Þrjátíu og fimm verk frumflutt á Myrkum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2016 10:15 „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta,“ segir Þórunn Gréta. Vísir/Vilhelm „Meirihluti listamanna á Myrkum músíkdögum í ár er íslenskur en þeir sem koma erlendis frá eru ýmist með tengingar við Frakkland eða Noreg, eða hvort tveggja,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónskáld og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Myrkra músíkdaga í Hörpu, sem hefst á morgun. „Þórunn Gréta er nýr formaður Tónskáldafélags Íslands og segir Myrka músíkdaga stærsta verkefnið á herðum formanns félagsins og stjórnar þess. „Hátíðin var stofnuð 1980 sem vettvangur tónskálda til að fá verk sín flutt, ekki síst hin tilraunakenndari. Líka til að flytjendur fái tækifæri til að túlka samtímatónlist, sem er ekki síður mikilvægt.“ Þrjátíu og fimm verk verða frumflutt á hátíðinni í ár, að sögn Þórunnar Grétu. Hún viðurkennir að það krefjist einbeitingar að hlýða á mikið af nýrri tónlist á stuttum tíma. „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi þá set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta. Eyrað og hugurinn þjálfast í þessu efni, maður er alltaf að leita og lifir lengi á upplifuninni.“ Ásókn erlendra gesta í að koma efni sínu að á Myrkum músíkdögum eykst jafnt og þétt, að sögn Þórunnar Grétu. „Eitt af því sem mér kom hvað mest á óvart þegar ég tók við embættinu er hversu margar umsóknir komu erlendis frá. Við reynum að finna út hvað passar og hverju við höfum efni á, það er mikið púsluspil.“ Hún segir ekki aðeins erlenda höfunda og flytjendur sækjast eftir koma á Myrka músíkdaga, heldur einnig áheyrendur og hátíðin sé jafnan vel sótt. „Við fögnum því vissulega að vekja áhuga, það hlýtur að vera markmið okkar í stóra samhenginu,“ segir hún og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á www.myrkir.is Þórunn Gréta býr austur á Eskifirði og notar nýjustu tækni til samskipta út fyrir plássið. „Þegar maður býr við nettengingu auðveldar það allt. Við höldum venjulega stjórnarfundina á Skype og það er lítið mál. Ég starfa líka með fólki í útlöndum í öðrum verkefnum og nota allar boðleiðir sem til eru. En ég kem að jafnaði suður einu sinni í mánuði og sit fundi. Formenn fagfélaga eru í ýmsum ráðum, meðal annars stjórn Bandalags íslenskra listamanna.“ Það er rúmt ár síðan Þórunn Gréta flutti austur. Hún ólst upp á Fljótsdalshéraði en flutti þaðan strax eftir útskrift úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og hóf sitt tónlistarnám. Bjó í Reykjavík í tíu ár og Hamborg í tvö og hálft. Af hverju varð Eskifjörður fyrir valinu? „Maðurinn minn er prestur og þá er voða erfitt að ákveða fyrirfram hvar maður ætli að búa. En langflest verkefni sem ég tek að mér eru í Reykjavík, fyrir utan það að semja tónlist.“ Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Meirihluti listamanna á Myrkum músíkdögum í ár er íslenskur en þeir sem koma erlendis frá eru ýmist með tengingar við Frakkland eða Noreg, eða hvort tveggja,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónskáld og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Myrkra músíkdaga í Hörpu, sem hefst á morgun. „Þórunn Gréta er nýr formaður Tónskáldafélags Íslands og segir Myrka músíkdaga stærsta verkefnið á herðum formanns félagsins og stjórnar þess. „Hátíðin var stofnuð 1980 sem vettvangur tónskálda til að fá verk sín flutt, ekki síst hin tilraunakenndari. Líka til að flytjendur fái tækifæri til að túlka samtímatónlist, sem er ekki síður mikilvægt.“ Þrjátíu og fimm verk verða frumflutt á hátíðinni í ár, að sögn Þórunnar Grétu. Hún viðurkennir að það krefjist einbeitingar að hlýða á mikið af nýrri tónlist á stuttum tíma. „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi þá set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta. Eyrað og hugurinn þjálfast í þessu efni, maður er alltaf að leita og lifir lengi á upplifuninni.“ Ásókn erlendra gesta í að koma efni sínu að á Myrkum músíkdögum eykst jafnt og þétt, að sögn Þórunnar Grétu. „Eitt af því sem mér kom hvað mest á óvart þegar ég tók við embættinu er hversu margar umsóknir komu erlendis frá. Við reynum að finna út hvað passar og hverju við höfum efni á, það er mikið púsluspil.“ Hún segir ekki aðeins erlenda höfunda og flytjendur sækjast eftir koma á Myrka músíkdaga, heldur einnig áheyrendur og hátíðin sé jafnan vel sótt. „Við fögnum því vissulega að vekja áhuga, það hlýtur að vera markmið okkar í stóra samhenginu,“ segir hún og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á www.myrkir.is Þórunn Gréta býr austur á Eskifirði og notar nýjustu tækni til samskipta út fyrir plássið. „Þegar maður býr við nettengingu auðveldar það allt. Við höldum venjulega stjórnarfundina á Skype og það er lítið mál. Ég starfa líka með fólki í útlöndum í öðrum verkefnum og nota allar boðleiðir sem til eru. En ég kem að jafnaði suður einu sinni í mánuði og sit fundi. Formenn fagfélaga eru í ýmsum ráðum, meðal annars stjórn Bandalags íslenskra listamanna.“ Það er rúmt ár síðan Þórunn Gréta flutti austur. Hún ólst upp á Fljótsdalshéraði en flutti þaðan strax eftir útskrift úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og hóf sitt tónlistarnám. Bjó í Reykjavík í tíu ár og Hamborg í tvö og hálft. Af hverju varð Eskifjörður fyrir valinu? „Maðurinn minn er prestur og þá er voða erfitt að ákveða fyrirfram hvar maður ætli að búa. En langflest verkefni sem ég tek að mér eru í Reykjavík, fyrir utan það að semja tónlist.“
Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira