Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2016 14:30 Mikkel Hansel, Michael Damgaard og uppfinningamaðurinn Guðmundur Guðmundsson. vísir/epa/afp Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu geta farið langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM 2016 í Póllandi í kvöld með sigri á nágrönnum þeirra frá Svíþjóð. Danir eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína á EM; þrjá í riðlakeppninni og einn í milliriðli tvö. Þeir eru eina liðið með fullt hús stiga á mótinu. Danska liðið lenti í kröppum dansi á móti frábæru liði Spánar á sunnudaginn en vann engu að síður sjötta sigurinn í röð, 27-23. Spánverjar voru yfir í hálfleik, 14-11, og var því um sjö marka sveiflu að ræða í seinni hálfleiknum, en fyrir hann gerði Guðmundur snilldar breytingu á liði sínu sem skilaði mun betri sóknarleik. Danska blaðið Ekstra Bladet fjallar um þetta á heimasíðu sinni í dag og hrósar Guðmundi mikið fyrir breytinguna sem fólst í því að færa stórskyttuna Mikkel Hansen í leikstjórnandahlutverkið og hafa Michael Damgaard í skyttunni. „Guðmundur vann taktísku baráttuna við spænska kollega sinn og sýndi að hann getur notað sína leikmenn á mismunandi hátt,“ segir í grein danska blaðsins. „Mads Mensah Larsen var látinn spila fjórar mismunandi stður í vörninni en það merkilegasta var þegar hann færði Mikkel Hansen í leikstjórnandann og notaði Michael Damgaard í skyttunni vinstra megin. Þeir urðu strax dínamískt tvíeyki.“ Aðspurður hvort þetta var á teikniborðinu fyrir leik sagði Guðmundur að svo hefði ekki verið. „Ég ákvað þetta þegar við gengum til búningsklefa í hálfleik. Ég fékk hugmyndina og ákvað að framkvæmda hana strax. Þetta gekk vel. Við vorum einbeittir og stóðum okkur vel. Jesper Nöddesbo kom líka sterkur inn og hjálpaði okkur með nokkrum mörkum. Bæði Mikkel og Damgaard fundu hann á línunni,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um dínamíska tvíeykið sitt. Mikkel Hansen skoraði ekki mikið í leiknum; aðeins þrjú mörk í sjö skotum, en hann lagði upp níu mörk á meðan Damgaard skoraði sex mörk og lagði upp tvö. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu geta farið langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM 2016 í Póllandi í kvöld með sigri á nágrönnum þeirra frá Svíþjóð. Danir eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína á EM; þrjá í riðlakeppninni og einn í milliriðli tvö. Þeir eru eina liðið með fullt hús stiga á mótinu. Danska liðið lenti í kröppum dansi á móti frábæru liði Spánar á sunnudaginn en vann engu að síður sjötta sigurinn í röð, 27-23. Spánverjar voru yfir í hálfleik, 14-11, og var því um sjö marka sveiflu að ræða í seinni hálfleiknum, en fyrir hann gerði Guðmundur snilldar breytingu á liði sínu sem skilaði mun betri sóknarleik. Danska blaðið Ekstra Bladet fjallar um þetta á heimasíðu sinni í dag og hrósar Guðmundi mikið fyrir breytinguna sem fólst í því að færa stórskyttuna Mikkel Hansen í leikstjórnandahlutverkið og hafa Michael Damgaard í skyttunni. „Guðmundur vann taktísku baráttuna við spænska kollega sinn og sýndi að hann getur notað sína leikmenn á mismunandi hátt,“ segir í grein danska blaðsins. „Mads Mensah Larsen var látinn spila fjórar mismunandi stður í vörninni en það merkilegasta var þegar hann færði Mikkel Hansen í leikstjórnandann og notaði Michael Damgaard í skyttunni vinstra megin. Þeir urðu strax dínamískt tvíeyki.“ Aðspurður hvort þetta var á teikniborðinu fyrir leik sagði Guðmundur að svo hefði ekki verið. „Ég ákvað þetta þegar við gengum til búningsklefa í hálfleik. Ég fékk hugmyndina og ákvað að framkvæmda hana strax. Þetta gekk vel. Við vorum einbeittir og stóðum okkur vel. Jesper Nöddesbo kom líka sterkur inn og hjálpaði okkur með nokkrum mörkum. Bæði Mikkel og Damgaard fundu hann á línunni,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um dínamíska tvíeykið sitt. Mikkel Hansen skoraði ekki mikið í leiknum; aðeins þrjú mörk í sjö skotum, en hann lagði upp níu mörk á meðan Damgaard skoraði sex mörk og lagði upp tvö.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira
Veggirnir mættust í Wroclaw | Sjáðu einvígi bestu markvarða heims Arpad Sterbik og Niklas Landin sýndu sparihliðarnar í stórleik á EM 2016 í handbolta í gærkvöldi. 25. janúar 2016 11:00
Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30
Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi. 23. janúar 2016 23:15
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti