Ríkisstjórn með lýðheilsu eða á móti? Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir skrifar 27. janúar 2016 07:00 Ríkisstjórnin boðaði bætta lýðheilsu þegar hún tók við völdum. Lýðheilsunefnd var stofnuð þar sem lýðheilsa og forvarnarstarf er sagt vera meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. Af einhverjum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið stefnu gegn forvarnarstarfi með því að leggja fram áfengisfrumvarpið.Hvernig virka forvarnir? Því hefur verið haldið fram að með því að samþykkja áfengisfrumvarpið verði hægt að leggja meira í forvarnir. Okkur langar því að útskýra í hverju bestu áfengisforvarnir felast samkvæmt rannsóknum.1. Að hækka verð. Því dýrari sem varan er, þeim mun færri neyta hennar.2. Að takmarka aðgengi. Eftir því sem minna aðgengi er, þeim mun færri neyta vörunnar.3. Að banna auglýsingar á vörunni. Því minna sýnileg sem varan er þeim mun ólíklegra er að fólk kaupi hana.4. Að fræða. Eftir því sem fleiri fræðast um skaðsemi vörunnar, þeim mun færri neyta hennar. Forvarnir hafa sýnt sig virka best með þessum fjórum aðferðum. Við sannreyndum það hérlendis þegar unnið var í tóbaksforvörnum. Áfengisneysla mun aukast ef frumvarpið nær í gegn. Það hefur fjöldi rannsókna sýnt, enda stendur það í frumvarpinu sjálfu. Beint samband er á milli aukinnar áfengisneyslu og fjölgunar sjúkdóma og samfélagsvandamála. Okkur þykir það undarlegar forvarnir sem miða að því að fjölga tilfellum heimilisofbeldis til að geta lagt meiri pening í forvarnir gegn heimilisofbeldi, fjölga krabbameinstilfellum til að geta komið í veg fyrir krabbamein og fjölga tilfellum ölvunaraksturs til að geta sent fleiri lögreglumenn út á götuna. Bestu áfengisforvarnir samkvæmt rannsóknum eru til staðar hérlendis í dag. Enda hefur árangurinn verið góður hingað til.ÁTVR og áfengisforvarnir ÁTVR rekur skýra forvarnarstefnu sem hefur leitt af sér minni neyslu og lægri sjúkdómatíðni vegna áfengisneyslu og þar af leiðandi minni kostnað fyrir samfélagið. Ísland er í fararbroddi í forvörnum gegn áfengisneyslu eins og fyrirkomulagið er í dag. Hérlendis hefur tekist að minnka tíðni áfengisneyslu meðal ungmenna úr 42% í undir 5% á rúmum 15 árum. Til okkar leita aðrar borgir í Evrópu. Ljóst er að verði ÁTVR lagt niður mun áfengisneysla í samfélaginu aukast, enda stendur það skýrum stöfum í áfengisfrumvarpinu.Hvað með börnin? Unglingar eru þrefalt líklegri til að geta keypt sér áfengi í matvörubúð en áfengisbúð og með auknu aðgengi hefja þeir áfengisneyslu yngri en ella og þeir sem neyta áfengis innbyrða meira magn. Líkur á að þeir leiðist út í fíkniefni aukast því sýnt hefur verið fram á beina fylgni á milli ungs aldurs við áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka aðgengi að áfengi sem leiðir af sér að neysla unglinga eykst. Hvers konar forvarnarstarf er það?1,4 milljarðar arður ÁTVR í ríkissjóð ÁTVR hefur alla tíð verið rekið með hagnaði og árið 2014 fékk ríkissjóður 1,4 milljarða í arðgreiðslu frá ÁTVR. Það er því eðlilegt að Hagar og aðrir einkaaðilar hafi áhuga á að fá áfengissöluna til sín. Þá fer allur ágóðinn beint í vasa þeirra en ekki til samfélagsins. Samfélagið situr uppi með kostnaðinn en fær ekki tekjurnar af sölunni. Væri ekki nær að þessir 1,4 milljarðar færu í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og stofnana eins og Vogs?Hver á að sjá um sölu á áfengi og tóbaki? Það er vel þekkt fyrirkomulag að einkaaðilar sjái um rekstur áfengissölu en af hverju vilja sjálfstæðismenn endilega fá áfengi í matvörubúðir þegar viðvörunarbjöllur hringja úr öllum áttum? Það er vel hægt að selja ÁTVR til einkaaðila án þess að áfengi komi nokkurn tíma í matvörubúðir. Að færa áfengi í matvörubúðir er dæmi um ólýðheilsulegustu stefnu sem hugsast getur. Það eru allir sérfræðingar í áfengisforvörnum sammála um. Erum við að horfa upp á tíma þar sem þingmenn treysta ekki mati sérfræðinga og taka eiginhagsmuni fram fyrir hagsmuni alls samfélagsins? Þegar um svona mikilvæg málefni er að ræða þá skiptir engu máli hvaða tilfinningar eða skoðanir hver og einn hefur. Staðreyndir og rannsóknir eiga að fá að njóta vafans þegar um er að ræða málefni sem snertir alla þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin boðaði bætta lýðheilsu þegar hún tók við völdum. Lýðheilsunefnd var stofnuð þar sem lýðheilsa og forvarnarstarf er sagt vera meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. Af einhverjum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið stefnu gegn forvarnarstarfi með því að leggja fram áfengisfrumvarpið.Hvernig virka forvarnir? Því hefur verið haldið fram að með því að samþykkja áfengisfrumvarpið verði hægt að leggja meira í forvarnir. Okkur langar því að útskýra í hverju bestu áfengisforvarnir felast samkvæmt rannsóknum.1. Að hækka verð. Því dýrari sem varan er, þeim mun færri neyta hennar.2. Að takmarka aðgengi. Eftir því sem minna aðgengi er, þeim mun færri neyta vörunnar.3. Að banna auglýsingar á vörunni. Því minna sýnileg sem varan er þeim mun ólíklegra er að fólk kaupi hana.4. Að fræða. Eftir því sem fleiri fræðast um skaðsemi vörunnar, þeim mun færri neyta hennar. Forvarnir hafa sýnt sig virka best með þessum fjórum aðferðum. Við sannreyndum það hérlendis þegar unnið var í tóbaksforvörnum. Áfengisneysla mun aukast ef frumvarpið nær í gegn. Það hefur fjöldi rannsókna sýnt, enda stendur það í frumvarpinu sjálfu. Beint samband er á milli aukinnar áfengisneyslu og fjölgunar sjúkdóma og samfélagsvandamála. Okkur þykir það undarlegar forvarnir sem miða að því að fjölga tilfellum heimilisofbeldis til að geta lagt meiri pening í forvarnir gegn heimilisofbeldi, fjölga krabbameinstilfellum til að geta komið í veg fyrir krabbamein og fjölga tilfellum ölvunaraksturs til að geta sent fleiri lögreglumenn út á götuna. Bestu áfengisforvarnir samkvæmt rannsóknum eru til staðar hérlendis í dag. Enda hefur árangurinn verið góður hingað til.ÁTVR og áfengisforvarnir ÁTVR rekur skýra forvarnarstefnu sem hefur leitt af sér minni neyslu og lægri sjúkdómatíðni vegna áfengisneyslu og þar af leiðandi minni kostnað fyrir samfélagið. Ísland er í fararbroddi í forvörnum gegn áfengisneyslu eins og fyrirkomulagið er í dag. Hérlendis hefur tekist að minnka tíðni áfengisneyslu meðal ungmenna úr 42% í undir 5% á rúmum 15 árum. Til okkar leita aðrar borgir í Evrópu. Ljóst er að verði ÁTVR lagt niður mun áfengisneysla í samfélaginu aukast, enda stendur það skýrum stöfum í áfengisfrumvarpinu.Hvað með börnin? Unglingar eru þrefalt líklegri til að geta keypt sér áfengi í matvörubúð en áfengisbúð og með auknu aðgengi hefja þeir áfengisneyslu yngri en ella og þeir sem neyta áfengis innbyrða meira magn. Líkur á að þeir leiðist út í fíkniefni aukast því sýnt hefur verið fram á beina fylgni á milli ungs aldurs við áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka aðgengi að áfengi sem leiðir af sér að neysla unglinga eykst. Hvers konar forvarnarstarf er það?1,4 milljarðar arður ÁTVR í ríkissjóð ÁTVR hefur alla tíð verið rekið með hagnaði og árið 2014 fékk ríkissjóður 1,4 milljarða í arðgreiðslu frá ÁTVR. Það er því eðlilegt að Hagar og aðrir einkaaðilar hafi áhuga á að fá áfengissöluna til sín. Þá fer allur ágóðinn beint í vasa þeirra en ekki til samfélagsins. Samfélagið situr uppi með kostnaðinn en fær ekki tekjurnar af sölunni. Væri ekki nær að þessir 1,4 milljarðar færu í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og stofnana eins og Vogs?Hver á að sjá um sölu á áfengi og tóbaki? Það er vel þekkt fyrirkomulag að einkaaðilar sjái um rekstur áfengissölu en af hverju vilja sjálfstæðismenn endilega fá áfengi í matvörubúðir þegar viðvörunarbjöllur hringja úr öllum áttum? Það er vel hægt að selja ÁTVR til einkaaðila án þess að áfengi komi nokkurn tíma í matvörubúðir. Að færa áfengi í matvörubúðir er dæmi um ólýðheilsulegustu stefnu sem hugsast getur. Það eru allir sérfræðingar í áfengisforvörnum sammála um. Erum við að horfa upp á tíma þar sem þingmenn treysta ekki mati sérfræðinga og taka eiginhagsmuni fram fyrir hagsmuni alls samfélagsins? Þegar um svona mikilvæg málefni er að ræða þá skiptir engu máli hvaða tilfinningar eða skoðanir hver og einn hefur. Staðreyndir og rannsóknir eiga að fá að njóta vafans þegar um er að ræða málefni sem snertir alla þjóðina.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar