjálfari sænska handboltalandsliðsins en nú er bara spurning um hvort það verði eftir EM eða hvort liðið komist á Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu. Svíar þurfa hagstæð úrslit út úr tveimur síðustu leikjum sínum í milliriðlinum á EM í Póllandi ætli þeir að komast í umspilið. Liðið mætir Dönum í dag og Ungverjum á morgun. Svíar eru eins og er tveimur stigum á eftir Rússum sem eiga bara einn leik eftir og hann er á móti Spáni. Staffan Olsson og Ola Lindgren eru búnir að vera með sænska landsliðið í sjö ár en hafa ákveðið að segja þetta gott. „Allt tekur einhvern tímann enda. Ég vil lifa í núinu og það væri frábært að koma sænska liðinu inn á Ólympíuleikana. Það er draumurinn," sagði Staffan Olsson við Expressen. „Ég held að ég og Ola höfum staðið okkur vel. Við höfum gert mistök en líka fullt af góðum hlutum. Heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega," sagði Olsson. Besti árangur liðsins er þegar Svíar náðu í silfur á ÓL í London en Staffan Olsson sjálfur vann þrjú silfurverðlaun á ÓL sem leikmaður sænska liðsins. Staffan Olsson er þekktur fyrir sitt mikla hár sem hann hefur verið með alla tíð síðan að hann var leikmaður sænska landsliðsins. Staffan Olsson eða Faxi eins og hann var kallaður var einn af aðalóvinum íslensku þjóðarinnar þegar hann og félagar í sænska landsliðið fóru illa með íslensku strákana. Staffan Olsson er ekki tilbúinn að fórna hárinu fyrir sæti á Ólympíuleikum. „Nei. Ég veðjaði hárinu á einum Ólympíuleikum ef okkur tækist að vinna gullið en hér eftir ætla ég að reyna að halda hárinu mínu eins lengi og ég get," sagði Staffan. Staffan Olsson er ekki aðeins þjálfari sænska landsliðsins því hann er einnig aðstoðarþjálfari Zvonimir Serdarusic hjá Paris Saint-Germain.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti