Staffan Olsson ekki til í að fórna faxinu fyrir Ólympíusæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2016 12:30 Staffan Olsson. Vísir/EPA Staffan Olsson er að hætta sem þjálfari sænska handboltalandsliðsins en nú er bara spurning um hvort það verði eftir EM eða hvort liðið komist á Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu. Svíar þurfa hagstæð úrslit út úr tveimur síðustu leikjum sínum í milliriðlinum á EM í Póllandi ætli þeir að komast í umspilið. Liðið mætir Dönum í dag og Ungverjum á morgun. Svíar eru eins og er tveimur stigum á eftir Rússum sem eiga bara einn leik eftir og hann er á móti Spáni. Staffan Olsson og Ola Lindgren eru búnir að vera með sænska landsliðið í sjö ár en hafa ákveðið að segja þetta gott. „Allt tekur einhvern tímann enda. Ég vil lifa í núinu og það væri frábært að koma sænska liðinu inn á Ólympíuleikana. Það er draumurinn," sagði Staffan Olsson við Expressen. „Ég held að ég og Ola höfum staðið okkur vel. Við höfum gert mistök en líka fullt af góðum hlutum. Heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega," sagði Olsson. Besti árangur liðsins er þegar Svíar náðu í silfur á ÓL í London en Staffan Olsson sjálfur vann þrjú silfurverðlaun á ÓL sem leikmaður sænska liðsins. Staffan Olsson er þekktur fyrir sitt mikla hár sem hann hefur verið með alla tíð síðan að hann var leikmaður sænska landsliðsins. Staffan Olsson eða Faxi eins og hann var kallaður var einn af aðalóvinum íslensku þjóðarinnar þegar hann og félagar í sænska landsliðið fóru illa með íslensku strákana. Staffan Olsson er ekki tilbúinn að fórna hárinu fyrir sæti á Ólympíuleikum. „Nei. Ég veðjaði hárinu á einum Ólympíuleikum ef okkur tækist að vinna gullið en hér eftir ætla ég að reyna að halda hárinu mínu eins lengi og ég get," sagði Staffan. Staffan Olsson er ekki aðeins þjálfari sænska landsliðsins því hann er einnig aðstoðarþjálfari Zvonimir Serdarusic hjá Paris Saint-Germain. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Staffan Olsson er að hætta sem þjálfari sænska handboltalandsliðsins en nú er bara spurning um hvort það verði eftir EM eða hvort liðið komist á Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu. Svíar þurfa hagstæð úrslit út úr tveimur síðustu leikjum sínum í milliriðlinum á EM í Póllandi ætli þeir að komast í umspilið. Liðið mætir Dönum í dag og Ungverjum á morgun. Svíar eru eins og er tveimur stigum á eftir Rússum sem eiga bara einn leik eftir og hann er á móti Spáni. Staffan Olsson og Ola Lindgren eru búnir að vera með sænska landsliðið í sjö ár en hafa ákveðið að segja þetta gott. „Allt tekur einhvern tímann enda. Ég vil lifa í núinu og það væri frábært að koma sænska liðinu inn á Ólympíuleikana. Það er draumurinn," sagði Staffan Olsson við Expressen. „Ég held að ég og Ola höfum staðið okkur vel. Við höfum gert mistök en líka fullt af góðum hlutum. Heilt yfir hefur þetta gengið ágætlega," sagði Olsson. Besti árangur liðsins er þegar Svíar náðu í silfur á ÓL í London en Staffan Olsson sjálfur vann þrjú silfurverðlaun á ÓL sem leikmaður sænska liðsins. Staffan Olsson er þekktur fyrir sitt mikla hár sem hann hefur verið með alla tíð síðan að hann var leikmaður sænska landsliðsins. Staffan Olsson eða Faxi eins og hann var kallaður var einn af aðalóvinum íslensku þjóðarinnar þegar hann og félagar í sænska landsliðið fóru illa með íslensku strákana. Staffan Olsson er ekki tilbúinn að fórna hárinu fyrir sæti á Ólympíuleikum. „Nei. Ég veðjaði hárinu á einum Ólympíuleikum ef okkur tækist að vinna gullið en hér eftir ætla ég að reyna að halda hárinu mínu eins lengi og ég get," sagði Staffan. Staffan Olsson er ekki aðeins þjálfari sænska landsliðsins því hann er einnig aðstoðarþjálfari Zvonimir Serdarusic hjá Paris Saint-Germain.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira