Ásmundur segir listamenn verða að þola umræðuna Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2016 13:18 Ásmundur ætlar sér ekki að tipla á tánum í kringum umræðuefnið sem er reyndar sjóðheitt: Listmannalaunin. Ásmundur Friðriksson mun efna til sérstakrar umræðu um listamannalaun á Alþingi og er málið á dagskrá þingsins klukkan 16:30. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra verður til andsvara. Gera má ráð fyrir heitum umræðum um þetta mál sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga og sitt sýnist hverjum.Val í úthlutunarnefndirnar skandall„Ég mun leggja mesta áherslu á spurningar sem snúa að því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari gagnrýni í samfélaginu,“ segir Ásmundur en Vísir spurði þingmanninn hvernig hann hygðist leggja málið upp? Ljóst má vera að Ásmundur hefur ekki í hyggju að tipla á tánum í kringum viðfangsefnið. „Ég vil fá svör við því hvort hann sé tilbúinn að auka gegnsæi í umsóknunum, sem mér finnst mikilvægt. Og einnig hvort rétt sé að taka upp tekjutengingar, því sem betur fer eru nokkrir listamenn sem hafa mjög góð laun. Svo eru þessar úthlutunarnefndir, eða tilnefningar í þær, algjör skandall,“ segir Ásmundur og heldur áfram: „Ég er smeykur um að ef þingmenn störfuðum á sama hátt að þá heyrðist hátt í sjálfskipuðum álitsgjöfum úr listaheiminum sem eðlilega hafa oft hátt í þjóðfélagsumræðunni um ýmis mál. Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál sem eru í algjörum molum og ekki boðlegt hvernig rithöfundar og fagfélag þeirra skipar sjálft sitt fólk í úthlutunarnefndir sem síðan úthluta þeim sem sem skipuðu þá, listamannalaunum, jafnvel til margra ára.“Hálfur milljarður til skiptannaÍ dag birtust niðurstöður könnunar MMR um afstöðu landsmanna til listmannalauna og þar kemur fram að stuðningur fyrir launin hefur aukist verulega á milli ára. Þannig eru rúm 53 prósent fylgjandi því að ríkið greiði út listmannalaun en tæp 47 prósent eru því andvíg, en stuðningur við launin hefur aukist verulega á undanförnum árum. Viðhorf til listamannalauna var vegið og metið að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka og í ljós kemur að Framsóknarmenn eru að 77 prósentum andsnúnir starfslaununum og 68 prósent Sjálfstæðismanna. Hins vegar eru 80 prósent þeirra sem styðja Samfylkingu og VG fylgjandi laununum. Ásmundur segist fylgjandi listamannalaunum en þá með þeim fyrirvara að farið verði í gegnum það hvernig staðið er að þessum greiðslum. Hann segir nauðsynlegt að skýrar verklagsreglur séu upp. Um sé að ræða rúmar 500 milljónir króna af almannafé. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verða einnig til andsvara auk Illuga og má búast við fjörlegum umræðum, jafnvel listamönnum á þingpöllum og víst má telja að ræða Ásmundar mun vekja mikla athygli ekki síst meðal þeirra sem vilja standa vörð um listamannalaunin og það fyrirkomulag sem stuðst hefur verið við. Listamannalaun Tengdar fréttir Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum Listmannalaun eru verkefnatengd – hvað erum við að fá fyrir peninginn? 15. janúar 2016 13:04 Opið bréf til stjórnar Rithöfundasambands Íslands Fyrir skömmu bar ég upp á Facebook-síðu Rithöfundasambandsins allmargar spurningar varðandi skipun í úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda, sem að mestu leyti er eingöngu á færi stjórnar RSÍ að svara. Þar sem stjórn RSÍ virti mig ekki svars, 21. janúar 2016 07:00 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson mun efna til sérstakrar umræðu um listamannalaun á Alþingi og er málið á dagskrá þingsins klukkan 16:30. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra verður til andsvara. Gera má ráð fyrir heitum umræðum um þetta mál sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga og sitt sýnist hverjum.Val í úthlutunarnefndirnar skandall„Ég mun leggja mesta áherslu á spurningar sem snúa að því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari gagnrýni í samfélaginu,“ segir Ásmundur en Vísir spurði þingmanninn hvernig hann hygðist leggja málið upp? Ljóst má vera að Ásmundur hefur ekki í hyggju að tipla á tánum í kringum viðfangsefnið. „Ég vil fá svör við því hvort hann sé tilbúinn að auka gegnsæi í umsóknunum, sem mér finnst mikilvægt. Og einnig hvort rétt sé að taka upp tekjutengingar, því sem betur fer eru nokkrir listamenn sem hafa mjög góð laun. Svo eru þessar úthlutunarnefndir, eða tilnefningar í þær, algjör skandall,“ segir Ásmundur og heldur áfram: „Ég er smeykur um að ef þingmenn störfuðum á sama hátt að þá heyrðist hátt í sjálfskipuðum álitsgjöfum úr listaheiminum sem eðlilega hafa oft hátt í þjóðfélagsumræðunni um ýmis mál. Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál sem eru í algjörum molum og ekki boðlegt hvernig rithöfundar og fagfélag þeirra skipar sjálft sitt fólk í úthlutunarnefndir sem síðan úthluta þeim sem sem skipuðu þá, listamannalaunum, jafnvel til margra ára.“Hálfur milljarður til skiptannaÍ dag birtust niðurstöður könnunar MMR um afstöðu landsmanna til listmannalauna og þar kemur fram að stuðningur fyrir launin hefur aukist verulega á milli ára. Þannig eru rúm 53 prósent fylgjandi því að ríkið greiði út listmannalaun en tæp 47 prósent eru því andvíg, en stuðningur við launin hefur aukist verulega á undanförnum árum. Viðhorf til listamannalauna var vegið og metið að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka og í ljós kemur að Framsóknarmenn eru að 77 prósentum andsnúnir starfslaununum og 68 prósent Sjálfstæðismanna. Hins vegar eru 80 prósent þeirra sem styðja Samfylkingu og VG fylgjandi laununum. Ásmundur segist fylgjandi listamannalaunum en þá með þeim fyrirvara að farið verði í gegnum það hvernig staðið er að þessum greiðslum. Hann segir nauðsynlegt að skýrar verklagsreglur séu upp. Um sé að ræða rúmar 500 milljónir króna af almannafé. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verða einnig til andsvara auk Illuga og má búast við fjörlegum umræðum, jafnvel listamönnum á þingpöllum og víst má telja að ræða Ásmundar mun vekja mikla athygli ekki síst meðal þeirra sem vilja standa vörð um listamannalaunin og það fyrirkomulag sem stuðst hefur verið við.
Listamannalaun Tengdar fréttir Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum Listmannalaun eru verkefnatengd – hvað erum við að fá fyrir peninginn? 15. janúar 2016 13:04 Opið bréf til stjórnar Rithöfundasambands Íslands Fyrir skömmu bar ég upp á Facebook-síðu Rithöfundasambandsins allmargar spurningar varðandi skipun í úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda, sem að mestu leyti er eingöngu á færi stjórnar RSÍ að svara. Þar sem stjórn RSÍ virti mig ekki svars, 21. janúar 2016 07:00 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum Listmannalaun eru verkefnatengd – hvað erum við að fá fyrir peninginn? 15. janúar 2016 13:04
Opið bréf til stjórnar Rithöfundasambands Íslands Fyrir skömmu bar ég upp á Facebook-síðu Rithöfundasambandsins allmargar spurningar varðandi skipun í úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda, sem að mestu leyti er eingöngu á færi stjórnar RSÍ að svara. Þar sem stjórn RSÍ virti mig ekki svars, 21. janúar 2016 07:00
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11