Fótbolti

Atletico Madrid hélt hreinu í tólfta skipti og skaust á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Yannick Ferreira-Carrasco fagnar marki sínu í kvöld.
Yannick Ferreira-Carrasco fagnar marki sínu í kvöld. vísir/afp
Atletico Madrid er komið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á spútnikliði Celta Vigo í síðasta leik spænska boltans þessa helgina.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Antoine Griezmann kom Atletico yfir í  upphafi síðari hálfleiks. Yannick Ferreira-Carrasco tvöfaldaði svo forystuna þegar tíu mínútur lifðu leiks.

Lokatölur 2-0 og Atletico Madrid því komið á topp deildarinnar með 44 stig. Barcelona er í öðru sætinu með 42 stig, en eiga þó leik til góða og Real Madrid er í því þriðja með 40. Celta er í fimmta sætinu með 31 stig.

Þetta er tólfti leikurinn í deildinni sem Atletico hefur haldið hreinu í, en þeir hafa einungis fengið á sig átta mörk á leiktíðinni, sjö færri en Barcelona sem hefur fengið á sig fimmtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×