Menntamálaráðherra vill ekki að Alþingi úthluti listamannalaunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2016 20:00 Menntamálaráðherra er ekki fylgjandi því að úthlutun listamannalauna verði færð úr höndum stjórnar listamannalauna yfir til Alþingis. Hann segir nauðsynlegt að styrkja íslenska höfunda og vill ekki tekjutegngja listamannalaun eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur til. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag. að það væri óeðlilegt að listamenn sætu sjálfir í stjórnum sem úthlutuðu listamannalaunum. Þeir sæu ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum en gagnrýndu margir slík vinnubrögð á öðrum sviðum. „Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál. Sem eru í algerum molum og ekki boðlegt hvernig hvernig rithöfundar og fagfélög þeirra skipar sjálft sitt fólk í í úthlutunarnefndir. Sem síðan úthluta þeim sem skipuðu þá listamannalaunum. Jafnvel til margra ára,“ sagði Ásmundur. Gera ætti opinbert hverjir fengju listamannalaun og fyrir hvað. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ekki væri rétt að tekjutengja listamannalaun, sem eru um 350 þúsund krónur á mánuði og Alþingi úthlutaði þeim. „Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalaunatil listamannanna sjálfra. Sem síðar, eins og dæmin sýna og sanna beita klíkuskap og ógagnsæum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Ásmundur. Menntamálaráðherra sagði ekkert í lögum um að ekki ætti að upplýsa um úthlutn listamannalauna og sagði gott að almennt ríkti gagnsæi í þessum málum. Hann væri ekki fylgjandi því að tekjutengja listamannalaun. „Af því að háttvirtur þingmaður nefndi það í sinni ræðu hvort hvort við ættum ekki að færa þetta val hingað til þingsins, þá er mitt svar nei við því. Ég er ekki sammála því. Ég vil ekki að stjórnmálin taki þessar ákvarðanir. Ég sé alveg þá vankanta sem uppi eru og ég veit vel að stjórnmál geta leynst víða. En mér finnst betra að hafa það fyrirkomulag að þetta sé í höndum listamannanna sjálfra . En þá skiptir máli að þetta séu gagnsæar ákvarðanir,“ sagði Illugi og tók undir þann þátt í málflutningi Ásmundar. Þá væri óumdeilt að að 500 milljónir í listamannalaun skiluðu sér til samfélagsins. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt til dæmis ef við horfum á rithöfundana, mikilvægt fyrir fámennt málsvæði eins og okkar; að það séu starfandi rithöfundar. Það er útilokað mál að ætlast til þess að það sé hægt að viðhalda íslenskri tungu einungis með þeim fjölda rithöfunda sem markaðurinn ber,“ sagði Ilugi Gunnarsson. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þessi mál í stöðugri framþróun. Sjá má viðbrögð hennar við umræðunni á Alþingi í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan. Listamannalaun Tengdar fréttir „Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Menntamálaráðherra er ekki fylgjandi því að úthlutun listamannalauna verði færð úr höndum stjórnar listamannalauna yfir til Alþingis. Hann segir nauðsynlegt að styrkja íslenska höfunda og vill ekki tekjutegngja listamannalaun eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur til. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag. að það væri óeðlilegt að listamenn sætu sjálfir í stjórnum sem úthlutuðu listamannalaunum. Þeir sæu ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum en gagnrýndu margir slík vinnubrögð á öðrum sviðum. „Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál. Sem eru í algerum molum og ekki boðlegt hvernig hvernig rithöfundar og fagfélög þeirra skipar sjálft sitt fólk í í úthlutunarnefndir. Sem síðan úthluta þeim sem skipuðu þá listamannalaunum. Jafnvel til margra ára,“ sagði Ásmundur. Gera ætti opinbert hverjir fengju listamannalaun og fyrir hvað. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ekki væri rétt að tekjutengja listamannalaun, sem eru um 350 þúsund krónur á mánuði og Alþingi úthlutaði þeim. „Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalaunatil listamannanna sjálfra. Sem síðar, eins og dæmin sýna og sanna beita klíkuskap og ógagnsæum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Ásmundur. Menntamálaráðherra sagði ekkert í lögum um að ekki ætti að upplýsa um úthlutn listamannalauna og sagði gott að almennt ríkti gagnsæi í þessum málum. Hann væri ekki fylgjandi því að tekjutengja listamannalaun. „Af því að háttvirtur þingmaður nefndi það í sinni ræðu hvort hvort við ættum ekki að færa þetta val hingað til þingsins, þá er mitt svar nei við því. Ég er ekki sammála því. Ég vil ekki að stjórnmálin taki þessar ákvarðanir. Ég sé alveg þá vankanta sem uppi eru og ég veit vel að stjórnmál geta leynst víða. En mér finnst betra að hafa það fyrirkomulag að þetta sé í höndum listamannanna sjálfra . En þá skiptir máli að þetta séu gagnsæar ákvarðanir,“ sagði Illugi og tók undir þann þátt í málflutningi Ásmundar. Þá væri óumdeilt að að 500 milljónir í listamannalaun skiluðu sér til samfélagsins. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt til dæmis ef við horfum á rithöfundana, mikilvægt fyrir fámennt málsvæði eins og okkar; að það séu starfandi rithöfundar. Það er útilokað mál að ætlast til þess að það sé hægt að viðhalda íslenskri tungu einungis með þeim fjölda rithöfunda sem markaðurinn ber,“ sagði Ilugi Gunnarsson. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þessi mál í stöðugri framþróun. Sjá má viðbrögð hennar við umræðunni á Alþingi í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.
Listamannalaun Tengdar fréttir „Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47