Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. janúar 2016 12:24 Saksóknari í Mexíkó segir að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að framselja eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem einnig er þekktur undir nafninu El Chapo, eða hinn smávaxni, til Bandaríkjanna. Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að manninum, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. El Chapo komst í heimsfréttirnar fyrir hálfu ári er hann gróf sig út úr öryggisfangelsi í heimalandinu. Bandaríkin óskuðu eftir framsali Guzman árið 2014 en þeim beiðnum var hafnað. Ástæðan fyrir því að fallist verður á beiðnina núna er að mexíkósk yfirvöld telja fullreynt að halda honum innan veggja þarlendra fangelsa. Sjá einnig: Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu á ævintýralegan hátt í júlí þegar hann fór í gegnum rúmlega kílómetralöng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir í óhreinataui fangelsisins áður en farið var með það úr húsinu. Ekki er ljóst hvenær framsalsbeiðnin verður tekin fyrir en Guzman hefur þrjá daga til að mótmæla ásökunum gegn sér. Í kjölfarið fylgir tuttugu daga frestur til þess sýna fram á að varnir hans séu sannar. Tímaritið Rolling Stone birti í nótt viðtal sem bandaríski Hollywoodleikarinn Sean Penn tók við Guzman á leynilegum stað í regnskógum Mexíkó stuttu eftir að hann braust út úr öryggisfangelsinu Altiplano. Komst Penn í samband við eiturlyfjabaróninn í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo.Sjá einnig: Hinn smávaxni líklega framseldur til BandaríkjannaEftir fundinn ákváðu þeir að taka annað viðtal einhverjum dögum seinna sem ekkert varð af vegna deilna Guzmans við mexíkósk yfirvöld. Þeir voru þó áfram í sambandi í gegnum síma og tölvupóst en Sean Penn tók mynd af þeim saman til sönnunar því að þeir hafi raunverulega hist. Talið er að lögregluyfirvöld í Mexikó hafi vitað af fundi Penn og Guzman. Fundurinn hafi leitt til þess að lögregla komst að því hvar Guzman hélt sig og tókst að handtaka hann á föstudag. Eru bæði Sean Penn og leikkonan Kate del Castillo sögð sæta rannsókn lögreglu í mexíkó vegna málsins. El Chapo er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum. Tengdar fréttir Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Saksóknari í Mexíkó segir að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að framselja eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem einnig er þekktur undir nafninu El Chapo, eða hinn smávaxni, til Bandaríkjanna. Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að manninum, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. El Chapo komst í heimsfréttirnar fyrir hálfu ári er hann gróf sig út úr öryggisfangelsi í heimalandinu. Bandaríkin óskuðu eftir framsali Guzman árið 2014 en þeim beiðnum var hafnað. Ástæðan fyrir því að fallist verður á beiðnina núna er að mexíkósk yfirvöld telja fullreynt að halda honum innan veggja þarlendra fangelsa. Sjá einnig: Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu á ævintýralegan hátt í júlí þegar hann fór í gegnum rúmlega kílómetralöng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir í óhreinataui fangelsisins áður en farið var með það úr húsinu. Ekki er ljóst hvenær framsalsbeiðnin verður tekin fyrir en Guzman hefur þrjá daga til að mótmæla ásökunum gegn sér. Í kjölfarið fylgir tuttugu daga frestur til þess sýna fram á að varnir hans séu sannar. Tímaritið Rolling Stone birti í nótt viðtal sem bandaríski Hollywoodleikarinn Sean Penn tók við Guzman á leynilegum stað í regnskógum Mexíkó stuttu eftir að hann braust út úr öryggisfangelsinu Altiplano. Komst Penn í samband við eiturlyfjabaróninn í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo.Sjá einnig: Hinn smávaxni líklega framseldur til BandaríkjannaEftir fundinn ákváðu þeir að taka annað viðtal einhverjum dögum seinna sem ekkert varð af vegna deilna Guzmans við mexíkósk yfirvöld. Þeir voru þó áfram í sambandi í gegnum síma og tölvupóst en Sean Penn tók mynd af þeim saman til sönnunar því að þeir hafi raunverulega hist. Talið er að lögregluyfirvöld í Mexikó hafi vitað af fundi Penn og Guzman. Fundurinn hafi leitt til þess að lögregla komst að því hvar Guzman hélt sig og tókst að handtaka hann á föstudag. Eru bæði Sean Penn og leikkonan Kate del Castillo sögð sæta rannsókn lögreglu í mexíkó vegna málsins. El Chapo er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum.
Tengdar fréttir Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38
Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16